Kvikmynd um kaupmennina á horninu!
1.9.2008 | 08:45
Það gladdi mig að heimildarmyndin um þá bræður Kristján og Gunnar Jónassyni í Kjötborg skyldi verða valin besta heimildamyndin! Þessir drengir eru náttúrlega frábærir eins og margir vita - aldir upp í búðinni í Búðagerði og kaupmenn á horninu af gamla skólanum - þrátt fyrir að vera ekki eldri en þeir eru!
Mér finnst framtak þeirra Helgu Rakelar og Huldu Rósar að festa þá bræður og búðina þeirra á filmu til fyrirmyndar. Með heimildamyndinni ná þær andanum sem einkenndi nýlenduvöruverslun í Reykjavík um áratuga skeið - og ekki seinna vænna í umhverfi hringamyndunar og stórmarkaða - sem einkenna verslun dagsins í dag.
Kaupmaðurinn á horninu lifir enn í þessum drengjum - en því miður er hætta á því að þeir verði meðal hinna síðustu - nema kauphegðun okkar breytist!
Kjötborg best | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nú get ég loksins verið sammála þér Hallur. Þessi mynd er einstaklega vel heppnuð, manneskuleg og skemmtileg. Þeir bræður eru í essinu sínu og virðast líða ágætlega fyrir framan myndvélina. Eins og þú á ég margar fínar endurminningar um Kjötborg í Búðargerði og væri ekki úr vegi núna að taka upp þráðinn þó svo að það sé örlítið lengra út í búð en var þá.
Sigurður Hrellir, 1.9.2008 kl. 09:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.