Aðgerðir jafnt sem aðgerðarleysi ríkisstjórnar dýpka kreppuna!

Það er grátlegt hvernig meira og minna allt sem ríkisstjórnin gerir - eða gerir ekki - verður til þess aðdýpka þá kreppu sem við göngum í gegnum núna.  Eins og allir vita þá voru aðgerðir ríkisstjórnarinnar síðastliðið haust þegar afgreidd voru verðbólgufjárlög þar sem ríkisútgjöld voru aukin um 20% - á röngum tíma - til þess að draga úr trausti erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála.

Eins og allir vita þá hefur endalaust aðgerðarleysi ríkisstjórnarinna nánast allt þetta ár orðið til að dýpka kreppuna. Ríkisstjórnin eyðilagði meira að segja þær aðgerðir sem hún boðaði með lántöku með aðgerðarleysi - lánið hefur aldrei verið tekið - og traust erlendra aðilja á stjórn íslenskra efnahagsmála minnkar enn. Aðgerðin að boða lántöku - sem ekki hefur verið framkvæmd - varð til að dýpka kreppuna!

Þá hafa aðgerðir umhverfisráðherra sem miða að því að slá af nauðsynlegar álversframkvæmdir á Bakka orðið til þess að dýpka kreppuna enn.

Að öðru leiti hefir aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar verið algert. ´

Ríkisstjórnin hefur ekki einu sinni rænu á samráði við aðilja vinnumarkaðarins - en miðstjórn ASÍ kallaði einmitt eftir slíku  breiðu samráði ríkisstjórnar, verkalýðshreyfingar og atvinnurekenda.

Væntanlega gerir ríkisstjórnin ekki neitt...

... og kreppan dýpkar!

 


mbl.is Kreppa af völdum ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Ráðherrarnir eru nú ekki hættir ábyrgðarleysi og vitleysu... held að þeir séu í einhverskonar keppni um það hver gerir mestu vitleysuna

G. Valdimar Valdemarsson, 28.8.2008 kl. 12:16

2 identicon

Þú skrifar: "

Þá hafa aðgerðir umhverfisráðherra sem miða að því að slá af nauðsynlegar álversframkvæmdir á Bakka orðið til þess að dýpka kreppuna enn.

Ertu alveg viss um að ákvörðun umhverfisráðherra slái af álversframkvæmdir? Ertu jafnvel sannfærður að ákvörðun umhverfisráðherra fresti yfir höfuð framkvæmdum? Var ekki samgönguráðherra að flýta Vaðlaheiðagöngum? Var ekki lenging Akureyrarvallar flýtt? Þú ert nú snöggur að svara þessu. kv gb

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband