Ósannsögull borgarstjóri á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins?!
25.7.2008 | 20:51
Borgarstjórinn er í embætti á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins. Ber Sjálfstæðisflokkurinn ábyrgð á ósannsöglum borgarstjóra?
Ef hinn heiðarlegi og öflugi stjórnmálamaður Svandís Svavarsdóttir segir satt þá er borgarstjórinn ósannsögull. Einhverra hluta treysti ég henni betur en borgarstjóranum þegar kemur að túlkun þess sem raunverulega gerist!
Ef Svandís hefur rétt fyrir sér, ætlar Sjálfstæðisflokkurinn þá að láta eins og ekkert sé?
Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn virkilega að láta borgarstjórann kúga sig út kjörtímabilið með barnalegum hótunum?
Væri ekki nær fyrir Sjálfstæðisflokkinn að láta tímabundna valdahagsmuni sína víkja og taka af ábyrgð á borgarmálunum - og atvinnumálunum?
Fyrsta skrefið gæti verið að klára það sem Kjartan Magnússon hefur ýjað að - láta borgarstjórann lönd og leið með öfgafullri vitleysunni í sér - taka ábyrgt skref í atvinnumálum og ganga á fullu í Bitruvirkjun!
Það er ljóst að ef Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn sér að sér - og ákveður að vinna því þjóðþrifamáli brautargengi - þá er meirihluti í borgarstjórn í málinu!
Þótt Svandís og Dagur B séu á móti æskilegri Bitruvirkjun - þá er hefur Óskar Bergsson staðið í lappirnar í því máli!
Ég trúi ekki öðru en Óskar muni veita Sjálfstæðismönnum liðsinni sitt í að koma Bitruvirkjunarmálinu í gegn - þótt hann sé að öðru leiti hollur annars ágætu samstarfi núverandi minnihluta í borginni - kvartettinum sem Björn Ingi forveri Óskars myndaði með Dagi B. Svandísi og Möggu Sverris - þegar Sjálfstæðisflokkurinn missti áttanna í REI málinu.
Sjá einnig: Meirihluti fyrir Bitruvirkjun að myndast þrátt fyrir þráhyggju borgarstjóra?
Segja borgarstjóra fara með rangt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:54 | Facebook
Athugasemdir
Meirihlutinn er fallinn um leið og sjálfstæðismenn samþykkja eitthvað gegn vilja Ólafs F. Magnússonar. Hann heldur sjálfstæðismönnum í algerri gíslingu og þeir þora ekki að hreyfa sig. Það verður aldrei gert neitt í málefnum Bitruvirkjunar gegn vilja Ólafs, þótt sjálfstæðismenn beri ábyrgð á því að Ólafur er borgarstjóri verða þeir að bíta í það súra epli að þeir geta ekkert gert. Óskar Bergsson mun aldrei skera sjálfstæðismenn niður úr þeirri snöru sem þeir hafa sett um háls sér.
Jakob Falur Kristinsson, 25.7.2008 kl. 21:09
Hver er kallinn og hver er kellingin í þessu sambandi ?
Jú rétt er það, því Sjálfstæðisflokkur hefur ekki efni á öðru og lúffar eins og lúbarin og kúguð kelling
Leibbi Dóni (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 22:18
Það er spurning hvort það er ekki pólitískt sjáfsmorð hjá íhaldinu í borginni að valda karlinn. Gera honum mögulegt að fara fram í því ástandi sem hann er í. En.. maður heyrir svo margt á götunni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.7.2008 kl. 09:57
Hvað gerir Óskar Bergsson ætlar hann að hlekkja sig áfram við vg eða mun hann ganga til liðs við þennan meirihluta.
Óðinn Þórisson, 26.7.2008 kl. 16:23
Ágæti Óðinn!
Ég hef ekki hugmynd um það!
En hundur má ég heita ef hann greiðir ekki atkvæði með Bitruvirkjum ef Sjálfstæðismenn hafa döngun í sér að leggja slíkt til - óháð öllum öðrum málum og meirihlutum í borgarstjórn.
Óskar er heilsteyptur stjórnmálamaður sem - þrátt fyrir órökstuddar aðdróttanir annarra - td. Bergsteins í hinum annars ágæta slúðurdálk "Frá degi til dags" í Fréttablaðinu - sem hefur Framsóknarflokkinn á heilanum eins og hinn stabíli borgarstjóri okkar - er heiðarlegur stjórnmálamaður sem fylgir eigin sannfæringu! Hann lætur málefnin og sannfæringu sína ráða!
Hallur Magnússon, 26.7.2008 kl. 17:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.