Afnemið stimpilgjöldin og hækkið hámarkslán Íbúðalánasjóðs!
1.9.2008 | 11:28
Fasteignamarkaðurinn er að stöðvast. Raunverð tekið að lækka. Nú er rétti tíminn að afnema stimpilgjöldin á öll íbúðalán - ekki bara hjá fyrstu kaupendum!
Þá er tími til kominn að hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs aftur - í 22 milljónir!
Meira um fasteignamarkaðinn síðar í vikunni!
Velta á íbúðamarkaði dregst saman um 70% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Endilega komdu med astaedu thess ad afnema verdi stimpilgjoldin og hamarkslan haekkad. Bara til thess ad halda i of ha fasteignaverd?
Min skodun er su ad fasteignaverd megi alveg laekka adeins.
Sigurdur (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 12:21
Auðvitað og láskjarvísitöluna líka. Í það minnsta á þeim grunni sem hún er byggð á núna. Það er hróplegt óréttlæti.
Haraldur Bjarnason, 1.9.2008 kl. 14:45
Það verður að taka verðtrygginguna af svo við hér á Fróni verðum samkeppnishæf um unga fólkið ef ekki mun það fara af landi brott til að tryggja sér og sínum farboða. Nú þegar búa hátt í 4% Íslenskra ríkisborgara í dana veldi og þeim fjölgar stöðugt. Afhverju??
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:01
Baldvin, það væri gott að taka verðtrygginguna af núna á meðan húsnæði er að hríðfalla - það ætti að bæta eiginfjárstöðu heimilanna....right. Þú vilt s.s. fá að greiða í dag +20% vexti á ársgrundvelli á íbúðarláninu þínu í hverjum mánuði í stað þess að fá að greiða um 5% vexti og dreifa 15% ofan höfuðstólinn út lánstímann? Ræðuru við það? Verðbólgan er vandamálið - ekki verðtryggingin.
En svo ég beini spjótum mínum að Halli - og hvað svo?
nafni (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 16:56
P.S.
Ef að íbúðalán væru ekki verðtryggð myndi nafnverðslækkun húsnæðis vera til jafns við þá raunverðslækkun sem við erum að horfa á núna. S.s. eiginfjár rýrnun heimilanna kæmi fram vegna lækkandi nafnverðs húsnæðis í stað hækkandi lána eins og nú er að gerast. Það eru mínar 2 krónur...
nafni (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:01
Verðtryggingin býr til það ábyrðarleysi sem er hér á landi í peningamálunum yfirleitt það er alltaf verið að veðsetja eitthvað sem á að koma í framtíðinni með henni óbeint.
Það að leyfa að veðsetja óveiddan fisk eins og kvótabraskkerfið hefur boðið upp á í 17 ár a.m.k er ávísun á verðbólgu upp á mikla verðbólgu nema að farinn verði sú leið að selja aflaheimildinar til erlendra aðila til að draga úr áhrifum braskins sem færðu hinum fáu útvöldu milljarða af Íslenskum krónum sem ekki var innistæða fyrir í hagkerfinu hjá okkur en við fáum að borga brúsan sannaðu til.
Það að bankarnir hér á landi voru að taka veð í handónýttum verðbréfum ásamt að taka veð í kvótanum upp á allt að 4.2 milljónir pr.tonn af óveiddum þoski var farinn sú leið að fara með hagkerfið út á ystu nöf og er ekki séð fyrir endan á því hvað fallið verður hátt.
Afhverju gat þetta gerst jú allt gert fyrir hina fáu útvöldu sem sátu báðum megin við borðið og bjuggu til þessa svikamyllu handa sér og sínum því miður. Íslenska þjóðin hefur verið svikin með alkyns sjónhverfingum því miður!!
Baldvin Nielsen Reykjanesbæ
B.N. (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 17:23
Ég vill frekar að óréttlátt kvótakerfi bitni á örfáum mönnum sem naga á sér handabakið yfir því að hafa ekki átt trillu þegar kerfið var sett á og/eða selt kvótann of snemma...jaa eða bara farið á hausinn rétt áður vegna óhagkvæmni - heldur en allri þjóðinni sem þyrfti að horfa uppá handónýtan sjávarútveg þar sem 1000 trillukarlar draga netin/línuna á kostnaðarverði.
Að öðru leyti er ógjörningur að rekja restina að vitleysunni sem þú skrifar nema taka þig í kennslu í hagfræði 101,102,103 og 203.
nafni (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.