Meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn?

Það virðist vera að myndast meirihluti fyrir Bitruvirkjun í borgarstjórn! Fram að þessi hefur Óskar Bergsson borgarfulltrúi Framsóknarflokksins staðið einn eins og klettur í hafinu og barist fyrir byggingu Bitruvirkjunar. Virkjunarframkvæmdar sem hefur hverfandi neikvæð umhverfisáhrif og myndi drífa umhverfisvæna stóriðju á Þorlákshöfn og verða sú framkvæmd sem íslenskt efnahagslíf þarf á að halda.

Geir Haarde hefur tekið undir sjónarmið Óskars bergssonar. Svo virðist einnig að Bjarni Benediktsson og Illugi Gunnarsson hafi tekið undir sjónarmið Óskars.´

Í dag kemur í ljós að Kjartan Magnússon er að snúast í málinu - farin að gæla við stefnu Óskars Bergssonar.

Kannske er Sjálfstæðisflokkurinn í borgastjórn að sjá ljósið og taka undir stefnu Óskars Bergssonar og Framsóknarflokksins. Ef svo er þá er að myndast meirihluti fyrir þessari þjóðþrifaframkvæmd!

Það þýðir reyndar klofning í meirihluta borgarstjórnar þar sem borgarstjórinn að úti að aka í málinu og heldur því fram að Bitruvirkjun hafi endanlega verið slegin af - og gerir þannig lítið úr Kjartani Magnússyni.

Klofningur í minnihlutanum hefur verið ljós í tvo mánuði, því Óskar Bergsson hefur alla tíð verið talsmaður Bitruvirkjunar - og hefur eflaust átt erfitt með að sitja undir heimskulegum fagnaðarlátum Samfylkingar og Vinstri grænna þegar sem fögnuðu ákaft með Sjálfstæðismönnum og borgarstjóranum þegar Bitruvirkjun var slegin af.

Kannske er skynsemin og stefna óskars Bergssonar að verða ofan á - þjóðinni og borgarbúum til heilla!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

þjóðinni og borgarbúum til heilla!   

En hvað með íbúa Hveragerðis sem verða með útblásturin yfir sér um aldur og ævi ? 

Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 19:13

2 Smámynd: Vilborg G. Hansen

Smá leiðrétting Hallur. 
Ertu ekki að meina Kjartan Magnússon í Orkuveitunni, ekki Gunnarsson?

Vilborg G. Hansen, 24.7.2008 kl. 19:36

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Hallur vonandi verða menn það skinsamir  fara í Bitruvirkjun svo ekki komi til upplausnar í borginni, umhverfis þættirnir verða góðir samkvæmt kröfum sem og  engin útblástur á SO2, við sem höfum kynt okkur þessi mál og þekkjum vitum vél, sjálfskipaðir sérfræðinga eins og Óskar verða undir nú í umræðunni því menntunarleysi verður þeim fjötur um fót.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 24.7.2008 kl. 20:48

4 Smámynd: Óskar Þorkelsson

farðu varlega Sigurjón þegar þú ásakar aðra bloggendur um menntunarleysi.. lýsir fádæma hroka í þér.

Óskar Þorkelsson, 24.7.2008 kl. 21:25

5 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll. Óskar hversu umhverfisvæn er átöppunarverksmiðja Jóns Ólafsonar í Þorlákshöfn frá A til Ö, öll vinnslan.

Kv. Sigurjón Vigfússon 

Rauða Ljónið, 24.7.2008 kl. 22:17

6 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Það liggur ljóst fyrir að þegar Samfylking og VG fögnuðu áliti Skipulagsstofnunar sl. vor án þess að hafa haft nokkurn tíma til að kynna sér málið eða ræða inna flokks þá kom alvarlegur brestur í samstöðu minnihlutans í borgarstjórn.  Það er hrópað á aðgerðir í efnahagsmálum m.a. að nýta þær auðlindir sem við höfum til að tryggja að hjól atvinnulífsins stöðvist ekki.   Forsætisráðherra og nú síðast Bjarni Ben og Illugi hafa kallað eftir þessari framkvæmd og telja að sjálfstæðismenn hafi gert mistök sl. vor.   Nú gefst þeim tækifæri til þess að fylgja Óskari Bergssyni að málum og koma Bitruvirkjun í höfn.

G. Valdimar Valdemarsson, 24.7.2008 kl. 22:36

7 identicon

Það vita það allir sem vilja vita það að andstaða Hvergerðinga byggist eingöngu á því að þeir þéna ekki krónu á byggingu virkjunarinnar og bæjarstjórnin þar getur ekki unað nágranasveitarfélagiinu, Ölfusi, að græða á henni.    Að bera fyrir sig hveralykt (SO2) er einn aumasti brandari sem maður hefur heyrt, enda Hveragerði eins og nafnið bendir til, fyrst og fremst frægt fyrir alla sína hveri með tilheyrandi hveralykt.   Annað hvort er meirihlutinn í Hveragerði að eiga við alvarlegan greindarskort eða bara að þeir hafa svona undarlegan húmor.

Sigurður Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 02:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband