Samfylking og Óskar Bergsson
16.8.2008 | 09:04
1. Samfylking hafnar R-listatilboði Óskars Bergssonar
2. Samfylking "gleymir" Óskari í skoðanakönnun um árangur borgarfulltrúa
3. Samfylking sniðgengur Óskar í allri umræðu um borgarmál þar sem til dæmis ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson ræðir sífellt um samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarmálum til framtíðar, en sleppir Framsóknarflokknum
4. Samfylking þverneitar að íhuga að endurskoða afstöðu sína til helsta baráttumáls Óskars, uppbyggingu atvinnumála með nýtingu gufuafls við Bitru.
5. Samfylking og Vinstri grænir setja upp klækjaleikrit þar sem Óskar Bergsson á að leggja pólitískt líf sitt í hendur Ólafs Friðkriks fráfarandi borgarstjóra, biðja hann um að standa upp úr stólnum og lofa að ganga aldrei nokkurn tíma til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Þá kannske myndi Ólafur Friðrik gefa Tjarnarkvartettinum líf. Kannski.
6. Samfylking sakar Óskar Bergsson um svik við Tjarnarkvartettinn!
Halló! Hver hefur verið að svíkja hvern?
Samfylkingin hafnaði nýjum Reykjavíkurlista | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:07 | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 09:07
Og annað, svik við Tjarnarkvartettinn? Var eitthvað formlegt samstarf í gangi eins og kosningabandalag? Ef Óskar hefði ekki myndað meirihluta með sjálfstæðismönnum er vandséð annað en raunveruleg stjórnarkreppa hefði tekið við. Þetta var eini raunhæfi möguleikinn í stöðunni fyrst Ólafur F. sat sem fastast og VG og Samfó vildu ekki vinna með sjálfstæðismönnum og Samfó ekki með Ólafi F.
Hjörtur J. Guðmundsson, 16.8.2008 kl. 09:09
Strákar, ég er orðinn svo ruglaður í þessu öllu saman að ég er skil ekki orðið neitt í neinu. Eitt veit ég þó, "NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA". Með beztu kveðju.
Bumba, 16.8.2008 kl. 09:18
Út af hverju ætti 30%+ flokkur að sætta sig við það að 2% flokkur fengi jafnmarga fulltrúa í borgarstjórn? Framsókn er bara flokkur sem er með valdamikla menn á bak við sig úr viðskiptalífinu og ef þeir bindast böndum við valdamikla menn úr Sjálfstæðisflokknum þá er niðurstaðan þessi sem hún er í dag. Peningaöflin ráða og þið framsóknarmenn og Sjálfstæðismenn eruð búnir að koma málum þannig fyrir í þessu landi að örfáir einstaklingar ráða öllu. Óréttlætið sem þið hafið gert þjóðinni í hverju málinu á fætur öðru er á góðri leið með að reka fleig í hjart þjóðarinnar og ekki furðulegt þó framsókn sé að þurkast út. Ég hef í raun samúð með fólki sem kýs þessa flokka. Þetta er eitthvert snobb og þá sérstaklega hvað Sjálfstæðisflokkin varðar. Maður þekkir verkafólk sem kýs þennan flokk, flokk sem aldrei hefur viljiað ljá máls á því að setja á fót almennilega fjölskyldustefnu hér á landi. Þetta kýs svo verkamaðurinn og segir um leið ,,ég er mikill maður, ég kaus Sjálfstæðisflokkin". Svo langar mig að segja eitt enn og það er að mér finnst það alltaf jafn furðulegt þegar menn banna komment á síðunni sinni. Litlir meiga menn vera ef þeir geta ekki varið málstað sinn. Það er þó kannski í lagi að henda út kommenti ef það eru fúkyrði eða að mönnum sé hallmælt á ljótan hátt, en að banna komment bara af því maður er ekki sammála lýsir bara málefnastöðu viðkomandi. Þetta eru sérstaklega Sjálfstæðismenn og trúaðir. Þeir taka það til sín sem eiga. Ég tek það þó fram að Hallur Magnússon er ekki einn af þeim.
Valsól (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 09:30
Sammála þér Hallur.
Ég held að allir sjái það að þetta var eini kosturinn á meirihuta.
Þetta samstarf á eftir vera gott fyrir Reykjavík og Reykvíkinga og verður minnst sem kjörtímabil Framsóknar og Sjálfstæðisflokks að 10 mán undanskildum.
Klækjastjórnmál, ég held að Óskar hafi útskýrt klækjastjórnmál sf og vg mjög vel í sjónvarpinu í gær.
Óskar axlaði ábyrgð og á hrós skilið fyrir það.
Óðinn Þórisson, 16.8.2008 kl. 09:53
Eina haldreipi stjórnmálasamtaka í samstarfi við aðra er skýr málefnasamningur samþykktur af rétt boðuðum fundi viðkomandi stjórnmálasamtaka.
Góðir húsfélagsformenn fara ekki einir á fundi, er þeir reka erindi fyrir umbjóðundur sína.
Þeir valda sig með því að taka einhvern með sér úr stjórn til að vera til frásagnar um hvað hafi borið á góma.
Óskar Bergson er uppvís af því að hafa varamann sinn ekki með í ráðum.
Nú er að sjá hvaða útivistarreglur Hanna Birna setur Óskari og með hverjum hann má sjást á almannafæri. Hvað má hann segja á opinberum vettvangi og hvaða yfirlýsingar má hann gefa í fjölmiðlum? Má hann fara á sveitaball?
Getur verið að Sjálfstæðismenn líti á Óskar sem uppbótarmann fram að kosningum?
Þorsteinn H. Gunnarsson (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 10:36
Hallur, það var enginn að svíkja neinn .. nema þá borgarbúa. Þessi samantekt þín um samfylkinguna er frekar barnaleg í ljósi framferðis sjálftektarflokksins hans Hjörts.. enda sýna allar skoðanakannanir það að Framsókn og F listi eru útdauðir í reykjavík og er það vel.. sjálftektarflokkurinn er kominn í fjórðungsfylgi og ekki mikil hætta á að það batni hjá þeim.
Sjálftektarflokkurinn fékk að kenna á Alfreð í Rei málinu og núna kemur sami maður og gerir það sama gagnvart tjarnarkvartettnum og valdasýki og siðblinda sjálftektarflokksins kemur í veg fyrir að þeir sjá í gegnum meistara klækja stjórnmálanna.
Öll framganga sjálftektarflokksins á þessu kjörtímabili er ein samfelld falleinkunn.. í öllum málum og málefnum sem þeir hafa komið nálægt og þetta auma yfirklór Óskars um það að þetta hafi verið hans skylda er kjaftæði.. honum bar engin skylda til að bjarga sjálftektarflokknum upp úr forarpyttinum sem þeir eru komnir í fyrir löngu.. valdagræðgi og baktjaldastjórnmál framsóknar réð ferðinni.
til hamingju með bitruvirkjun Hvergerðingar.
Óskar Þorkelsson, 16.8.2008 kl. 10:46
Valsól!
Hver var að tala um að R- lista samstarfi yrði kvóto 2 fulltrúar á flokk?
Ein leið hefði getað verið sameiginlegt prófkjör. En þetta er liðin tíð - þar sem Dagur B. vildi ekki formlegt samstarf.
Staðhæfingar þínar um Framsókn eru að mínu mati ekki réttar - en látum það liggja milli hluta að sinni :)
Sammála þér um kommentin! Menn verða að vera menn að taka gagnrýni og komment á blogg sín. Það er hin lýðræðislega umræða - sem er nauðsynleg! Ef athugasemdir eru ósæmilegar - þá dæma þau sig og þá sem skrifa þær sjálfkrafa úr leik í hugum lesenda.
Svo einfalt er það.
Hallur Magnússon, 16.8.2008 kl. 10:47
Framsókn gat bara sleppt því að gefa Sjálfstæðismönnum undir fótinn og leyft 3ja meirihlutanum að hengja sig áfram. Þið þurfið nú ekki að búa til svona svikalista til að afsaka það að gerast nýja hækjan.
Reyndar er þetta ósköp skiljanlegt, því þetta er sennilega eini leikurinn sem gæti virkað í stöðunni svo að Framsókn þurrkist ekki út í borginni.
Billi bilaði, 16.8.2008 kl. 11:18
Fyrst af öllu Hallur, Til hamingju með nýja meirihlutann í Reykjavík sem verður án efa höfuðborgarbúum til mikils sóma.
Mjög áhugaverður listi hjá þér. En finnst samt ýmislegt vanta á hann t.d þegar Dagur var að kann stöðu sína hér í borginni og "gleymdi" að telja Óskar upp sem oddvita.
Óttarr Makuch, 16.8.2008 kl. 11:30
Með fullri virðingu fyrir Marsibil og hennar prinsippum get ég ekki séð að afstaða hennar skapi henni eitthvað í öðrum flokkum. Fólk eins og hún er þyrnir í augum flokkseigenda sem gefa (eins og dæmin með Samfó sýna gleggst) ekki mikið fyrir loforð og yfirlýsingar þegar að myndun meirihluta kemur. Hún yrði meiri manneskja ef hún notar helgina til þess að skoða sín mál gagnrýnum augum og velta hverjum steini í leit að því hvort aðrir möguleikar en borgarstjórn með þáttöku sjálfstæðismanna hafi verið raunhæfur. Hún hefur sjálf sagt að henni hugnist ekki að eiga mikið undir Ólafi F. Eitt getur hún verið viss um; ef Samf. eða V.Grænum hefði verið boðið uppá samning sem ekki bauð uppá mikinn málefnaágreining hefðu þeir hlaupið hraða en nokkur annar í faðminn. Það er nefnilega eins og hún segir sjálf ekki málefnaágreiningur sem kemur í veg fyrir stuðning hennar heldur eitthvað sem hún sér í baksýnisspeglinum. Og það; ætti hún að þekkja úr meðferðarbransanum, er ekki gott fyrir þá sem ætla að eiga sér einhverja framtíð.
Frammarinn (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 12:28
Halló, eru Framsóknarmenn baráttumenn fyrir framhaldi R-lista. Það var erfitt að fá þá inn í það á sínum tíma og því var kennt um að flokkurinn tapar fylgi. Enn og aftur opinn og viljugur til beggja enda. Nú er þó komið að endanlegu uppgjöri á dánarbúinu og eitthvað er nú komið til síns frændgarðs hjá íhaldinu og verður þar.
Samfylkingin hefur auðvitað, með 47,8% fylgi, ekki áhuga á samstarfi á jafnræðisgrundvelli við flokk með 2% fylgi um myndun R-lista. Óskar er bara að slá ryki í augu kjósenda afhverju hann og Guðni ákváðu að velja samstarf við íhaldið. Þó Ólafur hafi veitt Tjarnarkvartet brautargengi, þá var það bara ekki í handritinu sem Óskar hafði fengið frá Guðna og Geir.
Ef að Framsóknarmenn gera ráð fyrir að vera í einu og öllu undir væng Samfylkingarinnar, þá verða þeir bara að ganga í flokkinn. Ég vona að Marsibil Sæmundardóttir geri það.
Gunnlaugur B Ólafsson, 16.8.2008 kl. 16:20
+Eg rifja nú bara upp viðskilnaðinn við Björn Inga - - og hef það á tilfinningunni að ef einhver er illa svikinn þá séu það þeir sem stóðu á bak við hann þegar Sjálfstæðismenn bakstungu hann. Held að Samfylkingin hafi þá staðið sig betur gagnvart Framsóknarmanninum - en framsóknarmaðurinn virðist hafa gert núna gagnvart sínum eigin flokksmönnum og gagnvart samstarfinu sem tóks með Tjarnarkvartettinum og síðan í minnihlutanum.
Benedikt Sigurðarson, 16.8.2008 kl. 19:05
Bara að minna Benedikt á afdráttarlaust loforð ISG um enga stjórnarsamvinnu nema að eftirlaunaósóminn verði afnuminn strax. Tali hann svo um bakstungur. Eitt er að wheela og deela með öðrum sama sinnis (aka stjórnmálamönnum). Annað að svíkja það sem er almennum kjósanda því sem næst heilagt. Hafðu það í huga. Hugsaðu frekar um að fá þína menn til að efna sín skilyrðislausu loforð heldur en brigsla mönnum um svik sem eru að reyna að koma skikk á höfuðborgina. Líka þína höfuðborg þó þú sjáir það ekki alltaf fyrir sveitamannsgleraugunum.
frammarinn (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 21:50
Sæll félagi. Langar gjarnan að koma með smá áthugasemdir við þessa færslu.
1. Samfylking hafnar R-listatilboði Óskars Bergssonar
Ertu þá að reyna að halda því fram að Vinstri grænir hafi viljað endurvekja R-listann? Eða finnst þér það ekki skipta máli hvort hugmynd Óskars um nýjan R-lista hafi verið raunhæf? Skil þó vel að maður með 2% fylgi á bak við sig vilji R-listasamstarf.
2. Samfylking "gleymir" Óskari í skoðanakönnun um árangur borgarfulltrúa
Samfylkingin gleymdi engum Hallur. Þú ert að vitna í skoðakönnun sem var víst gerð að frumkvæði Samfylkingar og var til þess ætluð að kanna hvaða fólk borgarbúar vildu helst sjá í embætti borgarstjóra (leiðréttu mig ef ég fer rangt með). Þar hafði líklega bara enginn hugmyndaflug til að láta sér detta í hug að setja inn nafn Óskars Bergssonar, enda engin heilbrigður grundvöllur til að ætla sér að hann ætti eitthvað í það embætti að gera, þriðji maður á lista flokks sem mælist varla í borginni.
3. Samfylking sniðgengur Óskar í allri umræðu um borgarmál þar sem til dæmis ofurbloggarinn Össur Skarphéðinsson ræðir sífellt um samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna í borgarmálum til framtíðar, en sleppir Framsóknarflokknum
Já, áhrifamikil eru orð Össurar.........Samfylkingin þarf sem betur fer ekki að kvarta undan því að vera ekki nefnd í skoðanakönnunum eða á bloggi einhverra útí bæ. Kannski ættu menn að íhuga stöð stjórnmálaflokks sem er komin í slíka tilvistarkreppu?
4. Samfylking þverneitar að íhuga að endurskoða afstöðu sína til helsta baráttumáls Óskars, uppbyggingu atvinnumála með nýtingu gufuafls við Bitru.
Ég minni þig enn og aftur á að við erum að tala um Samfylkinguna annars vegar, flokk sem hefur í síðustu mælingum komist nálægt því að hafa hreinan meirihluta í Reykjavík og svo hins vegar stjórnmálaflokk sem mælist með svo lítið fylgi að það er varla hægt að tala um raunverulega tilvist hans í borginni.
Datt Óskari aldrei sjálfum í hug að endurskoða bara afstöðu sína til málsins, víst það angraði hans pólitíska hjarta svona mikið?
5. Samfylking og Vinstri grænir setja upp klækjaleikrit þar sem Óskar Bergsson á að leggja pólitískt líf sitt í hendur Ólafs Friðkriks fráfarandi borgarstjóra, biðja hann um að standa upp úr stólnum og lofa að ganga aldrei nokkurn tíma til samstarfs við Sjálfstæðismenn. Þá kannske myndi Ólafur Friðrik gefa Tjarnarkvartettinum líf. Kannski.
Þetta er léleg eftirá skýring. Þú veist jafn vel og ég og aðrir sem hafa fylgst með þróun borgarmála undanfarið að það var bara spursmál um daga hvenær þessi meirihluti myndi springa. Óskar hafði því raunverulega valkosti. Hann gat gert tvennt:
1. Hann gat hoppað uppí rúm með Sjálfstæðisflokknum og fengið vel greitt fyrir í formi valdastóla, langt umfram það sem getur talist eðlilegt miðað við þann stuðning sem flokkur hans hefur í borginni
eða
2. Sýnt að hann bæri virðingu fyrir borgarbúum og þeirra vilja og sagt nei við slíkum gylliboðum. Það hefði einfaldlega þýtt að fráfarandi stjórn hefði sprungið og svokallaður tjvarnarkvartett hefði tekið við. Ólafur hefði farið sjálfviljugur, enda ekki hægt að ímynda sér hann hangandi á sinni stöðu við það ástand. Hann hefði einfaldlega ekki haft neinn kost annan en að víkja fyrir varamanni sínum.
En við vitum hvað hann gerði - stólarnir greinilega númer eitt, tvö og þrjú.
6. Samfylking sakar Óskar Bergsson um svik við Tjarnarkvartettinn!
Samfylkingin gerði það aldrei, hún sakaði hann hins vegar réttilega um svik við borgarbúa.
Bestu kveðjur
Gunnar Axel
Gunnar Axel Axelsson, 16.8.2008 kl. 22:10
Það að halda því fram að Ólafur F. myndi víkja úr borgarstjórn fyrir Margréti Sverrisdóttir er hlægilegt. Kom aldrei til greyna enda hafa þau ekki talast við síðan daginn sem F og D meirihlutinn var myndaður.
Óðinn Þórisson, 17.8.2008 kl. 15:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.