Hanna Birna - hringdu í Óskar!

"Fyrsti meirihluti kjörtímabilsins fylgdi hins vegar allt fram að októberslysinu skynsamlegri stefnu bæði um orkunýtingu og skipulagsmál. Lengst af naut hann auk þess trausts og ágætra vinsælda. Endurnýjun á samstarfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í borgarstjórn er satt best að segja líklegt til að leysa borgina úr þeirra málefnakrísu sem hún er í."

Þetta eru orð Þorsteins Pálssonar fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins í leiðar Fréttablaðsins í dag.

Þorsteinn bætir um betur og segir í niðurlagi leiðarans:

"Mest er þó um vert að ríkir almannahagsmunir kalla á breytt ástand. Að því virtu er svarið við spurningunni um málefnalega þörf á nýjum borgarstjórnarmeirihluta. Já."

Hvernig væri að Hanna Birna Kristjánsdóttir hlustaðu á þennan fyrrum formann Sjálfstæðisflokkinn, taki upp símann, hringi í Óskar Bergsson og freisti þess að endurnýja meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks á málefnalegum grundvelli?

Eða er Hanna Birna ekki raunverulegur oddviti Sjálfstæðisflokksins? 

Er hún kannske í Gíslingu félaga sinna í Sjálfstæðisflokknum - mannanna sem bera ábyrgð á mistökunum með Ólaf Friðrik - þeim Vilhjálmi Þ Vilhjálmssyni og Kjartani Magnússyni?  Setja þeir eigið stolt ofar hagsmunum borgarbúa?

Ég vona að svo sé ekki.

Hanna Birna - hringdu í Óskar. Hann segir í versta falli bara nei!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Það er nú aldeilis að  þið framsóknarmenn eruð sjúkir í völd, hafið þið ekki tekið eftir að framsókn er að þurrkast út í borginni ? og ef þeir ætla að verða hækja undir íhaldinu enn og aftur þá þarf ekki að spyrja að endalokunm. 

Skarfurinn, 12.8.2008 kl. 09:11

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Skarfur! 

Þú ert semsagt stuðningsmaður Ólafs Friðriks sem borgarstjóra?

Óskar þess að hann sitji við völd út kjörtímabilið með ófyrirsjáanlegum afleiðingum?  Sérðu einhvern annan stjórntækan meirihluta til að bjarga borginni en Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk?

Hallur Magnússon, 12.8.2008 kl. 09:15

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Sæll Hallur - alveg sammála þér.

Kanski er Skarfur einn af þessu 1% sem styður Óla F.

Vandamál Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík er Ólafur F. og því fyrr sem Sjálfstæðisflokkurinn slítur meirihlutasamstafinu við þennan mann því betra.
Engin breytining hefur orðið á fylgi flokksins eftir að Hanna Birna tók við og Óskar er ekki njóta góðs af Tjarnarkvartettnum.
Samstarf Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í byrjun kjörtímabilsins var flott.

Óðinn Þórisson, 12.8.2008 kl. 09:30

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Hallur minn, hvaða óskhyggja er þetta? Frasinn sem Framsóknarmenn nota gjarnan er það að fylgi í kosningum gildi en skoðanakannannir ekki.

Það var Framsóknarmaðurinn Björn Ingi sem er ábyrgur fyrir því að meirihlutasamstarfi nr. 1 lauk og skrifaði hann þar með fyrsta þáttinn í ráðhúsfarsanum. Í kosningunum 2006 rétt marði hann að ná sæti í borgarstjórn með rúm 4000 atkvæði og var persóna Binga og rándýr auglýsingaherferð (exBé) líklega það sem bjargaði flokknum frá því að hverfa með öllu. Hálfu öðru ári síðar  fannst Birni Inga svo leiðinlegt að missa völdin eftir að meirihluti nr. 2 sprakk að hann hljóp undan merkjum. Núverandi meirihluti er með 53% atkvæða á bak við sig (D+F hefði einungis 49,2%) og ekkert bendir sérstaklega til þess að hann muni springa fyrst hann tollir enn saman.

Ertu virkilega fylgjandi því að fara enn eina ferðina í gegn um meirihlutamyndun með meðfylgjandi hrókeringum í nefndir og ráð? Heldur þú að það sé Reykjavík fyrir bestu? Framsóknarmönnum virðist enn tamt að líta á sig sem stóran flokk en ættu frekar að horfast í augu við raunveruleikann. Það er óumdeilanlegt að F-listinn fékk 60% meira fylgi en Framsókn í Reykjavík! Af hverju ætti Hanna Birna að hringja í Óskar?

Svo má ég til með að lýsa ánægju minni með grein Sverris Stormskers í 24 stundum í dag. For(n)maðurinn ykkar á þessa niðurlægingu algjörlega skilið. Fyrir alla muni lokið ykkur við hann ef þið eruð ekki haldnir sjálfseyðingarhvöt!

Sigurður Hrellir, 12.8.2008 kl. 10:00

5 Smámynd: Halldór Halldórsson

Framsókn hefur ekkert að gera til valda í Reykjavík á ný.  Það er aðeins einn möguleiki í stöðunni sem yrði til framdráttar málefnum borgarinnar, nefnilega D og S, undir borgarstjórn Dags B.Eggertssonar!  Ég er þó ansi hræddur um að Sjálfstæðismenn reikni dæmið þannig að þeir geti halað fylgið upp á ný í síðasta kafla kjörtímabilsins.  Þar er skakkt reiknað og eina vitræna athugasemdin þeirra verður að loknum næstu kosningum: ÚPPS!!!, innan við 30% fylgi og 3-4 borgarfulltrúar.  Ólafur F. Magnússon mun verða dýr biti fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Halldór Halldórsson, 12.8.2008 kl. 10:47

6 identicon

Framsóknarvís-dómur...

Þó sumir reyni að setja hey í bingi Þó lögin sú í löngum röðum brotin

og sendi okkur loforðin í röðum; og lygin efst á blaði í sumra munnum.

í Framsókn verða fáir menn á þingi Er pólitíkin eins og rófa rotin,

því feyskinn viður er í þeirra hlöðum sem réttast væri að geyma í öskutunnum.

vigdís ágústsdóttir (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 10:55

7 Smámynd: Skarfurinn

Nei Hallur og Óðinn ég er ekki stuðningsmaður Ólafs F. svo það komi fram, en úr því sem komið er þá græt ég ekki fylgistap Sjálfstæðisflokksins því hann ber jú 100% ábyrgð á að koma þessum umdeilda manni til valda sem virðist eingöngu beita sér í því að varðveita gamla fúakofa og láta okkur borga þá næstu 50 árin eða svo auk þess að hafa flugvöllinn áfram, en verði Hönnu Birnu að góða að verða borgarstjóri í nokkra mánuði í þessu ónýta samstarfi. Athugasemd mín var upphaflega eingöngu til að mótmæla því að framsókn kæmist að með sitt litla bakland, með öðrum orðum flokkurinn hefur nánast engan stuðning á bak við sig.    

Skarfurinn, 12.8.2008 kl. 10:57

8 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Í stöðunni í dag eru 4 möguleikar fyrir Reykvíkinga og eru þeir eftirfarandi:

Lélegasti kosturinn: Núverandi stjórn S+F: Þessi stjórn er niðurlæging fyrir Reykvíkinga og reyndar fyrir alla pólitík í landinu. Það er augljóst mál að núverandi borgarstjóri ræður ekki við hlutverkið, keyrir sig áfram á hnefanum og með því að lemja í borðið. Sjálfstæðismenn eru niðurlægðir hvað eftir annað bæði í umræðunni og í skoðanakönnunum. Satt best að segja eiga borgarbúar betra skilið en þetta.

Næst lélegasti: Stjórn D+S: Sporin í ríkisstjórninni hræða. Samkurl þessara tveggja þar hefur verið skelfilegt og því spurning hvort borgarbúar eigi skilið að fá þá yfir sig saman í Rvík.

Næst besti kostur: Stjórn D+B: Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn unnu ágætlega saman þar til sjálfseyðingarhvöt sumra borgarfulltrúa sjálfstæðismanna náði hámarki og ekki var þolað lengur við í meirihluta. Þeir hljóta að hafa lært af mistökum sínum og ættu að vera frekar samstarfshæfir núna. Eins er Óskar kominn í stað Björns Inga þannig að það er ekki eins miklu að kyngja fyrir þá.

Besti kostur: Stjórn S+B+Vg+F: Þetta samstarf er háð því skilyrði að Ólafur F hætti afskiptum af pólitík, slíkt væri hollt fyrir pólitíkina og borgarstjórn Reykjavíkur. Með því gæti myndast starfsfriður um Tjarnarkvartetinn og hægt væri að klára kjörtímabilið með alvöru fólki.

 Svo er náttúrulega einn möguleikinn í viðbót og það er sá að fela nágrannasveitarfélagi að taka við stjórnartaumunum. Ég er viss um að vinir mínir þeir Ómar Stefánsson og Gunnar Birgisson í Kópavogi mundu glaðir taka að sér að stjórna Reykjavík út kjörtímabilið. En eins og allir vita þá tekur nágrannasveitarfélag við stjórnartaumum ef ekki næst meirihlutasamstarf í sveitarfélagi.

Björgmundur Örn Guðmundsson, 12.8.2008 kl. 11:15

9 identicon

Sjáið bara snilldina á Seltjarnarnesi. Þar ræður nánast sjálfkjörinn ,, einræðisherra " ríkjum og honum tekst að greiða sjálfum sér hæstu bæjarstjóralaun landsins. Bæjarbúar eru vissulega ekki alls kostar ánægir með margt þar og Jóhannes í Bónus skrifaði harðorðar greinar gegn bæjarstjóranum þegar hann hrakti Bónus burt. Einnig helst Seltjarnarnesbæ mjög illa á starfsfólki ef skoðaðar eru auglysingar í helgarblöðunum. Það er nánast eins og sjálf Reykjavíkurborg væri að auglýsa eftir mannskap, þar sem flestar stofnanir hafi tæmst allt í einu. En sjáið snilldina, bæjarstjórinn kemst upp með allt þarna í þessu örsmáa bæjarfélagi og launin bara hækka og hækka ...

Stefán (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 12:29

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

Aðalmálið er að vandamál Sjálfstæðisflokksins og þá um leið Reykvíkinga er Ólafur F. Magnússon. Sjálfstæðisflokkurinn verður að slíta þessum meirihluta.

Óskar Bergsson er að mínu mati eina lausnin.

Minni á skoðanakönnun á odinnth.blog.is

Á Sjálfstæðisflokkurinn að slíta meirihlutasamstarfinu við Ólaf F. Magnússon ?

Óðinn Þórisson, 12.8.2008 kl. 12:35

11 Smámynd: Sturla Snorrason

Borgi er búin að vera fórnarlamb braskara frá tíð R-listans, Ólafur F. er eini maðurinn sem hefur sýnt einhvern vilja til að stöðva þá öfugþróun. Hanna Birna og Óskar Bergsson yrðu alveg samtaka í því að ganga endalega frá borginni.

Sturla Snorrason, 12.8.2008 kl. 13:24

12 Smámynd: Sigurður Hrellir

Leiðrétting: Það voru D+B sem ekki höfðu meirihluta kjósenda á bak við sig eða samtals 49,2%. Núverandi D+F meirihluti hefur hins vegar 53%. Af hverju er Framsókn annars með listabókstafinn B???

Sigurður Hrellir, 12.8.2008 kl. 14:13

13 Smámynd: Hallur Magnússon

B-estir

Hallur Magnússon, 12.8.2008 kl. 14:17

14 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Eitthvað eru nú undarleg sú rök að þeir sem ekki vilja sjá Óskar/Framsókn í meirihlutasamstarf séu sjálfkrafa stuðningsmenn Ólafs F.  

Lára Hanna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 14:29

15 identicon

Eitthvað er nú söguskoðun Þorsteins Pálssonar skrýtin. Ég man ekki betur en að Villi Vill hafi legið undir mikilli gagnrýni og Framsókn nánast þurrkast út í skoðanakönnunum meðan á síðasta meirihluta stóð. Besta lausnin fyrir Reykvíkinga væri að mynda stjórn D+S+VG+B og sameinast gegn Ólafi.

Hvað varðar listabókstafina þá er það að segja að þeim var úthlutað samkvæmt stafrófsröð í upphafi; Alþýðuflokkur fékk A, Framsókn B, Sjálfstæðisflokkur D og Sósíalistar E. Alþýðubandalagið var með G en þá höfðu einhverjir aðrir fengið F í millitíðinni. Eftir að flokkar gátu valið sér listabókstafi skipti Sjálfstæðisflokkurinn yfir í S um tíma en skipti svo til baka í D því nýi bókstafurinn ruglaði einhverja kjósendur.

Daníel (IP-tala skráð) 12.8.2008 kl. 18:18

16 Smámynd: Hallur Magnússon

Daníel virðist kalla á þjóðstjórn í Reykjavík. Það er í samræmi við gömul blogg mín.

Björgmundur Örn er með greiningu sem ég get vel tekið undir. Vandamálið við "besta kostinn" hans er það sama og við stöndum fframmi fyrir í  dag með borgarstjórann. Til þess að sá kostur geti gengið þarf borgarstjórinn að hætta í pólitík.

Dettur einhverjum í hug að Ólafur Friðrik láti eftir snefil af völdum?

Nenni ekki að eltast í ólar við pirraða andstæðinga Framsóknarflokksins :)

Hallur Magnússon, 12.8.2008 kl. 18:49

17 Smámynd: Theódór Norðkvist

Um það leyti sem sirkus Ólafs F. og Sjálfstæðisflokksins tók við völdum í borginni sagði Óskar Bergsson að Tjarnarkvartettinn stæði saman. Það þýddi ekkert fyrir útsendara meirihlutans að senda einhver tilboð inn í hópinn, honum yrði ekki sundrað.

Nú bíður maður spenntur eftir því hvort það loforð verði líka svikið. Reyndar held ég að það yrði herfilegur afleikur hjá Framsókn að stökkva aftur í faðm íhaldsins. Af kunnum ástæðum.

Theódór Norðkvist, 12.8.2008 kl. 21:31

18 Smámynd: Hallur Magnússon

Það hefði verið nær að helsti oddviti Tjarnarkvartettsins Dagur B. Eggertsson hefði staðið saman með Óskari - í stað þess að vinna gegn honum og meðvitað reyna að sniðganga Óskar og reyna að þegja hann í hel! 

Dagur B. ákvað að skilja Óskar útundan í spurningalistanum sem Samfylkingin lét Félagsvísindastofnun spyrja kjósendur - þegar spurt var um hvernig einstakir borgarfulltrúar stæðu sig!

Það var greinilegt að Dagur B. ætlaði að þegja Óskar í hel - enda Óskar á þeim tíma farinn að skyggja á Dag í borgarmálaumræðunni - með staðföstum málflutningi sínum gegn vonlausum borgarstjóra.

Þá bætti Dagur B og Samfylkingin ekki úr skák þegar fagnað var ógurlega - án þess að ræða málin við Óskar - þegar Bitruvirkjun var slegin af - þjóðinni og sérstaklega Þorlákshafnarbúum til mikils skaða.

Óskar skuldar Tjarnakvartettinum hans Björns Inga ekki neitt! Tjarnarkvartettinn hefur ítrekað reynt að sniðganga Óskar.

Hins vegar hefur Óskar verið fullkomlega tryggur Tjarnarkvartettinum - þótt ýmsum Framsóknarmönnum hafi fundist það einum of mikið trygglyndi miðað við framkomu Dags B. og Samfylkingarinnar í hans garð!

Það er fyrst og fremst ótrygglyndi annarra í Tjarnarkvartettinum - og gersamlega óhæfur meirihluti með borgarstjórann í farabroddi - sem hefur orðið til þess að Framsóknarmenn eru reiðubúnir að skoða samstarf við Sjálfstæðisflokk - ef það má verða til þess að koma skynsamlegum málefnum á rekspöl - og losa borgarbúa við farsann í ráðhúsinu.

Hallur Magnússon, 12.8.2008 kl. 23:15

19 Smámynd: AK-72

Ég er nú ansi hræddur um það að Óskar fari ekki vel út úr því að skera Sjálfstæðisflokkinn úr snörunni sem hann hefur sett sig í, og festa Framsóknarmenn í snörunni aftur. Er virkilega vilji hjá flokknum að gerast hækja Sjálfstæðisflokksins aftur og tryggja sér um leið endanlegan dauðdaga í borgarstjórn? Er virkilega Óskar búinn að gleyma hvernig Hanna Birna og félagar komu fram við Björn INga og hann í REI-málinu þar sem ætlast var til að Framsóknarflokkurinn væri bara já-dúkka? Óskar sagði nú efitr fúkyrðaflaum þessa valdagráðuga fólks í ráðhússölum, að það væri ágætt að fá framferði þeirra á yfirborðið, þetta hefðu þeir félagar þurft að þola.

Látið Sjálfstæðisflokkin hanga í snörunni þar til tungan lafir út og nályktin er orðin megn.Þið skuldið ekki Sjálfstæðismönnum neitt og þið aukið aðeins á farsann með því að fórna ykkur til bjargar Sjálfstæðisflokknum.

AK-72, 13.8.2008 kl. 01:25

20 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég tek að mestu leyti undir þessa síðustu ályktun AK-72. Enda þótt það kosti sitt þá er það kostnaðarins virði að þjóðin fái að horfa á Flokkinn hanga í þeirri snöru sem hann hélt sig vera að hnýta öðrum en smeygðist svo óvart um hans eigin háls.

Ef við teljum það einhvers virði að koma spillingunni í efnahags-og atvinnulífi okkar fyrir kattarnef þá byrjar sú vinna á því að koma D listanum út úr sem flestum-og þó helst öllum valdastöðum þjóðarinnar.

Árni Gunnarsson, 13.8.2008 kl. 16:58

21 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og í þessum orðum töluðum berst frétt á rúv þess efnis að nú sé fundur í Ráðhúsinu. Fundur með Ólafi og Hönnu Birnu ásamt gamla góða Villa. Staðan er greinilega metin þannig að nú sé komið að Framsóknarflokknum og Óskari Bergssyni með stólpípuna.

Árni Gunnarsson, 13.8.2008 kl. 17:05

22 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Ef Óskar fer í samstarf með Sjálfstæðisflokknum hlýtur það að vera endalok hans sem stjórnmálamanns. Óli Sóló gerði hrikaleg pólítísk mistök að fara í samstarf núverandi meirihluta. Það eina sem hann græddi á því var titill og nú þegar honum er náð getur hann kært sig kollóttan hvað tekur við. Varla getur verið að Óskar semji um að fá að vera borgarstjóri í 100 daga! Svo þröngan persónulegan metnað hefur hann varla. Sjálfstæðisflokkurinn gerði líka pólítísk mistök að fella Tjarnarkvartettinn og bíða ekki bara eftir að kosningar bættu þeim skaðann sem hefði líkla geta gerst en varla lengur. Enda er ég sammála sumum hér að ofan að nú eigi enginn að leysa "Flokkinn" úr snörunni. Það sé pólitískt kórrétt núna. Allt tal um "að sýna ábyrgð" er gagnlaust hvort sem er. Þetta skeið á að renna til enda og fjara út og þá kannski sjáum við 2% fylgi D-listans loksins verða að veruleika! Þeir ættu það að minnsta kosti fyllilega skilið.

Gísli Ingvarsson, 13.8.2008 kl. 21:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband