Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar?

Nýtti Landsbankinn sér klaufaskap ríkisstjórnarinnar sem að líkindum fór ekki að reglum Kauphallarinnar um birtingu fjárhagslegrar upplýsinga á upplýsingavef Kauphallar?

Það væri þá ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld klikka í þeim efnum, en stjórnmálamenn hafa átt í gegnum tíðina erfitt með að sætta sig við að geti ekki sjálfir stjórnað því hvernig og hvenær þeir koma fram með slíkar upplýsingar í fjölmiðlum. Ásóknin í dýrðarljóma fjölmiðlaljóssins verið skynseminni ofursterkari.

Íbúðalánasjóður hefur alla tíð lagt megináherslu á að upplýsingar sem kunna að hafa áhrif á markaði birtist fyrst í Kauphöll áður en frá þeim er greint á öðrum opinberum vettvangi - eins og reglur Kauphallar gera ráð fyrir. Þar er ekki einungis nóg að upplýsingar birtist á íslensku heldur einnig samhliða á ensku.

Þetta hefur ekki alltaf tekist - oftast vegna fljótfærni stjórnmálamanna - sem hafa verið einum of fljótir að tjá sig í fjölmiðlum.

Nú er ljóst að upplýsingar um aðgerðir ríkisstjórnarinnar birtust einhverra hluta á visir.is áður en frá þeim var greint á vef Kauphallar. Hvort um hafi verið að ræða leka frá ríkisstjórn, mistök embættismanna í ráðuneytum eða að ráðgjafar ríkisstjórnarinnar í bankakerfinu hafi búið yfir upplýsingum sem aðrir höfðu ekki - er ekki gott að segja - en þetta er staðreyndin.

Svo virðist reyndar að í gegnum Samráðsvettang bankanna - Samtök fjármálafyrirtækja - hafi upplýsingarnar borist vítt og breytt um bankakerfið - áður en aðgerðirnar voru tilkynntar í Kauphöll. Það er ólíðandi - en undirstrikar samráð bankanna gegnum þennan opinbera samráðsvettvangi sinn - sem bankarnir hafa notað ótæpilega óáreittir gegnum tíðina.

Landsbankinn virðist þó sá eini sem hafði tækifæri til að nýta sér þessar upplýsingar - einhverra hluta vegna!


mbl.is Landsbankinn liggur enn undir grun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: AK-72

Sá þetta hjá Orðinu á götunni:

"

Landsbankarannsóknin

Orðið á götunni er að Yngvi Örn Kristinsson framkvæmdastjóri verðbréfasviðs Landsbankans, áður yfirmaður peningamálasviðs Seðlabankans, hafi verið verið ríkisstjórninni mjög innan handar við undirbúning aðgerðanna á húsnæðismarkaði um daginn (ef ekki beinlínis höfundur þeirra). Rannsókn Kauphallar (og Seðlabankans) á hvort Landsbankinn nýtti sér innherjaupplýsingar í viðskiptum með húnæðisbréf áður en aðgerðirnar urðu opinberar hljóti því að koma við á borðinu hans."

Ef þetta er rétt, þá vekur þetta upp fleiri spurningar og fyrir það fyrsta,hversvegna í ósköpunum fær ríkistjórnin hagsmunaaðila sem er að sýsla með verðbréf, til að vera þeim innan handar?

Hversvegna segist ríkistjórnin ekki hafa hugmynd svo um hvernig Landsbankinn gæti hafa fengið upplýsingar um þetta, ef þetta er rétt?

AK-72, 3.7.2008 kl. 09:37

2 identicon

Ég var að heyra það að sjálfur Geir Haarde hafi komið innherjaupplýsingum til Björgólfs. Og að björgólfarnir hafi grætt 4 milljarða á dílnum. Ef þetta er satt þá myndi Geir þurfa að segja af sér allstaðar annarstaðar en á Íslandi. Það eigi hins vegar að þegja það mál algerlega í hel. Hvað sem það kostar. Vonandi er þetta bara kjaftasaga. Vont ef satt er.

BI (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 12:14

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Vont ef satt er já. Hins vegar er ég klár á að þetta er misskilningur með meintan hagnað. Hleypur frekar á einhverjum milljónum - kannske tugum milljóna - fer eftir hvað fjárhæðin var há sem lágu undir í viðskiptunum.

Alvarleikinn er frekar ef forsætisráðherrann heldur ekki trúnað sem innherji - sem hlýtur að vera misskilningur líka. Maðurinn fer varla að hætta pólitískum ferli sínum með því að láta trúnaðarupplýsingar leka til vina og vandamanna!

Hallur Magnússon, 3.7.2008 kl. 14:28

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hver hefði ekki nýtt sér það?

Spurningin er af hverju er ríkisstjórnin að blaðra með þetta? 

Sigurður Þórðarson, 3.7.2008 kl. 14:43

5 Smámynd: Þarfagreinir

Þetta er skelfilegt mál. Vægast sagt. Ekki verður unað við óvissu um möguleikann á því að svona bullandi hagsmunaárekstur hafi orðið á milli ríkisstjórnarinnar og eins viðskiptabankanna.

Fjölmiðlar og stjórnarandstaða ættu að vera að djöflast í þessu og krefja fram svör, ef einhver dugur er í þeim.

Þarfagreinir, 3.7.2008 kl. 15:07

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Að trúa þessu upp á þann grandvara stjórnmálamann, sem Geir Hilmar Haarde er nálgast Guðlast.

Ég hef nú gagnrýnt Geir opinberlega á fundi í Valhöll fyrir að hamla gegn ESB umræðu innan flokksins. Ég hef gagnrýnt hann fyrir aðgerðaleysi í efnahagsmálum og fyrir að vera ekki nógu sýnilegur að undanförnu.

EITT VIL ÉG ÞÓ TAKA FRAM:

GEIR HILMAR HAARDE ER ÖRUGGLEGA EINN HEIÐARLEGASTI STJÓRNMÁLAMAÐUR SEM ÍSLENDINGAR EIGA!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.7.2008 kl. 18:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband