Bilaður GSM bjargaði sumarfríinu!
23.7.2008 | 11:38
Ég er ekki viss um að ég hefði haft viljastyrk til að hafa slökkt á GSM símanum mínum í sumarfríinu í Tyrklandi - en síminn tók af mér völdin og bilaði á fyrsta degi. Ef marka má talhólfið mitt sem ég hlustaði á í morgun - þá varð bilunin til þess að bjarga sumarfríinu!
Mögulega missti ég einhver verkefni vegna þessa - en það verður bara að hafa það. Gott sumarfrí var þess virði!
En nú er það bara vinnan á fullu. Mun væntanlega tengjast aftur GSm sambandi eftir hádegi - og þá byrjar fjörið!
Dálítil viðbrigði að koma úr 42 stiga hitanum í Tyrklandi í 14 stiga hitann á Íslandi - en voða gott samt!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mikið er nú gott að vera svona sambandslaus við umheiminn, en það var hundleiðinlegt hérnamegin, ekkert að frétta nema þegar þú bloggaðir og þá helst um þjóðmálin. Á ekki að fara beint í útilegu? Það er nefnilega alveg ekta íslenskt útileguveður, maður rennblotnar á meðan tjaldað er og hangir í tjaldinu svo það fjúki ekki.
Velkominn heim
Þóra og Magnús
Þóra Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 12:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.