Móttaka Gyðinga 1938

Við skulum láta hugan reika aftur til ársins 1938. Ímynda okkur að maðurinn væri gyðingur. Hvernig hefði verið tekið á móti manninum? Líklega á sama hátt og núna. Hvernig var samviska okkar eftir stríð gagnvart þeim gyðingum sem við gerðum afturreka?

Hélt við hefðum lært af sögunni. Vitum að það er engin trygging fyrir því að Ítalir sendi hann ekki til baka. Eins og þær þjóðir sem tóku við gyðingum sem vísað var frá Íslandi fyrir stríð. Sumir enduðu aftur í Þýskalandi. Með afleiðingum sem við þekkjum öll.

Viljum við hafa líf mannsins mögulega á samviskunni?

Held ekki.

Við eigum að veita manninum hæli með hraði -  fá hann heim frá Ítalíu - og veita fjölskyldunni öryggi hér heima.

PS:

Bendi á undirskriftarlista sem ég var að rekast á á netinu: http://www.thepetitionsite.com/1/PaulRamses


mbl.is Fjölskyldu fleygt úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Því miður Hallur, samviskan var ekkert slæm hjá Íslendingum út af meðferð þeirra á gyðingum á 4. áratug síðustu aldar. Reyndar voru það sem betur fer ekki margir sem létu lífið eftir að þeir höfðu verið sendir úr landi (Það hef ég rannsakað og skrifað um).

En stefnan nú virðist vera lík því sem hún var fyrir 70 árum. 

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 4.7.2008 kl. 08:47

2 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Hallur:
Athyglisvert. Hverjir voru í forsvari fyrir ríkisstjórn Íslands 1934-1942 (og reyndar frá 1927)? Jú, framsóknarmenn undir forsæti Hermanns Jónassonar sem einnig var dómsmálaráðherra.

Hjörtur J. Guðmundsson, 4.7.2008 kl. 13:51

3 identicon

Gyðingar komu hér að lokuðum dyrum eins og víðast hvar og afleiðingarnar þekkja flestir eða ættu a.m.k. að þekkja, einhver mestu glæpur mannkynssögunnar. Markviss tilraun Nasista til að útrýma Gyðingum með öllum og raunar ýmsum öðrum sem ekki voru taldir verðir þess að lifa.

Við Íslendingar höfum alla ástæðu til að skammast  okkar fyrir að hafa þrakið það hrjáða fólk úr landi fyrir 70 árum eða þar um bil. En skömm okkar er jafnvel enn meiri nú þegar það sýnir sig að við höfum ekkert lært.

Ég hlýddi í vetur á erindi starfsmanns útlendingastofnunar og blöskraði afstaðan sem í því birtist - fannst bera vott um kynþáttafordóma og jaðra við kynþáttahatur. Brottvísun Keníamannsins er stórpólitískt hneyksli og vonandi verða sem flestir til að láta í sér heyra um það mál, þó seint sé.  

Gunnlaugur A. Jónsson (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 14:00

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Hjörtur!

Hvað á ég að gera við því? Þegja yfir ranglæti? Benda ekki á ranglæti fyrri tíma - og nota það ekki til þess að reyna að læra af?

Ranglæti er alltaf ranglæti - hver sem á í hlut!!!

En minni á - fyrst þú ert að rifja upp söguna - að Hermann Jónasson var eini leiðtogin í allri Evrópu sem stóð upp í hárinu á Hitler.

Þá gætum við týnt til að stærsti hluti íslenskra nazista í gamla þjóðernisflokknum gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Heldur þú að Sjálfstæðismenn láti það hafa áhrif á sig í umræðunni í dag?

Bendi einnig á að það var framóknarmaðurinn Páll Pétursson sem hafði forgöngu um það að Íslendingar hófu að taka skipulega og af miklum myndarskap á móti flóttamönnum um miðjan síðasta áratug.  Það framtak og hvernig að því hefur verið staðið hefur verið rómað um allan heim. 

Á grunni þeirrar stefnumótunar erum við einmitt að taka á móti palestínskum einstæðrum mæðrum og börnum þeirra - nú á næstunni. Það verkefni er í grunninn verkefni Framsóknarmanna - þótt Samfylkingin sé nú við stjórnvölinn í félagsmálaráðuneytinu - og breytti um nafn á flóttamannaráði til að geta sett Samfylkingarkonu - afar góða reyndar - þar í formennsku til að taka við Framsóknarmanninum Árna Gunnarssyni sem leitt hefur starf stjórnvalda þar um árabil

Við skulum aðeins halda okkur við daginn í dag. Dómsmálaráðherra hefur verið mjög gagnrýndur fyrir þetta mál - enda yfirmaður útlendingaeftirlitsins. En utanríkisráðherrann er ekki eins hvítþvegin og hann vill vera láta sbr. Klúður utanríkisráðherra ekki minna

Hallur Magnússon, 4.7.2008 kl. 14:23

5 identicon

Mótmælafundur fyrir utan Dómsmálaráðuneytið kl.12.00 á hádegi á morgun laugardaginn 5 júní. Látið það berast! 

Hordur Torfason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 16:12

6 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Hallur Magnússon.

Frábært hjá þér að benda á hvernig var komið fram við Gyðinga á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar. Þeir voru sendir til Þýskalands og enduðu í Útrýmingarbúðum Nasista.

Þetta var og er blettur á íslenskum stjórnvöldum sem aldrei verður afmáður og því miður hefur Björn Bjarnason gert það sama núna og forverar hans. Þetta er hreint út sagt viðbjóðslegt að senda saklausan mann út í opinn dauðann á sama tíma er verið að undirbúa komu fullt af fólki frá Palestínu. Eru Afríkubúar þrepi neðar en fólk frá Miðausturlöndum hjá íslenskum yfirvöldum í dag? Setti inn smá færslu sjálf.

Guð blessi þig og varðveiti

Baráttukveðjur

Rósa Aðalsteinsdóttir, 4.7.2008 kl. 16:33

7 identicon

Sæll Hallur og takk fyrir góða ábendingu. 

Þetta er alveg svakalegt. Hvernig í andskotanum er þetta hægt?Þetta er til háborinnar skammar að senda manninn til Ítalíu eins og allt er í pottinn búið.

Hingað og ekki lengra. Nú verða menn að standa saman og koma vitinu fyrir ráðamenn.Hvar er nú þetta mannelskandi fólk í samfylkingunni?

kv sigurður hafberg

Flateyri

sigurður J hafberg (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband