Bræðslan - gott dæmi um tryggð við heimabyggð!
27.7.2008 | 19:54
Komst því miður ekki á Bræðsluna - þessa merkilegu tónlistarhátíð á Borgarfirði eystra!
Frábært dæmi um það hvernig fólk sem náð hefur langt heldur tryggð við æskuslóðirnar - en eins og menn vita þá er Magni Borgfirðingur. Magni og fjölskylda hans kom Bræðslunni í gang á sínum tíma - atburði sem væntanlega skiptir samfélagið á Borgarirði eystra máli - því það munar um á þriðja þúsund gesti í smábæ yfir helgi!
Stefni að því að vera á næstu Bræðslu!
Fjöldi manns á Bræðslunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svo er hægt að mæta á Álfaborgarséns um verslunarmannahelgina
Haraldur Bjarnason, 27.7.2008 kl. 21:30
Álfaborgarsénsinn klikkar ekki!
Kemst heldur ekki austur um næstu helgi - eins og reyndar til stóð - þar sem við verðum að vera í Reykjavík á mánudag! Það hefði verið fráðbært að komast austur á Bræðsluna - og una sér vel í rólegheitum fram að fjörinu um verslunarmannahelgina! Kannske nær maður að skipuleggja sumarfríið þannig á næsta ári!
Hallur Magnússon, 27.7.2008 kl. 23:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.