Það virðist vera að myndast meirihluti í borgarstjórn fyrir Bitruvirkjun þrátt fyrir alvarlega þráhyggju borgarstjórans - sem ítrekað æpir á samstarfsmenn sína í meirihlutanum í borgarstjórn með hótunum eins og óþekkur krakki sem ekki hefur stjórn á skapi sínu.
Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.
Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars Bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´
Það hefur komið í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.
Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!
Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn er að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.
Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.
Kannske er skynsemin og stefna Óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!
Segir ljóst að Birtuvirkjun hafi verð slegin af | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:18 | Facebook
Athugasemdir
Miðað við allt sem búið er að ganga á, munar okkur ekkert um að fá einn borgarstjórnarmeirihlutann í viðbót. Í þetta sinnið væra það þjóðþrifamál ef það leiddi til þess að Bitruvirkun yrði að veruleika. Samþykkt stjórnar Orkuveitunnar um að slá af Bitruvirkun fannst mér vera hápunkturinn á öllum vitleysuganginum fram að því.
Finnur Hrafn Jónsson, 25.7.2008 kl. 16:00
Sæll. Nú verður meirihlutinn að sýna þá skinsemi og ara í Bitruvirkjun.
Kv. Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 25.7.2008 kl. 16:51
Mátti ekki öllum vera ljós afstaða Ólafs Fr. Magnússonar í umhverfismálum þegar borgarstjórnarmeirihlutinn var myndaður?
Ekki hef ég fastmótaða skoðun í þessu máli en mér finnst bæði gott og nýstárlegt til þess að vita að pólitískir valdsmenn standi við yfirlýst markmið og skoðanir í umdeildum málaflokkum.
Menn skulu hafa það í huga að Ólafur Magnússon er valdamesti borgarstjóri sem við höfum haft um mörg kjörtímabil. Hann heldur öllum meirihlutanum í gíslingu. Og það er yndislegt að sjá frjálshyggjubusana standandi kiðfætta og innskeifa með þumaluttana uppi í svöngum munni. Nú fær enginn tækifæri til að græða á rekstri borgarinnar fyrr en Hanna Birna tekur við- ef hún fær þá að taka við!
Árni Gunnarsson, 25.7.2008 kl. 21:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.