Hanna Birna á uppleið en Dagur á niðurleið!
18.8.2008 | 09:08
Hanna Birna er á uppleið en Dagur B á niðurleið í könnunum Fréttablaðsins um hvern borgarbúar vilja sjá í sæti borgarstjóra! Dagur B. trónir þó enn á toppnum þar sem 43% vilja sjá hann sem borgarstjóra á meðan 33% borgarbúa vilja að Hanna Birna Krtistjánsdóttir verði borgarstjóri.
Þetta er mikil fylgisaukning við Hönnu Birnu, sem varla komst á blað í könnun blaðsins í febrúar. Hinsvegar dvínar fylgi Dags verulega, eða úr tæpum 57 prósentum í febrúar, niður í tæp 44 prósent núna. Í þriðja sæti kemur Svandís Svavarsdóttir með 9,9 prósenta fylgi.
Hanna Birna hefur alla burði til þess að auka fylgi sitt sem borgarstjóri muni. En þá verður hún að láta verkin tala - sem hún hefur alla burði að gera í samstarfi við Óskar Bergsson.
Fylgi við Svandísi Svavarsdóttur kann einnig aukast þegar líður á enda röggsamur forystumaður. Dagur mun væntanlega einnig verða áfram vænlegur kostur í hugum margra borgarbúa og reynir nú á hvort hann nær að halda sjó eða hvort niðurleiðin haldi áfram í næstu skoðanakönnun.
Minni hans vegar á að skoðanakannanir eru eitt - og kosningar annað. Það eru úrslit kosninga sem ráða - en ekki fylgi í skoðanakönnunum!
Stuðningur við Hönnu Birnu endurspeglar það fylgi sem ég taldi að borgarbúar hefðu við nýjan meirihluta borgarstjórnar, en það kom mér á óvart seint í gærkvöldi þegar ég sá fyrri könnun Fréttablaðsins og þegar ég sá að fylgi við meirihlutan var undir 30%.
Í þeirri könnun var jákvætt að sjá að Óskar Bergsson hefur rúmlega tvöfaldað fylgi sitt frá því í könnun Gallups á dögunum. Hann á allt undir því að standa sig vel á næstu mánuðum - eins og Hanna Birna. Framtíð þeirra - og reyndar flokkanna þeirra - byggir á því.
Samfylkingin og Vinstri grænir verða aftur á móti að gera allt til þess að halda því mikla fylgi sem þau fá í skoðanakönnunum. Bæði Svandís og Dagur B. eru afar öflugir stjórnmálamenn sem munu væntanlega njóta sín vel í stjórnarandstöðu gegn 4. meirihlutanum í borgarstjórn Reykjavíkur.
Þetta verða því spenndandi mánuðir framundan í borgarmálunum - og stefnir í sögulegar kosningar eftir tæp tvö ár - hvernig sem allt mun þróast.
Þriðjungur styður Hönnu Birnu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Facebook
Athugasemdir
Hallur, ertu ennþá að hlusta á fréttir í gegnum gömlu græjurnar sem ég seldi þér um árið? Gæti hugsast að þú heyrir ekki nógu vel það sem sagt er? Viltu að ég kíki á þetta fyrir þig?
Stuðningur við valdarán nr. 4 mældist 26,2% í nýrri skoðanakönnun og því fer sannast sagna ekki mjög vel á því að tala um "meirihluta" þó svo að vissulega sé um höfðatölu borgarstjórnar sé að ræða. Það sorglega er að títtnefndur "meirihluti" er EKKI með meirihluta atkvæða í kosningunum 2006 á bak við sig en þá fékk Framsókn 6,3% og Sjallarnir 42,9%. Samtals gerir þetta 49,2% og er þó ekki tekið tillit til auðra atkvæða og ógildra!
Það er reyndar alveg rétt hjá þér að skoðanakannanir eru eitt og kosningar annað. Eflaust mun Óskar Bergsson vinna markvisst að því að auka fylgi flokksins í Reykjavík til að forða honum frá því að þurrkast út. Það gæti hann t.d. gert með því að stunda fyrirgreiðslupólitík að hætti Framsóknar og styðja sérstaklega við hópa og einstaklinga sem hann telur líklegt að muni kjósa hann að launum.
Málið er að Framsókn stefnir hraðbyri til glötunar og það er alls ekkert sniðugt að setja drukknandi mann við stýrið.
Sigurður Hrellir, 18.8.2008 kl. 10:08
Viðskiptin með gömlu græjurnar eru að líkindum einn besti bissniss sem ég hef gert. Ekki peningalega eins og þú veist - heldur lærdómurinn sem ég dró af þeim!
Meirihlutinn í borgarstjórn er meirihluti sem byggir á úrslitum síðustu kosninga. Það eru þær sem telja - eins og þú veist eflaust!
Þótt formaður ungra jafnaðarmanna vilji beita ofbeldi með því að setja bráðabirgðalög til að boða til kosninga í Reykjavík - sem ekki er lagaheimild fyrir - þá gilda úrslit kosninga en ekki skoðanakannanir.
Enda væri stutt í endalok lýðræðisins ef slík vinnubrögð væru viðhöfð. Minni td. á þekktan "þjóðernisjafnaðarmann" fyrr á öldinn sem var að "einfalda lýðræðið" sem slíkum inngripum.
Meintur meirihluti Samfylkingar í fyrrnefndri skoðanakönnun byggir á 46,8% atkvæða! Þannig að þær hártoganir segja lítið.
Staðreyndin er hins vegar sú að Hanna Birna er á uppleið en Dagur B á niðurleið í skoðanakönnunum! Til að gleðja þig þá er Óskar Bergsson líka á uppleið í skoðanakönnunum!
Spái því að hatrammir andstæðingar Framsóknarflokksins verði fyrir vonbrigðum í næsti kosningum - og að Óskar muni fá endurnýjað umboð frá kjósendum fyrir áframhaldandi setu Framsóknarmanna í borgarstjórn. Það er þó engan veginn víst - eins og þú bendir á. Það mun velta á Óskari Bergssyni. Reynar er Óskar ekki svo ólíkur Snorra Steini. Á það til að jafna leikinn á síðustu sekúndu!
Hallur Magnússon, 18.8.2008 kl. 10:24
Þegar staðan er slæm að þá er um að gera að finna eitthvað jákvætt í henni, jafnvel þó maður þurfi að teygja sig aðeins til þess að finna það.
Það er vissulega gott að Hanna Birna hafi meiri stuðning sem borgarstjóri núna þegar hún tekur við því embætti en þegar Ólafur F var borgarstjóri og hún var ekki einu sinni oddviti. Eða réttara sagt, Það væri enn verra ef hún hefði ekki meiri fylgi en þegar hún kepptist sjálf við að lýsa trausti yfir á Ólaf og Villa í það embætti.
Það getur nefnilega ekki talist gott þegar innan við þriðjungur borgarbúa styðja starfandi borgarstjóra.
Það er síðan rétt að það eru kosningarnar sem gilda. Kannanir hafa hins vegar sýnt okkur að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú í annað sinn á kjörtímabilinu stofnað til meirihlutasamstarfs í óþökk mikils meirihluta borgarbúa. Og það telst ekki sérlega lýðræðislegt í mínum bókum.
Ingólfur, 18.8.2008 kl. 11:59
Sæll. Það kemur ekki á óvart að Dagur tapi fylgi enda ótrúlega leiðinlegur maður og lítið í hann varið.
Rauða Ljónið, 18.8.2008 kl. 15:24
Þó það nú væri að nýr leiðtogi Sjalla bæti við sig... hún var nefnilega ekki forustumaður sjalla í janúrar.... það er kátbrolegar vandræðalegar tilraunir til að sjá eitthvað jákvætt út úr þessum könnunum. Sama hvað þú remist væni þá er þetta voðalegt fyrir þennan nýja meirihluta
Jón Ingi Cæsarsson, 18.8.2008 kl. 16:23
Alveg er það merkilegt með þessa sjálfstæðismenn,þeir eru svo húsbóndahollir.Það er alveg sama hvaða vitleysa er í gangi alltaf er skriðið fyrir þessu liði.Þeir myndu kjósa hund væri hann í framboði fyrir flokkinn.Enda væri sjálfsagt gáfulegra geltið í honum heldur en þessu gráðuga snobbliði sem er þarna að verki.
hh (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 17:28
Hallur minn, það er ekki bara fylgið sem hrynur af flokknum þínum. Efstu menn af listanum í Reykjavík týna hratt tölunni og greinilega eitthvað sem undir býr. Hann bloggfélagi þinn og Framsóknarbróðir GVald ætti kannski að velta því fyrir sér áður en hann kallar mig rógbera og lygara næst.
Sigurður Hrellir, 18.8.2008 kl. 17:30
Ég held að Hallur sé hallur undir Hönnu Birnu. Hann er talnaglöggur líkt og Sigurður Jónsson sveitastjóri. Ég vona að þessir menn verði atkvæðamiklir í Sjálfstæðisflokknum í kringum næstu sveitastjórnarkosningar. Þeir kunna það að telja (bókstaflega) kjark í mannskapinn.
Hjálmtýr V Heiðdal, 18.8.2008 kl. 17:31
Þessi breyting að Dagur blaðurskjóða er að missa fylgi og Hanna Birna að bæta við sig er vísbending um að við munum sjá sf dala í skoðanakönnunum á komandi vikum og mán og mun enda sem örflokkur þegar kosningaúrslit liggja fyrir í mai 2010.
Óðinn Þórisson, 18.8.2008 kl. 18:28
Ég hef aldrei kosið hvorki sjálfstæðisflokkinn eða samfylkinguna.En guð minn góður kæri Óðinn þú hefur greinilega ekki verið að fylgjast með undanfarið.Ég hef nú aldrei hvorki heyrt eða séð aðra eins blaðurskjóðu og Hönnu Birnu ,hún talar svo hratt og mikið að henni svelgist á greyinu.Svo rignir upp í nefið á henni af monti .Um Dag hef ég svosem ekkert að segja nema han er mun málefnalegri og kusteisari.Þú ert greinilega einn af þeim sem eltir geltið í þessu liði.
hh (IP-tala skráð) 18.8.2008 kl. 18:53
22% raun fylgistap hjá Degi B. Eggertssyni.
Munurinn á tæpum 57% og tæpum 44% eru 13% stig (prósentustig)
Það er því fylgistap uppá um 22% af höfðatölu.
Ef 57 manns fylgdu honum en nú 44 manns 13 færri, þá er það 22% fylgistap!
Megi vegur Hönnu Birnu vaxa í hlutfalli við fylgisaukningu hennar frá síðustu skoðanakönnunum, en komin í 32% fylgi úr nánast ekki neinu er mjög flott. Hún er ekki ennþá orðin borgarstjóri og samt þetta.
Áfram stelpa!
Kær kveðja, Björn bóndiïJð<Sigurbjörn Friðriksson, 19.8.2008 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.