Nú er tækifærið fyrir erlendar fjármálastofnanir!
26.7.2008 | 17:15
Nú er tækifærið fyrir erlendar fjármálastofnanir að koma inn á íbúðalánamarkaðinn með evrulán! Þeir sem klára greiðslubyrðina núna - geta að sjálfsögðu borgað þegar ISK styrkist!
Þeir sem kaupa núna nýbyggingar með evrum á niðursettu verði vegna offramboðs - td. með 70% fjármögnun af markaðsverði - hafa í höndunum eftir 2 - 3 ár eignir sem eru orðnar miklu hærra metnar að markaðsvirði! Lánshlutfallið þá hugsanlega 50% - sem er 100% öruggt veð!
Áhættan hverfandi fyrir evrópska banka.
En af hverju koma þeir ekki inn á markaðinn?
Jú, því þeir treysta ekki núverandi ríksistjórn og Seðlabankanum fyrir efnahagsmálunum vegna aðgerðarleysisins og óttast algjört hrun á Íslandi!
Nú þarf nýjan Steingrím Hermannsson!!!
Skuldatryggingarálag yfir þúsund punktar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Er þér alvara Hallur?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 26.7.2008 kl. 22:22
jamm
Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 22:51
Nú þarf nýjan Halldór Ásgrímsson.
Sigurgeir Jónsson, 26.7.2008 kl. 22:56
Mér finnst þetta gjörsamlega veruleikafirrt Hallur minn. Eins og ég hef skrifað áður er reynsla mín og annarra af erlendum bankastofnunum að þær séu yfirleitt mjög varkárar og lána ekki meira en 2-3 föld árslaun í heildarlán (= hús + bíll og annað). Veðmat er það verð sem þeir reikna með að geta selt eignina á, á til þess að gera skömmum tíma. Veðmat getur verið 90 - 60% af markaðsverði/kaupverði. Lán að undir veðmati er réttilega lánað á lágum vöxtum oftast stighækkandi upp að 100% veðmati en það sem er hærra en það er lánað á mjög háum, þaeas áhættuvöxtum, enda getur bankastofnunin tapað peningum á þessu ef illa fer og tryggar bankastofnanir vilja ekki taka neina óþarfa áhættu.
Á Íslandi finnast mjög margir lánþegar en með heiðarlegum undantekningum þó nokkuð mun færri lánsfjáreigendur.
Að mínu mati algjör óskhyggja hjá þér að halda að það komi einhverjar erlendar lánastofnanir komi til Íslands eins og "frelsandi englar" til að lána skuldseigum mörlandanum peninga á lágum vöxtum.
Ég hef eins og margir þungar áhyggjur af fasteignamarkaðnum. Það eru því miður allar forsendur fyrir verðhruni hérna að mínu mati ekki ósennilegt 50-60% verðfall á næstu 18 mánuðum. Það eru þessar þrjár grundvallarforsendur sú fyrsta er að kaupgeta fólks er ekki í neinu samræmi við verð eigna. Auk þess hefur kaupgeta skerst mjög vegna verðfalls krónunnar sem flestir spá að verði viðvarandi og gæti jafnvel fallið ennþá. Í öðru lagi er orðið gríðarlegt offramboð á eignum á markaði og í þriðja lagi er nær algjör lánsfjárþurrkur. Núna er nánast alkul á fasteignamarkaði, þrátt fyrir bjartsýnistal fólks sem hefur tekjur sínar af að markaðurinn ekki falli. Fasteignasalar, bankastofnanir ofl.
Hliðstæðan við Bandaríska íbúðarmarkaðinn er því miður sláandi og við getum að mínu viti séð hvað framtíðin ber í brjósti sér með að fylgjast með honum og hvað við eigum í vændum. Við getum úr fjarska fylgst með bandaríska fasteignamarkaðnum þar sem yfir 739.714 íbúðir fóru á nauðungarsölu síðustu 3 mánuðum (april, mai og júní) og eru þar fleiri bankar sem fylgja með í kjölsoginu. Núna á í gær á föstudaginn fóru tveir bankar á hausinn þar vestra bæð First National Bank i Nevada og First Heritage og eru það bankar númer 6 og 7 sem fara á hausinn þar vestra núna sem ástæða fyrir verðfalli og lánakrísunni. Það er talið að fjöldi annarra bankastofnanna muni fara yfirrum á næstu mánuðum vegna þessa. Til viðbótar eru þessar geysistóru lánastofnanir sem kallast Freddy Mac og Fannie Mae í gjörgæslu enda hefði það geigvænlegar afleiðingar ef þær færu á hausinn. Það er varla að bandarískt þjóðfélag geti haldið þeim uppi og það getur ekki látið þær fara á hausinn. Það er því miður eiginlega ekkert sérstaklega erfitt að ímynda sér hliðstæður hér heimafyrir.
Því miður bitnar þetta ástand harðast og fyrst á þeim þjóðum sem eru með þyngstu skuldaklafana og þar eru íslendingar sjálfir heimsmeistarar í skuldasöfnun. Enda er fyrir marga höfuðástæða þess að taka upp Evru að þeir halda að það streymi ódýrt fjármagn inn í landið og menn losnuðu undan krónunni. En sjálf höfum við grafið undan krónunni með gríðarlegum innflutningshalla, ofurkrónu sem var blásinn upp af erlendri skuldasöfnun.
Núna erum við skuldum hlaðið þjóðfélag þar sem bæði einstaklingar og fyrirtæki eru stórskuldug. Þar sem íslenskir fjárglæframenn hafa fyrir erlent fjarmagn lánað í gegnum "íslensku" bankanna blásið upp íslensk fyrirtæki eða keypt upp skrifstofu og verslunarhúsnæði eða smásölufyrirtæki fyrir lánsfé en þetta er síðan núna allt að fara í kaldakol hjá þessu fólki. Menn áætla að 2200 miljarðar íslenskra króna frá18.7.07 fram til 18.7.08 og það er væntanlega hærri fjárhæð ef maður reiknaði með að gengið hefur skolast niður um 35% á þessum tíma "Íslensku" bankarnir eru með þessi "rotnu lán" eins og djúpsprengjur inní í sínum kerfum og við bætist þessi innlenda fasteignasprengja sem getur sprungið hvenær sem er ef fólk fer að minnka í tekjum eða missa vinnuna. Það er erfitt að áætla hvað er "critical mass" Þeas hvað margir þurfa að fara á hausinn til að skriðan komi en það er eftir mínu viti nokkrir mánuðir þangað til hrunið komi. Til að auka á erfiðleikanna bætast við hátt og hækkandi olíuverð, minnkaður fiskafli og hrátt hráefnisverð.
Það hefur ekki farið hátt en núna eru mun meiri gjaldeyristekjur af álframleiðslu en af öllum fiskveiðum og fiskvinnslu og þetta verður ennþá óhægstæðara fyrir fiskveiðarnar vegna hækkaðs olíuverðs.
Menn hafa núna á síðustu dögum séð hvernig bankarnir reyna að forðast að skrá töp sín. Vitna ég í hvernig gjaldþrot Mest var höndlað og núna er nöfnum tveggja helstu fjárfestingarfélaga Hannesar Smárasonar, Oddaflugs og Primusar, hefur verið breytt. Umsjá þeirra er nú á höndum Landsbankans og Byrs. Tja... traustvekjandi...???? Er þetta ekki sem á gömlu máli kallast gjaldþrot? Ætla bankarnir að yfirtaka þannig nánast alla atvinnustarfsemi í landinu, er þetta eðlilegt...???
Það hafa á síðustu árum verið gerð fjölmörg hagfræðileg mistök og ekki minnst mistök við einkavæðingu bankanna. Þessir aðilar fengu þessa banka fyrir mjög svo hagstætt verð og eftir vart 10 ár koma þessir bankar tilbaka og fara til viðbótar fram á 600 miljarða Evru lán til að verða þeim baktrygging sem þýðir um 2 1/2 miljón á hvert mannsbarn á Íslandi eða um 10 miljón krónur á hverja 4 manna fjölskyldu sem þjóðin þarf að borga af og þetta er viðbótarskattur landsmanna af útrásinni og núna bíðum við eftir innrásinni þeas erlendar bankastofnanir komi hingað. Þetta verð ég að segja er nokkuð kaldhæðnislegt. Þótt ég ekki get brosað eða hlegið.
Gunn (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 01:25
Sæll Hallur
Hér er nú athyglisverð grein hjá þér, ekki síst þar sem þú varst einn mesti sérfræðingur Framsóknarflokksins, "aðstoðarforstjóri" íbúðarlánasjóðs.
1. Erlendu bankarnir myndu lána hér í erlendri mynt s.s. Evru. Þeir fá síðan greitt í Evru og hvar liggur þá hagnaðurinn fyrir bankana? Svo ekki græða þeir á því. Lánsfjárþörf t.d. í Evrópu er það mikil að það er ekki vandamál fyrir þarlenda banka að koma fjármagninu út.
2. Hækkun lána í 90% að frumkvæði Framsóknarflokksins er eitt af alvarlegri mistökum sem ríkisstjórnin hefur gert á undanförnum árum. Þetta eru "hugsandi" Framsóknarmenn farnir að viðurkenna fúslega. Þenslan á markaði var svo mikil að húsnæði hækkaði um 100%. Á sama tíma hækkaði byggingarkostaður upp úr öllu valdi, m.a. vegna skorts á vinnuafli. Lögmálið að það sem fer upp hefur tilhneigingu til að fara niður á því við hér. 30% raunlækkun til framtíðar er mjög líkleg og þá er greinin þín spaugileg. Offramboðið sem þessi efnahagsmistök kölluðu fram, gætu leitt til meiri verðlækkana.
3. Áhættan fyrir erlenda banka er mikil.
4. Þeir koma ekki inn á markaðinn vegna þess að þeir hafa alvöru efnahagsérfæðinga innan sinna raða, sem sjá það augljósa.
5. Traustið er ekki til staðar vegna þeirra alvarlegu mistaka í efnahagstjórn sem áttu sér stað að frumkvæði Framsóknarflokksins.
6. Steingrímur Hermannsson var sannarlega leiðtogi, þrátt fyrir að vera ekki gallalaus. Hann hefur nú ekki átt upp á pallborðið hjá Framsókn undanfarin ár. Framsóknarflokkurinn hefur meðhöndlað Steingrím eins og hann væri holdsveikur. Sem sagt það þarf allt annað en Framsóknarflokkinn í stjórn.
Niðurstaða: Hallur þú bendir réttilega á að við erum í efnahagslægð sem Framsóknarflokkurinn ber mikla ábyrgð á. Það væri hvorki Framsóknarflokknum né þjóðinni til gagns að fá hann að stjórn efnahagsmála. Þú segir að það þurfi nýjan Steingrím Hermannsson það er nett leið til þess að gagnrýna forystu Framsóknarflokksins. Flokkurinn berst nú fyrir lífi sínu, það er nægt verkefni fyrir flokksforystuna.
Sigurður Þorsteinsson, 27.7.2008 kl. 05:36
1. Vextir á íbúðalánum í Evrum á Íslandi geta verið hærri en vextir af sambærilegum lánum í Evrópu!
2. Þasð er rangt hjá þér að 90% láni Íbúðalánasjóðs hafi valdið þenslu á húsnæðismarkaði. Það hef ég marg oft sýnt fram á - og ekki verið hrakið. Síðast í pistlinum: Sannleikurinn um keypta skýrslu Hagfræðistofnunar HÍ!
Offramboðið er tímabundið og jafnvægi mun nást á næstu 4 - 5 misserum. Í offramboði eru kauptækifæri.
3. Áhætta fyrir erlenda banka er hverfandi. Þeir sem geta staðið undir td. 25 milljón króna láni í Evrum í dag þegar krónan er veik - munu eiga enn auðveldara með að greiða af líku láni þegar krónan styrkist aftur. Erlendir banka myndu aldrei lána 90% - líklega 65 - 70%. Vegna áhrifa á CAD hlutfall mega lánin ekki fara yfir 80% af markaðsvirði.
4. Staðhæfing þín um að þeir hafi alvöru efnahagssérfræðinga er rétt - en þrátt fyrir það eru aðiljar á hliðarlínunni og fylgjast með - með það að markmiðið að koma inn á markaðinn.
5. Þetta er rangt hjá þér. Trausti ðer ekki til staðar vegna þess að Seðlabankinn stóð sig ekki í stykkinu - og núverandi ríkisstjórn var með fáránleg fjárlög í haust - og vegna fullkomins ráðaleysis og aðgerðarleysis núverandi ríkisstjórnar. Besta dæmið um það er að ekki er enn búið að taka stóra lánið til að tryggja gjaldeyrisforðann - sem þó er búið að samþykkja! Ekki skrítið að efnahagssérfræðingar erlendis séu hvumsa!
6. Einn af kostunum við Steingrím var að hann var ekki gallalaus - vissi af því - og viðurkenndi það! Núverandi "leiðtogar" stjórnarinnar virðast telja sig gallalausa - sem er fjarri lagi - og berja hausnum við stein í stað þess - eins og Steingrímur - að gera sér grein fyrir takmörkunum sínum.
Niðurstaða þín: Ég myntist ekkert á Framsóknarflokkinn í pistli mínum - heldur að þjóðin þyrfti nýjan Steingrím Hermannsson - manninn sem lagði grunn að þjóðarsáttinni - með öðrum - sá um samningaviðræður við ESB um EES - hóf að afnema höft af gjaldeyrisviðskiptum og fleira og fleira. Það var nefnilega Steingrímur Hermannsson - en ekki Davíð Oddsson - sem lagði grunn að uppgangi Íslendinga - og síðar Finnur Ingólfsson með uppbyggingu nýs álvers og einkavæðingu bankanna - þegar krötum var komið úr stjórnarráðinu vegna viðvarandi atvinnuleysis - sem alltaf virðist skjóta upp þegar íhald og kratar eru saman í ríkisstjórn.
Mér er alveg sama úr hvaða flokki nýr Steingrímur Hermannsson kemur - en best væri að hann kæmi úr framsókn :)
Hallur Magnússon, 27.7.2008 kl. 10:14
Hallur, það eina sem þú gerir með svona grein er að gera lítið úr sjálfum þér. Það stendur ekki steinn yfir steini í röksemdafærslunni. Það vesta við pólítíkusa er þegar þeir taka að bulla um efni sem þeir hafa ekki hundsvit á. Í þínu tilfelli held ég að umfjöllunin stafi af þekkingarleysi, en ekki heimsku. Verst er að einhverjir gætu tekið mark á þér. Er a.m.k. 2 mánuði í Þýskalandi á ári og undraðist máflutning þinn fyrir nokkrum mánuðum. Niðurstaðan nú kemur mér ekki á óvart.
Er sammála þér um að Finnur Ingólfsson stóð sig vel sem viðskiptaráðherra annað er bara flokkspólitískt hvolpavæl.
Sigurður Þorsteinsson, 27.7.2008 kl. 23:43
Sigurður.
Dvöl þín í Þýskalandi breytir því ekki að þýskir aðiljar hafa verið og eru að fylgjast með íslenska fasteignalánamarkaðnum með það að markmiði að koma inn á hann með einum eða öðrum hætti :9
Það er staðreynd!
Hallur Magnússon, 28.7.2008 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.