Bush aðstoðar almenning - Haarde bankana!
30.7.2008 | 14:02
Það er skemmtilegt að bera saman aðgerðir ríkisstjórnar Bandaríkjanna og ríkisstjórnar Íslands í húsnæðismálum.
Í Bandaríkjunum er gripið til aðgerða sem felast í aðstoð við almenning - en á Íslandi er gripið til aðgerða sem miða að aðstoð við bankana!
Skrítið !!!
Bush samþykkir 300 milljarða sjóð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Bush er reyndar gagnrýndur mikið í Bandaríkjunum fyrir að styðja frekar fólkið en bankana. Ég held að hann sé aldrei þessu vant að gera rétt.
Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 20:34
Sammála Hrannar, Bush kemur á óvart núna.
Haraldur Bjarnason, 30.7.2008 kl. 21:36
á dauða minum átti ég von...
Óskar Þorkelsson, 30.7.2008 kl. 21:37
Reyndar held ég að þetta sé frekar snjallt bragð hjá repúblikunum til að næla í atkvæði fyrir McCain, sem ég er handviss um að eigi eftir að vinna kosningarnar, því flokkurinn er með ansi mörg járn í eldinum til að blekkja almúgann. Ég spái því að stærsta útspil þeirra verði mikil lækkun á hráolíu nógu stuttu fyrir kosningar til að fólk geti ekki gleymt því.
Hrannar Baldursson, 30.7.2008 kl. 21:53
Já það er satt hjá þér, þetta er skrítið. Manni er nú bara farið að sárna aðgerðarleysið. Á maður virkilega að fara að missa allt út úr höndunum?
Guðný Ísaks. (IP-tala skráð) 30.7.2008 kl. 22:25
Hallur, ég legg til að þú skoðir nánar hvað Bush og Bernanke eru að gera ef þinn skilningur á aðgerðum þeirra sé sá að þeir séu að hjálpa almenningi í Bandaríkjunum.
Þetta er björgunarhringur til bankanna með því að halda húsnæðisverði í USA áfram háu svo að lánasöfn bankanna haldi verðgildi sínu og þar með að þeir fari ekki í þrot í tuga- og hundraðatali.
Hér er góð greining á aðgerðum þeirra félaga upp á síðkastið: http://www.counterpunch.org/hudson07312008.html
Góður kafli úr greininni til upplýsinga:
Gunnar (IP-tala skráð) 4.8.2008 kl. 20:30
Tek undir með síðasta ræðumanni;
Skoðaðu nú hvað Búsh karlinn er að gera: - er hann ekki einmitt að rétta hluthöfum bankanna bjarghring sinn?
Sjáðu líka hvað Josph Siglitz hefur um málið að segja í Financial Times; - hann telur Búsh algerlega brjóta gegn hagsmunum almennings og góðri stjórnsýslu. Er það eitthvað svoleiðis sem þú vilt að Geir leiði Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkginuna inn í núna?
Benedikt Sigurðarson, 5.8.2008 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.