Mikilvægt skref í átt til ESB aðildar Serba!
22.7.2008 | 07:51
Handtaka Radovan Karadzic er afar mikilvægt skref Serba inn í Evrópusambandið. Það þarf enginn að segja mér að stjórnvöld í Serbíu hafi ekki áður vitað um svalarstað stríðsglæpamannsins. Hins vegar hafa stjórnvöld hreinlega ekki treyst sér til eða viljað handtaka manninn vegna óttans við þjóðernissinnaða öfgamenn meðal Serba sem líta á Karadzic sem hetju.
Þessi staða hefur nú breyst. Í aprílmánuði sömdu Serbar við Evrópusambandið um aukna samvinnu, samkiomulag sem ætlað er að geti orðið grunnur að inngöngu Serba í ESB. Það er nokkuð ljóst að ríkis ESB hafa samhliða því gert Serbum ljóst að slíkt ferli gæti ekki hafist fyrr en Karadzic yrði handtekinn og framseldur til alþjóðadómsstólsins í Haag.
Þá var hinn Evrópusinnaði Boris Tadisj endurkjörinn forseti Serbíu í vor auk þess sem mynduð var Evrópusinnuð ríkistjórn Lýðræðisflokks Tadisj og Sósíalistaflokksins - sem áður voru erkifjendur - en náðu saman um Evrópumálin.
Serbía er því á leið í Evrópusambandið.
Hvað með Ísland?
Handtöku Karadzic víða fagnað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Jú, framseljum Oddsson hið fyrsta og þá fljúgum við inn.
Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 13:01
..og Hólmstein svo honum leiðist ekki..
Óskar Arnórsson, 22.7.2008 kl. 22:39
Einsýnin í þér, Hallur.
Jón Valur Jensson, 23.7.2008 kl. 01:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.