Móttaka Gyðinga 1938

Við skulum láta hugan reika aftur til ársins 1938. Ímynda okkur að maðurinn væri gyðingur. Hvernig hefði verið tekið á móti manninum? Líklega á sama hátt og núna. Hvernig var samviska okkar eftir stríð gagnvart þeim gyðingum sem við gerðum afturreka?

Hélt við hefðum lært af sögunni. Vitum að það er engin trygging fyrir því að Ítalir sendi hann ekki til baka. Eins og þær þjóðir sem tóku við gyðingum sem vísað var frá Íslandi fyrir stríð. Sumir enduðu aftur í Þýskalandi. Með afleiðingum sem við þekkjum öll.

Viljum við hafa líf mannsins mögulega á samviskunni?

Held ekki.

Við eigum að veita manninum hæli með hraði -  fá hann heim frá Ítalíu - og veita fjölskyldunni öryggi hér heima.


mbl.is Mótmæli skipulögð fyrir utan dómsmálaráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var vitað mál að þið jafnaðarmenn færuð að tengja þetta mál við gyðinga eins og venjulega.

Johnny Rebel (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 21:27

2 Smámynd: Óskar Þorkelsson

sammála þér Hallur.   Góð samlíking með gyðingana, þeir voru sendir héðan í vísan dauða.. líklega er það hlutskipti þessa ógæfusama manns sem hafnaði á íslandi.. 

Óskar Þorkelsson, 3.7.2008 kl. 21:43

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Afstaða stjórnvalda var skammarleg þá rétt eins og nú í máli Kenýamannsins.

Jón Valur Jensson, 4.7.2008 kl. 02:28

4 Smámynd: Snorri Bergz

Merkilegt að framsóknarmaður skuli þora í þessa umræðu. En málavextir voru þeir, að Stefán Jóhann og kratarnir náðu á sínum tíma að halda aftur af Hermanni dálítið, fá allskonar undanþágur (aðallega fyrir gyðingakrata, auðvitað) fyrir Gyðinga og siðan á tíma Þjóðstjórnarinnar tóku ráðherrarnir, jafnvel Eysteinn Jónsson, að beita Hermann ofurliði og veita GYðingum undanþágur. En á þeim tíma þegar Hermann réði óskoraður í minnihlutastjórn Framsóknarflokksins var rekin harðasta flóttamannastefna í Evrópu. Engar undanþágur veittar og mikil harka sýnd flóttafólki. Þetta er að mínum dómi lík í lest Framsóknar og Hermanni til ævarandi smánar. Staðreyndin var að Íslendingar tóku við langtum færri flóttamönnum en aðrar Evrópuþjóðir, bæði í tölum og hlutfallslega. það var einna helst Búlgaría sem var á svipuðum slóðum, en þeir vernduðu þó "innlenda" GYðinga gegn nasistum.

Þetta rugl hélt síðan áfram eftir stríð þegar við svikum allskonar samninga. Saga Íslendinga á þessu sviði er ljót, afar ljót, en m.a. græddu Íslendingar stórfé á flóttamannastofnunum, t.d. með því að selja þeim íslenskt sjávarfang og gærur yfir markaðsverði! Og ef þær neituðu að kaupa af Íslendingum, börðu Íslendingar í borðið og fóru að tala um herinn í Keflavík og viðskiptafundi með Rússum! Þá borguðu Kanarnir það sem uppsett var!

En "sniðugast" var, þegar hjálpa átti Kóreubúum og við vildum selja flóttamannastofnuninni síld. Þegar hún keypti af Norðmönnum (betri síld á lægra verði!) og Kanadamönnum (sama) risum við upp, Íslendingar, og skildum allt í einu ekkert í því hvers vegna væri verið að hjálpa þessa gula fólki meðan "rjómi hins norræna, hvíta kyns sveltur í Þýskalandi."

En til að lagfæra þetta mætti Framsókn byrja á því að gera hreint í sínum málum. Minnihlutastjórn flokksins undir lok fjórða áratugarins var andstyggilegasta stjórn sem nokkru sinni hefur setið á Íslandi. Þá var "mannúð bönnuð á Íslandi", ef áttu í hlut aðrir en Þjóðverjar og Norðmenn sem fluttir voru inn í allskonar Kleppsvinnu meðan hámenntuðum læknum af gyðingaættum var snúið frá, þrátt fyrir mjög alvarlegan læknaskort í landinu. Og Gyðingur á Íslandi, maður sem hafði búið hér frá því um 1925, þurfti að fara til Þýskalands til lækninga. Dóttir hans komst lífs af...frá Auschwitz, og sendi beiðni til íslenskra stjórnvalda um að fá að koma hingað í stríðslok. Hún var fædd á Íslandi, bar íslenskt nafn, talaði íslensku eins og innfædd. En hún var Gyðingur. Stjórnvöld sögðu henni því að éta skít. EN sömu stjórnvöld lögðu mikið á sig til að bjarga hingað aríum, jafnvel þeim sem starfað höfðu með Þjóðverjum á stríðsárunum. Ojbarasta.

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 07:16

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Ágæta Seott Bergz!

Dettur þér virkilega í huga að ég láti aðgerðir eða aðgerðarleysi einhverra flokka hafa áhrif á sannfæringu og skoðanir mínar í dag?

Ranglæti er alltaf ranglæti - hver sem á í hlut!!!

En minni á - fyrst þú ert að rifja upp söguna - að Hermann Jónasson var eini leiðtogin í allri Evrópu sem stóð upp í hárinu á Hitler.

Þá gætum við týnt til að stærsti hluti íslenskra nazista í gamla þjóðernisflokknum gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn. Heldur þú að Sjálfstæðismenn láti það hafa áhrif á sig í umræðunni í dag?

Bendi einnig á að það var framóknarmaðurinn Páll Pétursson sem hafði forgöngu um það að Íslendingar hófu að taka skipulega og af miklum myndarskap á móti flóttamönnum um miðjan síðasta áratug.  Það framtak og hvernig að því hefur verið staðið hefur verið rómað um allan heim. 

Á grunni þeirrar stefnumótunar erum við einmitt að taka á móti palestínskum einstæðrum mæðrum og börnum þeirra - nú á næstunni. Það verkefni er í grunninn verkefni Framsóknarmanna - þótt Samfylkingin sé nú við stjórnvölinn í félagsmálaráðuneytinu - og breytti um nafn á flóttamannaráði til að geta sett Samfylkingarkonu - afar góða reyndar - þar í formennsku til að taka við Framsóknarmanninum Árna Gunnarssyni sem leitt hefur starf stjórnvalda þar um árabil

Við skulum aðeins halda okkur við daginn í dag. Dómsmálaráðherra hefur verið mjög gagnrýndur fyrir þetta mál - enda yfirmaður útlendingaeftirlitsins. En utanríkisráðherrann er ekki eins hvítþvegin og hann vill vera láta sbr. Klúður utanríkisráðherra ekki minna

Hallur Magnússon, 4.7.2008 kl. 07:30

6 Smámynd: Snorri Bergz

"Ágæta Seott Bergz!

Dettur þér virkilega í huga að ég láti aðgerðir eða aðgerðarleysi einhverra flokka hafa áhrif á sannfæringu og skoðanir mínar í dag?

Ranglæti er alltaf ranglæti - hver sem á í hlut!!!"

Rétt...en átti reyndar ekki von á öðru frá þér. En er samt pirraður (já pirraður! ekki pirruð) út í það að Framsókn vilji moka yfir þennan óþverra Hermanns.

En mýtan um Hermann er lífsseig. Hann "stóð uppi í hárinu á Hitler" nánast með hendur bundnar. Eysteinn á miklu frekar heiðurinn af þessu. Samkvæmt innanbúðarupplýsingum úr stjórnarráðinu var Hermann "veikur á svellinu", en sumir félagar hans börðu þetta í gegn með stuðningi hinna flokkanna. Churchill stóð nú uppi í hárinu á Hitler líka, en ég tel sanngjarnara að láta Eystein njóta þessa með Lufthansa og flugvellina. Eysteinn var líka einn þeirra sem var í "meiri hluta ríkisstjórnar" þegar Gyðingar fengu að koma hér á tíma Þjóðstjórnar og reis þar gegn Hermanni sem bar sig aumlega yfir þessari dellu í Ólafi Thors, Stefáni Jóhanni og félaga sínum Eysteini. Hermann var að mínum domi einn albesti stjórnmálamaður sem Íslendingar hafa átt, en því miður hafði hann oft á tíðum vafasamar skoðanir.

Stór hluti gömlu nasistana gekk til liðs við Sjalla já, hinn hlutinn fór í Sósíalistaflokkinn.

En það sem ég er að segja, aðallega, er að mér sárnar að það hefur ekki mátt ræða um þennan hlut Hermanns. Hvað var það aftur sem Halldór Ásgrímsson sagði? eða sagði ekki?

En Palli kallinn, jájá, en þetta var lítið og seint komið. Það var reyndar ekki Palla að kenna. Ég rannsakaði flóttamannamálin í frumheimildum fram til Víetnama. Mér sárnar t.d. framkoman við Ungverjana. Það mál er líka "hulið". VIð svikum auðvitað öll loforðin, nánast. Hétum ýmsu, en svikum nánast allt. Tókum þó við nokkrum Ungverjum til málamynda, þegar Svíar og Kanar voru orðnir reiðir út í okkur. Við björguðum síðan Benkö skákmanni, en þá spurði embættismaður (hátt settur) ráðherra hvort það væri "heimilt" að veita pólítískum flóttamanna hæli. Svarið var, að það væri "ekki bannað", en hefði aldrei verið gert áður.

Flóttamannasaga Íslendinga er ljót...fram til seinna stríðs var hún á ábyrgð Framsóknarflokksins, þá þegar hún sýndi sitt ljótasta andlit. En síðar, þegar ósóminn hélt áfram í breyttri mynd voru það mínir menn í Sjálfstæðisflokknum og Alþýðuflokksmenn sem voru þar fremstir í flokki! Jafnvel kommarnir notuðu flóttamenn sem leiksoppa í peningagræðgi. Manni varð stundum óglatt að lesa þessi ósköp.

Ég hefði engar athugasemdir ef Framsókn væri ekki svona byssí við að reyna að moka þessum óþverra Hermanns undir teppi og vitna í lygaþvælur hans eftir stríðið um afrek sín við björgun Gyðinga.  Það er kjarni málsins hvað mig snertir.

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 08:02

7 Smámynd: Hallur Magnússon

 Kæra Sneott!

Veit að þú ert hann ekki hún - en finnst þetta svo líkt "snót" :)

Hermann og Eysteinn eru í hópi allra bestu stjórnmálamanna sem við höfum átt. Kann að vera að Hermann hafi í einhverjum málum haft vafasamar skoðanir - en röggsamur var hann!

Ég held hins vegar að það sé misskilningur hjá þér að Framsóknarmenn séu í dag að moka einhverju undir teppið með atburði sem gerðust fyrir stríð!

Menn eru bara alls ekkert að leiða hugan að því dags daglega - hvorki með neikvæðum eða jákvæðum hætti!

Það er enginn Framsóknarmaður í dag að berja sér á brjóst vegna þess að Framsóknarmenn hafi "bjargað" einhverjum! Heldur ekki að pæla sérstaklega í því að Framsóknarmenn hafi gert eitthvað rangt gagnvart útlendingum fyrir stríð! Það er bara ekki málið í dag í hugum þeirra - þótt það ætti kannske að vera það!

Hvort það var Hermann sjálfur eða Eysteinn sem var aðalmaðurinn í því að hafna Luftahansa - skiptir ekki öllu máli. Framsóknarmennirnir gerðu það - og eiga heiður skilið!

Einnig sammála þessu með Ungverjana.

Hvað varðar Pál á Höllustöðum - þá finnst mér ekki rétt að gera lítið úr framtaki hans! Það var gott, faglegt, ölfugt og árangursríkt.  Við getum síðan deilt um hversu mörgum við eigum að taka á móti!  Það er allt annað mál

Hallur Magnússon, 4.7.2008 kl. 08:22

8 Smámynd: Snorri Bergz

Ég las það sem þú bentir okkur á um pilsfald utanríkisráðherra: http://gvald.blog.is/blog/gvald/entry/583268/

Takk!

Framsóknarmenn á góðri leið með að bæta flóttamanna-ímyndina í mínum huga!

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 08:23

9 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, Framsóknarmenn nutu nú "aðstoðar" Sjálfstæðismanna í þessu. Bjarni beitti sér af þunga...líka sósíalistarnir voru all in í þessu! Samkvæmt mínum heimildum var Hermann nú eiginlega sá eini úr hópi stjórnmálaforingjanna sem var tilbúinn að ræða það að láta undan Þjóðverjum. Sami Hermann og sendi Agnar Kúfót til SS að læra lögreglumál.

En rétt...Hermann var röggsamur. Það vantaði ekki. SKemmtilegasta sagan frá stríðsárunum þegar yfirmaður Bretanna borgaði rónum 1 pund fyrir að segja sér sögur um Hermann og Kúfót og "meintar" tilfinningar þeirra í garð ÞJóðverja. Hermann rúllaði honum upp af mikilli snilld. Þess vegna ber ég virðingu fyrir Hermanni, þó þetta mál muni ætíð varpa stórum skugga á feril hans, ekki síst þegar hann fór að ljúgja á Alþingi um þátt sinn í málum þessum.

Teppið....ég fékk nú merkilegt símtal fyrir um áratug síðan frá framsóknarmanni...þá var amk mokstur í gangi. Síðan vildi Halldór ekki láta ræða þessi mál á sínum tíma...þagði það niður. En auðvitað nær það ekki til hins almenna framsóknarmanns, ágætra manna eins og þín og Einars Gunnars og fleiri ágætra framsóknarmanna. Það merkilega er að mér líkar almennt vel við þá framsóknarmenn sem ég hef þekkt og þekki...en þessi símaglaði miðaldra kall sem hringdi í mig fyrir áratug síðan og hafði í frammi hótanir vegna "Hermannsmálsins" og minningarnar um Hermann vekja mér hroll.

Hitt er svo annað mál, að samanburðurinn við núverandi samstarfsfélaga í ríkisstjórn gerir framsóknarmenn e.t.v. með fegurri fjallabláma í fjarlægð en ella! :)

Snorri Bergz, 4.7.2008 kl. 08:46

10 Smámynd: Óskar Þorkelsson

SS 1938 í lögreglumálum er svipað og FBI í sömu málum árið 2008.. einfaldlega fremstir ;)... útúrsnúningur en stóðst ekki mátið.

Óskar Þorkelsson, 4.7.2008 kl. 21:05

11 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fróðleg umræða ykkar Snorra og Halls. Segðu mér, Sneott, hvaða nazistar helztir fóru yfir í Sósíalistaflokkinn?

Jón Valur Jensson, 7.7.2008 kl. 23:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband