Baugspenna no 1 falið að lappa upp á vafasama ímynd Ólafs Friðriks?!
12.8.2008 | 23:04
"...tók Ólafur fálega í hugmyndir sjálfstæðismanna að bæta framsóknarmönnum inn í meirihlutasamstarfið."
Svo segir í frétt á visir.is.
Ekki þykir mér það undarlegt þar sem Óskar Bergsson hefur alla tíð verið harður - en málefnalegur - í andstöðu sinni við staðnaðri 19. aldar stefnu borgarstjórans!
... en ætli Sjálfstæðismenn hafi tekið með fögnuði - eða tekið því fálega - að Ólafur Friðrik hafi ráðið Baugspenna no 1 - Gunnar Smára Egilsson - til að lappa upp á illa beyglaða ímynd borgarstjórans í fjölmiðlum?
PS.
Var að sjá að Gunanr Smári hefur 6 vikur til að lappa upp á andlit Ólafs Friðriks í fjölmiðlum og mun andlitslyftingin kosta borgina 1.239.000 kr án vsk - eða rúma 1,5 milljón.
Það finnst mér reyndar spottprís miðað við verkefnið!
Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:46 | Facebook
Athugasemdir
Ég er hræddur um að Gunnar Smári tæki meira fyrir og þyrfti lengri tíma til að lappa upp á bæði beyglaða og götótta ímynd Guðna Ágústssonar.
Tækifræismennska Framsóknar opinberaðist vel í fréttum gærkvöldsins þegar Guðni hvatti Óskar til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn í borginni. Og þú virðist vera á sama báti. Nú spyr ég. Hafið þið enga sjálfvirðingu í Framsóknarfjósinu?
Dunni, 13.8.2008 kl. 07:02
Framsóknarmenn fara ekki inn nema Borgarstjórinn taki hatt sinn og staf.
365, 13.8.2008 kl. 09:56
Geta þeir þá verið stoltari sem hækjur undir báðum handakrikum Sjálfstæðisflokksins ásamt því a kyngja stóru orðunum sem þeir viðhöfðu um flokkinn bæði þegar 100 daga meirihlutinn tók við völdum og eins þegar Sjáfstæðismenn keyptu Ólaf og mynduðu nýjan meirihluta og borguðu með fyrir borgarstjórastólnum.
Þeir eru stoltir og stórhuga í fjósamannaflokknum núna.
Dunni, 13.8.2008 kl. 12:24
Dunni!
Óskar Bergsson skuldar Tjarnarkvartettinum ekki neitt!
Það hefði verið nær að helsti oddviti Tjarnarkvartettsins Dagur B. Eggertsson hefði staðið saman með Óskari - í stað þess að vinna gegn honum og meðvitað reyna að sniðganga Óskar og reyna að þegja hann í hel!
Dagur B. ákvað að skilja Óskar útundan í spurningalistanum sem Samfylkingin lét Félagsvísindastofnun spyrja kjósendur - þegar spurt var um hvernig einstakir borgarfulltrúar stæðu sig!
Það var greinilegt að Dagur B. ætlaði að þegja Óskar í hel - enda Óskar á þeim tíma farinn að skyggja á Dag í borgarmálaumræðunni - með staðföstum málflutningi sínum gegn vonlausum borgarstjóra.
Þá bætti Dagur B og Samfylkingin ekki úr skák þegar fagnað var ógurlega - án þess að ræða málin við Óskar - þegar Bitruvirkjun var slegin af - þjóðinni og sérstaklega Þorlákshafnarbúum til mikils skaða.
Óskar skuldar Tjarnakvartettinum hans Björns Inga ekki neitt! Tjarnarkvartettinn hefur ítrekað reynt að sniðganga Óskar.
Hins vegar hefur Óskar verið fullkomlega tryggur Tjarnarkvartettinum - þótt ýmsum Framsóknarmönnum hafi fundist það einum of mikið trygglyndi miðað við framkomu Dags B. og Samfylkingarinnar í hans garð!
Það er fyrst og fremst ótrygglyndi annarra í Tjarnarkvartettinum - og gersamlega óhæfur meirihluti með borgarstjórann í farabroddi - sem hefur orðið til þess að Framsóknarmenn eru reiðubúnir að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokk - ef það má verða til þess að koma skynsamlegum málefnum á rekspöl - og losa borgarbúa við farsann í ráðhúsinu.
Hallur Magnússon, 13.8.2008 kl. 13:04
Ótrúlegt væl í þessum Frömmurum. Það er alltaf öllum öðrum en þeim sjálfum að kenna þegar þeir ná ekki árangri.
Að sjálfsögðu er Óskari frjálst að fara í samstarf við Sjalla. Hann hefur gefið loforð um að styðja stjórnarandstöðuna í borginni og fara ekki í samstarf með Sjálfstæðismönnum. Honum er að sjálfsögðu frjálst að svíkja það. Þetta væl hér að ofan um að Óskar skuldi Tjarnarkvartettinum ekki neitt er náttúrulega bara kjánaleg tilraun til að réttlæt það að svíkja þau loforð sem gefin hafa verið. Ég efast hins vegar um hvort það er honum eða Framsókn til framdráttar en Framsóknarmenn ráða hreinlega ekki við sig þegar þeir fá tækifæri til að ná völdum og komast í opinbera sjóði...
IG (IP-tala skráð) 13.8.2008 kl. 15:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.