Elsku Jóhanna! Reddaðu ríkisstjórninni og okkur hinum!!!

"Mjög fljótlega mun skýrast hvort og þá til hvaða aðgerða stjórnvöld ætla að grípa til að sporna gegn verulegum samdrætti á fasteignamarkaði"  segir Jóhanna Sigurðardóttir í viðtali við fyrrum aðstoðarmann sinn í félagsmálaráðuneytinu Grétar Júníus blaðamann á Morgunblaðinu í dag.

Er ekki alveg í lagi hjá ríkisstjórninni? (Nei, reyndar ekki. Ég vissi það nú!)

Fasteignamarkaðurinn er að nálgast alkul - efnahagslífið á leið í brotlendingu og ríkisstjórnin er að pæla í því hvort hún eigi að grípa til aðgerða.  Fjöldagjaldþrot eru framundan í byggingariðnaði ef fer fram sem horfir. Það mun gera efnahagskrísuna sem ríkisstjórnin ræður reyndar ekkert við - enn dýpri en ella!

Elsku Jóhanna! Ekki láta doða og aðgerðarleysi Geirs, Árna á Kirkjuhvoli og Ingibjargar fara með þig!

Taktu nú af skarið og gríptu til aðgerða.

Þær aðgerðir ættu að vera:

  1. Afnema viðmið lána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat
  2. Hækka hámarkslán Íbúðalánasjóðs
  3. Auka lánsheimildir til leiguíbúða
  4. Hækka lánshlutfall leiguíbúðalána í 90%.
  5. Afnema stimpilgjöld alfarið
  6. Gefa Íbúðalánasjóði heimild til að kaupa íbúðalán bankanna með eðlilegum afföllum. Fjármögnunin fari fram með sölu ríkisstryggðra íbúðabréfa Íbúðalánasjóðs. Slíkt veitir bönkunum einhverja hundruð milljarða í hagkvæmu lánsfé í lánsfjárkreppunni. 

Með því ertu orðinn bjargvættur íslensku þjóðarinna

Kær kveðja

Þinn Hallur!


mbl.is Hugsanlegar aðgerðir að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

En leiðir þetta ekki til hækkunar húsnæðisverðs húsnæðisverð er orðið allt of hátt það hefur engin í raun efni á að kaupa

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.6.2008 kl. 11:28

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Og það er til alveg nóg af húsnæði það hlytur að gilda eins um byggingariðnað eins og annað að hann verður að kunna fótum sínum forráð Og það ætti líka að gilda um bankana það er sorglegt ef að þeirra afglöp bitna síðan á þjóðinni

Jón Aðalsteinn Jónsson, 19.6.2008 kl. 11:30

3 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þú færð 10 hjá mér Hallur fyrir þessar tillögur og myndi hiklaust syðja þig í stól
félagsmálaráðherra en bara ekki undir forsæti Ingibjargar Sólrúnu.

Síðan er mjög athugandi að taka húsnæðiskostnaðin út úr verðlagvísitölunni
og samræma þannig verðlagsvísitöluna því sem gerist í okkar helstu við-
skiptalöndum á EES-svæðinu. En húsnæðiskostnaðurinn skrúfaði mjög upp
alla verðbólgu á s.l árum með tilheyrandi hækkun lána og verðbóta.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 19.6.2008 kl. 14:08

4 Smámynd: Púkinn

Ég er nú ekki viss um að þetta séu allt bestu aðgerðirnar.  Vandamálið er að þetta myndi stuðla að því að viðhalda fáránlega háu húsnæðisverði á Íslandi.  Húsnæðisverð verður að lækka, a.m.k. að raunvirði - sem er reyndar að gerast um þessar mundir, þegar það stendur í stað og allt annað hækkar.

Púkinn, 19.6.2008 kl. 14:14

5 Smámynd: Ingólfur

Það er alveg rétt að fjöldagjaldþrot í byggingariðnaði gerir slæmt ástand enn verra.

En er það endilega sniðugt að halda áfram að byggja íbúðir langt umfram eftirspurn?

Ingólfur, 19.6.2008 kl. 15:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband