Grænar greiðslur í landbúnaði!
24.7.2008 | 15:54
Við eigum að gera allan íslenskan landbúnað vistvænan þannig að merking íslenskra landbúnaðavara með íslenska fánanum sé trygging fyrir neytendur allra landa að um vistvæna ræktun sé að ræða.
Þá eigum við að sjálfsögðu að breyta eins miklu af íslenskum landbúnaði yfir í lífræna ræktun og við mögulega getum.
Stuðningur ríkisvaldsins við landbúnað á að binda við vistvæna ræktun og sérstakt átak á að gera til þess að aðstoða bændur við að skipta yfir í lífræna ræktun.
Þetta sagði ég fyrir tuttugu árum - og segi það enn!
Bændur vilja í lífræna ræktun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:18 | Facebook
Athugasemdir
Sigga.
Ég veit að lífræn ræktun og vistvæn er ekki það sama. Hélt það kæmi fram í textanum. Það er líklega óraunhæft að gera alla landbúnaðarframleiðslu á Íslandi lífræna - en það er unnt að gera alla framleiðsluna vistvæna! Þess vegna eigum við að stefna að því - og leggja áherslu á að styrkja þá sem vilja og geta gengið alla leið í lífræna ræktun :)
Hallur Magnússon, 24.7.2008 kl. 23:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.