Hátíđ á Bifröst í tilefni 90 ára afmćlis!
18.7.2008 | 11:16
Ţađ er hátíđ á Bifröst í dag í tilefni ţess ađ 90 ár eru liđin frá stofnun Samvinnuskólans sem er forveri núverandi Háskóla á Bifröst.
Ţví miđur get ég ekki veriđ viđstaddur hátíđarhöldin eins og ég hefđi viljađ sem formađur Hollvinasamtaka Bifrastar - ţar sem ég er í sumarfríi í Tyrklandi međ fjölskylduna.
En ţađ er einmitt fjölskylduhátíđ á Bifröst í dag!
Ţar er afar fjölbreytt dagskrá.
Ýmsir listviđburđir verđa á hátíđinni og má m.a. nefna ađ sönghópurinn Voces Masculorum frumflytur nýtt Bifrastarlag, Arna Kristín Einarsdóttir leikur á flautu, Sigríđur Ađalsteinsdóttir syngur viđ undirleik Viđars Guđmundssonar, karlakórinn Söngbrćđur flytur nokkur lög og hljómsveitin Bandiđ bak viđ eyrađ leikur ljúfa tónlist.
Bođiđ verđur upp á skipulagđar gönguferđir og fjársjóđsleit í Jafnaskarđsskógi, listasmiđju úti undir berum himni, hestaferđir, útimarkađ og fleira og fleira. Ţá má geta sögusýningar ţar sem saga skólans í 90 ár er rakin í máli og myndum.
Skipuleggjandi hátíđarinnar er Edda Björgvinsdóttir leikkona og meistaranemi viđ Háskólann á Bifröst.
Ţá er ekki úr vegi ađ minna gamla nemendur á hátíđarhöld sem verđa á Bifröst laugardaginn 13. september - en 14. september eru 50 ár síđan Nemendasamband Samvinnuskólans - fyrirrennari Hollvinasamtaka Bifrastar - voru stofnuđ.
Dagskrá afmćlisársins má finna hér.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.