Var einhver æðri í utanríkismálunum en Halldór utanríkisráðherra?
12.8.2008 | 18:44
Davíð Oddsson hefur greinilega lagt mikla áherslu á að fylgja árásarstefnu Bandaríkjanna á Írak eftir af fullri hörku og án málalenginga sem fælust í lengri fresta Alþjóða kjarnorkueftirlitisstofnunarinnar og nýrri ályktun Sameinuðu þjóðanna. Væntanlega hefur ákafi Davíðs falist í því að hann virklilega trúði lygavef Bush Bandaríkjaforseta um gjöreyðingarvopn í Írak.
Halldór Ásgrímsson vildi hins vegar gefa þann slaka sem óskað var eftir til kjarnorkueftirlits og jafnvel nýrrar ályktunar Sameinuðu þjóðanna. Það eru engin ný tíðindi.
Það eru hins vegar tíðindi að svo virðist sem farið hafi verið framhjá Halldórí Ásgrímssyni utanríkisráðherra þegar utanríkisráðuneytið var í samskiptum við Breta vegna fyrirhugaðrar árásar á Írak.
Gæti það bent til þess að enn á þessum tíma hafi "ósýnilegt" yfirvald hægrimanna verið starfandi - yfirvald sem á tímum kalda stríðsins ákvað hverja skyldi hlera og hverja ekki?
Eða hvað á Valur Ingimundarson við þegar hann segir upplýsingar um að Halldór hafi ekki átt í samskiptum við Breta gegnum utanríkisþjónustuna - heldur einhverjir aðrir - séu upplýsandi? Eigum við eftir að fá enn eina sprengjuna í grein frá Vali?
Auðvitað á að skapa rannsóknarnefnd til að skoða málið. En veit núverandi utanríkisráðherra meira um málið en hún gefur upp? Vill hún ekki rugga stjórnarskútunni með slíkri rannsóknarnefnd? Maður bara spur :)
Röng og ólögmæt ákvörðun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:45 | Facebook
Athugasemdir
Ég vill fá að vita hver leyfði þetta og þá verður hinn sami skotinn,svona nokkuð á að fara í þjóðaratkvæðisgreiðslu því þetta kemur öllum íslendingum við.
Til hvers er ég að borga skatta(laun ríkismanna)ef það er sneitt svona framhjá manni,ég ætla mér alla vegana að sleppa því að kjósa næst þegar sá tími gengur í garði því að ég er betur settur með kúk í ríkistjórn frekar enn svoan skíta lið!!!
Jón Kristinn Pálsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:59
http://www.btinternet.com/~nlpWESSEX/Documents/WATBushplansforwarandoil.htm
ee (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 19:15
Það slitnaði nú aldrei slefan á milli þeirra Lautinantana Davíðs og Halldórs í þessu máli frekar en fjölmiðlafrumvarpinu eða öðrum málum. Aldrei, Halldór þumbaðist bara við og var engu skárri, sama hvað aðrir í flokknum hans sögðu. Hann hefði kanski betur látið brjóta á þessu máli. Þá væri Framsókn kanski ekki í þeirri eyðimerkurgöngu og miklu niðurlægingu sem flokkurinn svo sannarlega er í, í dag. Þetta er búið Hallur !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 20:12
Eru það nú ekki Framsóknarmenn sem skulda skýringarnar - amk. frekar en ISG?
Hallur það var á ábyrgð Framsóknarflokksins - og ekki síst formansins þáverandi - sem ákvörðunin um stuðning við ólögmæta innrás í Írak var tekin. Ef þið Framsóknarmenn eruð óhressir með að hafa látið mokka ykkur þá vona ég að Samfylkingin fari ekki að hreinsa ykkur upp í þessu máli.
Félagshyggjan og sjálfstæð og ábyrg utanríkisstefna þarf auðvitað á því að halda að Framsóknarmenn verði aftur þeimmegin - - en þeir verða sjálfir að vilja það.
IÐrunarferli Framsóknar í Íraksmálinu verður að byrja með því að Halldór og Guðni og Valgerður biðji þjóðina og kjósendur flokksins afsökunar á svívirðunni . . . eftir slíka hreinsun getið þið ætlast til að mark verði tekið á ykkur almennum framsóknarmönnum í utanríkismálum . . fyrr ekki
Benedikt Sigurðarson, 12.8.2008 kl. 23:10
Benedikt!
Vissulega er Íraksmálið erfitt fyrir Framsóknarmenn - og ábyrgð Halldórs of þal. flokksins í því máli skýr! Það voru skelfileg mistök - stærstu mistök Halldórs - sem ekki ráðfærði sig við flokksmenn í því máli!!!
Hins vegar skýtur það skökku við miðað við fyrr yfirlýsingar - að Ingibjör Sólrún leggist gegn því að sérstök rannsóknarnefnd skoði málið! Auðvitað á að rannsaka málið í kjölinn!!!
Ég efast um að það bæti stöðu Framsóknarflokksins - enda er mér sama um það. Það verður hins vegar að fá allan sannleikan í aðdraganda þessara hræðilegu mistaka íslenskrar utanríkisstefnu upp á yfirborðið. Ingibjör Sólrún á ekki að standa í vegi fyrir því.
Endurtek því:
"Auðvitað á að skapa rannsóknarnefnd til að skoða málið. En veit núverandi utanríkisráðherra meira um málið en hún gefur upp? Vill hún ekki rugga stjórnarskútunni með slíkri rannsóknarnefnd? Maður bara spur :)"
Hallur Magnússon, 12.8.2008 kl. 23:20
Getur það verið að hið "ósýnilegt[a] yfirvald hægrimanna", sem vissulega er staðreynd, sé að störfum aftur og hafi sett þumalskrúfu á ISG?
Villi Asgeirsson, 13.8.2008 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.