Mikilvægt að halda stjórnmálasambandi við Íran!

Það er mikilvægt að Bandaríkjamenn - og vestræn ríki yfir höfuð - haldi stjórnmálasambandi við Íran. Aðferðafræði Bandríkjamnna - sem reyna að einangra Írana - hefur einungis öfug áhrif. Slíkt styrkir harðlínumenn og kemur í veg fyrir að hófsamari öfl nái fótfestu.

Bandaríkjamenn og Vesturlönd almennt - verða að umgangast önnur ríki af virðingu. Það er eina leiðin til að ná þokkalegu jafnvægi í Miðausturlöndum.

Gott samband við Tyrki - sem undanfarið hafa kosið yfir sig íslamistastjórnir - hófsamar þó - er einn af mikilvægustu hlekkjunum milli vesturlanda og múslimaríkja. Góð vísbending um það er að Sýrlendingar og Ísraelar velja Tyrkland til að ræða mögulegt friðarsamkomulag.

Kveðja úr tyrkneska hitanum!


mbl.is Stjórnmálasamband í athugun?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

Það vita allir sem eru ekki með blöðkur fyrir augum að þetta er lygi að Íranir hafi nokkru sinni haldið því fram að þeir vildu þurrka Ísrael útaf kortinu.

Annars hef ég sagt í mörg ár, ef ekki áratugi, að stefna Bandaríkjamanna gegn Íran er fásinna og stjórnast af tilfinningasemi; ofstæki og hefnigirni. Hún er sambærileg við stefnu þerra gagnvart Kúbu, sem er sömuleiðis idjótísk, nema ef vera skyldi að stefna þeirra hafi öll þessi ár verið að halda Kastró við stjórnvölinn.

Elías Halldór Ágústsson, 17.7.2008 kl. 13:36

2 identicon

Einar. Íran hefur ekki sagst ætla að þurka Ísrael af kortinu. Heldur er það núverandi stjórnandi Írans. Stjórnandi sem er núa við völd vegna þess að sá fyrrverandi var of rólegur. Gerði svona brjálaða hluti eins og að reyna semja við Bandaríkin og svona. Það náttúrulega hefur sýnt sig að virka ekki á Bandaríkin þannig að það þurfti að skipta út fyrir einhvern sem gat hótað. Ég hika ekki við að kenna Bandaríkjunum um ástandið.

Stop being part of the problem. Þinn hugsanagangur fékk sinn tíma og ljóst er orðið að hann er nálægt því að steypa okkur öllum til helvítis. Kominn tími til að reyna að haga sér eins og siðmenntað fólk.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:39

3 Smámynd: Elías Halldór Ágústsson

En hann sagði það ekki! Þetta var þýðingarvilla og var alveg augljóst frá fyrstu tíð.

Elías Halldór Ágústsson, 17.7.2008 kl. 13:45

4 Smámynd: Arnar Steinn

Þetta er hárrétt hjá Elíasi, um var að ræða ranga túlkun á því sem hann sagði og hann hefur m.a.s. leiðrétta þetta í einkaviðtali við skítafréttaþáttinn 60 minutes.

Arnar Steinn , 17.7.2008 kl. 14:08

5 identicon

Já hann sagðist vilja þurrka Ísrael of blaðsíðum sögunar, miklu betra ekki satt?

Gilbert (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 14:19

6 Smámynd: Óskar Þorkelsson

það er skynsamlegra að halda stjórnmaálasambandi við Iran en ísrael td.. þori ekki að segja meira af ótta við aðra kæru frá mönnum sem elska hryðjuverkamennina í israel.

Óskar Þorkelsson, 17.7.2008 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband