Illkynja krabbamein í íslenskri náttúru!

Lúpínan er illkynja krabbamein í íslenskri náttúru og hefur þegar gert óbætanlegan skaða á lífríkinu. Þótt hætt yrði að sá þessum ósóma strax í dag - þá mun lúpínan halda áfram að breiðast út og breyta vistkerfinu. 

Lúpínan eyðileggur íslensku móanna og hefur alvarleg áhrif á íslenskt fuglalíf. Hefur til dæmis eyðilagt varpstöðvar rjúpunnar í Hrísey - og á kannske sinn þátt í minni rjúpnastofni! Gengur þá væntanlega einnig nærri hinni heilögu heiðlóu, spóanum og hrossagauknum!

Þessi sorglega staðreynda var enn og einu sinni staðfest í Morgunvaktinni á Rás 1 þar sem Sigurður H. Magnússon plöntuvistfræðingur var gestur. Það kom skýrt fram hjá Sigurði að lúpínan gerir lífríkið fábreyttara og að ekki verði aftur snúið. Því miður.

Ég skora á umhverfisráðherra að setja bann við sáningu lúpínufræja á lúpínulausum svæðum á Íslandi.

Viðtalið við Sigurð H. Magnússon er að finna hér.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já. foksandur og rofin moldarbörð eru miklu þjóðlegri en þessi andskotans lúpínan.. sem í þokkabót kom frá bandaríkjunum.. Ég hlusta ekki á svona vitleysu.. aktu mýrdalsand og segðu að lúpínan sé slæm !! Ég hlustaði á umrætt viðtal við Sigurð og þar segir hann ekki að lúpinan sé slæm heldur eigi menn að hugsa áður en þeir framkvæma og ekki vera að planta henni þar sem hennar er ekki þörf.. 

Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 13:03

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Óskar.

Hafðu augun þegar þú ekur um landið þar sem lúpínunni hefur verið dreift við mólendi - sem nú er ónýtt!

Hallur Magnússon, 23.7.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

enda segi ég í mínum pósti að menn eigi að hugsa hvar þeir sá henni..  annars er hún oftast nær til góðs þótt hún geti sumstaðar verið hálfgert illkynja æxli.. en það er Björkin líka.

Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 13:09

4 Smámynd: Helgi Már Barðason

Lúpínan er dásamlegur, gullfallegur köfnunarefnisframleiðandi ... en á ekki heima alls staðar. Í Hrísey er það skógarkerfillinn, sem er aðalvágesturinn, hrikalega aðgangshörð og frek planta sem engu hlífir. Það er auðvitað tóm vitleysa að vera að sá lúpínu í svæði þar sem gróður er fyrir, en sem landgræðsluplanta er hún ómetanleg. Um það bera stór svæði í Suður-Þingeyjarsýslu t.d. vitni.

Helgi Már Barðason, 23.7.2008 kl. 13:16

5 Smámynd: Þóra

Ég hef fylgst með lúpinu breyta auðn í ræktanlegt land. Plöntur þær sem lifa best í rýrum jarðvegi hopa og í staðinn koma aðrar gróskumeiri. Að síðustu hopar lúpínan eftir vel unnið verk því hún hefur ekki lengur neitt að gera, moldin er orðin vistvæn og góð. Verði lúpínuhöturum hið einkar þjóðlega moldrok að góðu.

Þóra, 23.7.2008 kl. 13:39

6 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Ég er alveg sammála öllum þeim sem skrifa hér að ofan, nema Halli Magnússyni.  Það er alltaf hægt að finna eitt og eitt dæmi, eins og Óskar Þorkelsson nefndi með Björkina.  Lúpínan breytir melum í frjósamt land.  Það eina sem Framsóknarmenn eru óánægðir með, er að Lúpinan er BLÁ en ekki MÓRAUÐ, BRÚN eða GRÆN, nema stikillinn.  Einu sinni las ég grein eftir plöntu-rasista sem vild útrýma Lúpínunni vegna litarins, hann"væri svo óíslenskur".  Væri hægt að finna einhvert Lúpínuafbrigði sem væri með rauðbrúnum moldarbarðslit til að gleðja Framsóknarmennina?

Staðreyndin er sú, að Lúpínan víkur fyrir heilbrigðum gróðri, t.d., hef ég séð Lúpínuakur sem Landgræðslan var með til frætöku, kafna á 2-3 sumrum fyrir ágengi Vallarfoxgrass, sem er einna besta grastegundin í fóður handa nautgripum í mjólkur- og kjötframleiðslu.

Kær kveðja, Björn bóndi   J

Sigurbjörn Friðriksson, 23.7.2008 kl. 15:50

7 identicon

Já, nú geta margir verið á andvígri skoðun. Ég er nú svo íhaldssöm í mér að mér er meira virði að geta gengið um móana, týnt blóðberg, krækiber, fjallagrös, skoðað holtasóleyjar og annan gróður sem landið bíður upp á. Þessar plöntur hverfa þar sem lúpínan tekur völdin. Það með að hún hörfi eftir ákveðinn tíma er ekki alveg rétt, hér er jarðvegurinn þannig að það eina sem bítur á lúpínunni er blessuð sauðkindin. Eða plógur og grasfræ og tilbúinn áburður, kostur sem er ekki mér að skapi. Stórtæk sáning lúpínu og annarra aðkomuplantna á svæðum þar sem hún á ekki við var því miður ráð sem menn trúðu á, en nú ætti reynslan að vera búin að kenna landanum. Fallegir íslenskir skógar sem stækkað hefðu með friðun og umhirðu voru ruddir og plantað grenitrjám og öðrum tegundum í stað þess að finna þeim annan stað og auka skóglendi þannig.

Það má hver sem er kalla mig plönturasista ef það þýðir að halda upp á harðgerðar háfjallaplöntur sem nýta má t.d. í frábær náttúrulækningalyf eins og svo margir hafa reynt.

Þóra M

Þóra (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:04

8 Smámynd: Óskar Þorkelsson

menn tala um að hún kæfi gróður sem fyrir er.. í þeim tilfellum er um mjög þunnt jarðvegslag að ræða með sand, gosösku eða bara ófrjór jarðvegur undir efsta laginu sem er kannski ekki nema 5-10 cm djúpt. Lúpinan er með rætur sem geta náð niður á 20-30 cm dýpi og þess vegna ýtir hún þessum plöntum frá á meðan dýpri jarðvegurinn er ófrjór.. svo þegar hún er búinn að auðga jarðveginn með náttúrulegu nítrati er eftirleikurinn auðveldur fyrir aðrar tegundir plantna svo sem trjágróðurs að skjóta rótum í skjóli lúpinunnar..  Þóra hefur áhyggjur af lækningajurtum og skil ég það vel.. en þar sem gróður þekur ekki nema brot af landinu þá er nóg fyrir lúpínuna að gera við það að grænka örfoka sanda og mela landsins sem varla hafa stingandi strá í dag.. Ég hef td ekki séð mikið af lúpinu á vestfjörðum eða snæfellsnesi.. þekki ekki austfirði nógu vel til þess að geta tjáð mig um það svæði.. en sandarnir fyrir austan myrdal og að öræfum.. þar á lúpinan heima. 

Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 16:38

9 identicon

Þegar ég var lítil stelpa í Þorlákshöfn var það mikið mál ef bíllinn þinn bilaði á sandinum.  Hann var sandblásinn og engin málning eftir á bílnum næsta dag.  Við eyddum mörgum dögum í að skera melgresi fyrir prins pólo og kók flösku.  Landræktin flaug yfir með fræin enn það var ekki fyrr en lúpínan var notuð að sandurinn hætti að blása.  Núna er meira að segja trjárækt á sandinum.  Það hefði engum dottið í hug fyrir 30 árum.  Kannski ekki fyrir alla en virkar fyrir suma.

Kristín (nú í Skotlandi, sem er mjög fallegt líka  )

Kristín (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 16:44

10 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svona sleggjudomar um lupinuna heyrđust fyrst fyrir um 30 arum siđan. Sammala ollum her nema Halli. Auđvitađ er ekki sama hvar henni er sađ, sumstađar ser mađur hana tar sem hun a litiđ erindi en tađ er oviđa. Tetta a einnig viđ um skograekt, hun a ekki allsstađar viđ

Gunnar Th. Gunnarsson, 23.7.2008 kl. 16:52

11 Smámynd: Hallur Magnússon

Elskurnar mínar!

Lúpínan er illkynja krabbamein í íslenskri náttúru. Dreifir sér stjórnlaust - og drepur niður annan gróður. Það er staðreynd sem breytist ekki þótt í einhverjum tilfellum hafi lúpínan átt þátt í uppgræðslu á einstaka sandfláka.

Það kom skýrt fram hjá Sigurði H. Magnússyni að lúpínan dreifi sér stjórnlaust og breyti vistkerfinu á dramatískan hátt. Þótt hann segi einnig að það sé unnt að nota hana á afmörkuðum svæðum til uppgræðslu. Hann bendir einnig á að við séum ekki búin að sjá afleiðingarnar til lengri framtíðar!

Garðyrkustjórinn á Ísafirði er mér sammála með lúpínukrabbameinið - "lúpínan er alveg hræðileg" - sagði hún í viðtali um spánarsnigil og fleira á mánudaginn, sbr. hér.

Ítreka áskorun mína til umhverfisráðherra um að banna dreifingu lúpínufræja.

Hallur Magnússon, 23.7.2008 kl. 20:34

12 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Sammála þér Hallur lúpínan er bölvað skaðræði víðast hvar. Get þó fallist á að sá henni í eyðisanda því sannarlega bætir hún jarðveginn. En því miður er raunin sú að henni hefur víða verið sáð þar sem engin þörf var fyrir hana og þar er hún til ama.

Haraldur Bjarnason, 23.7.2008 kl. 21:33

13 Smámynd: Óskar Þorkelsson

he he , einstaka sandfláka.. er Mýrdalssandur sandfláki í þínum augum Hallur

Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 22:40

14 identicon

Lúpínan er svo sannarlega skaðvaldur og vil ég kalla hana Lúpínuplágu.Á vef Náttúrufræðistofnunnar um flóru Íslands segir að lúpínan sé mjög öflug landgræðslujurt,en á hinn bóginn ber að varast að setja hana í eða nálægt grónu landi því ef hún kemst í mólendi leggur hún það undir sig smátt og smátt og eyðir úr því öllum gróðri. Víða á Austurlandi,sérstaklega í Fjarðabyggð sjást Lúpínubreiður teygja sig upp eftir hlíðunum. Á Eskifirði er hlíðin ekkert nema Lúpína en áður var þar mikið berjaland. Á Norðfirði veit ég að alfriðaðar sjaldgæfar plöntur eins og Lyngbúi og Stinnasef hafa vikið fyrir Lúpínunni og einnig vinsæl berjalönd í bæjarlandinu. Þeir sem verja Lúpínuna finnst mér aðallega vera starfsmenn Skógræktar ríkisins enda hafa þeir rekið einhliða áróður fyrir henni.Ekki hvarflaði að mér fyrir 20 árum að berjarlönd í Fjarðabyggð yrðu blá af Lúpínu í stað berja.

Þóra (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 23:09

15 Smámynd: Óskar Þorkelsson

ekki hvarflaði það að mér fyrir nokkrum árum að svarti örfoka sandurinn á mýrdal mundi verða grænn.. og blár ;)

Óskar Þorkelsson, 23.7.2008 kl. 23:19

16 identicon

Blessaðir Íslensku móarnir og varplöndin! Þessar eðalsteinar í hálsmeni fjallkonunnar eru mikil djásn sem okkur ber skilda til að vernda og hlúa að Hallur. Þar er ég þér hjartanlega sammála, en hversu mikið af þessum svæðum hefur fokið á haf út hingað til? Ég er ekki viss um að þar sé um að ræða landsvæði sem eru minni að flatarmáli en sem nemur því sem lúpínan hefur verið notuð til uppgræðslu.

Þetta er því miður ekki spurning um hvort eigi að nota lúpínu eða ekki til uppgræðslu, heldur hversu mikið. Við getum ekki verið þekkt fyrir að sitja hvert í sínu horni og elska landið okkar í hel með fagurgala um fallega móa og varplönd meðan þau bylja á gluggunum hjá okkur í næsta roki.

Eggert Ólafur Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 06:39

17 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Viđ getum sennilega oll veriđ sammala um ađ lupinan se ekki aeskilega allssađar, en eg bendi aftur a ađ svona hraeđsluarođur heyrđist fyrir 30 arum siđan en ekkert hraeđilegt hefur gerst. Lupinan vikur burt ađ akveđnum tima liđnum. Morgum finnst sa timi of langur en tegar viđ tolum um uppgraeđslu, skograekt o.t.h. ta er timinn afstaeđur.

Einhverntima heyrđi eg ta speki um otolinmaeđi varđandi skograekt: "Tren vaxa međan mennirnir sofa". Leggiđ ykkur bara.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.7.2008 kl. 13:57

18 identicon

Hallur Magnússon;  Þú skrifar: "Ítreka áskorun mína til umhverfisráðherra um að banna dreifingu lúpínufræja." 

Sem minnir mig á tillögu bónda eins úr Flóanum, sem var Framsóknarmaður milill. Það var að: "Banna verðbólguna með lögum".  Þessi bóndi hljómar eins og hann væri formaður Neytendasamtakanna.

Uppreisnarseggurinn@gmail.com

Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 14:02

19 Smámynd: Theódór Norðkvist

Í fjallinu fyrir ofan Ísafjörð hefur gróður tekið mjög vel við sér undanfarin ár og þakka menn það brotthvarfi sauðkindarinnar og því að flestir bændur hafi lagt upp laupana.

Þar hafa einhverjir bjánar sáð lúpínu og hún ógnar nú öðrum gróðri ásamt skógarkerflinum.

Theódór Norðkvist, 24.7.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband