Bill Clinton næsti varaforseti Bandaríkjanna?

Ætli Bill Clinton verði ekki bara næsti varaforseti Bandaríkjanna?

Hillary Rodham Clinton hefur reyndar heldur betur sýnt styrk sinn sem öflugur sjálfstæður frambjóðandi sem hefði ekki síður erindi sem forsetaframbjóðandi en Framsóknarmaðurinn Barak Obama - sem verður næsti forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins!

Helsti veikleiki Obama hefur verið talinn reynsluleysi á ákveðnum sviðum - ekki hvað síst í alþjóðamálum. Hillary Rodham hefur ákveðna reynslu á því sviði en þó ekki eins mikla og Bill!

En afhverju ekki að nýta reynsluboltann Bill Clinton - sem enginn mun geta frýjað um reynsluleysi á neinu sviði - og alls ekki í alþjóðamálum - sem varaforsetaefni Demókrata?

Málið er nefnilega það að Clinton eru ekki bara Bill og Hillary Rodham!  Clinton er öflug hreyfing innan Demókrataflokksins sem sýnt hefur mikinn styrk og ekki er unnt að ganga framhjá. Þeirra stefnumál er líka ákveðin pólitík sem ekki er unnt að hunsa innan flokksins. Hillary hefur lagt áherslu á heilbrigðismálin - og mun leggja áherslu á að Obama taki tillit til þess - því Obama þarf á stuðningi Clinton að halda.

Ég hef semsagt skipt um skoðun. Ég hef hingað til viljað Barak Obama og Hillary Rodham Clinton sem forsetaframbjóðendateymi Demókrata - teymið sem vinnur Hvíta húsið heimsbyggðinni til heilla - en vil núna Barak Obama og Bill Clinton!

Þeir geta svo skipað Hillary í hæstarétt!!!


mbl.is Óskaði Obama til hamingju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann H.

Hallur.  Smá pæling.  Ég spái því að Obama sé feigur nái hann kjöri sem næsti forseti Bandaríkjanna.  Haukarnir í Wasington og þeirra þý munu aldrei una því að "svona" maður sitji lengi á forsetastóli.  Honum verður komið fyrir kattarnef fyrr en síðar.  Jafnvel í kosningabaráttunni.  Því miður.  Hans eina lífsbjörg kann að vera fólgin í því skipa kallinn frekar en kellinguna sem varaforseta, þvi fyrir haukunum er tilhugsununin um B.C. aftur við stórnvölinn ,sennilega enn óbærilegri en sú að hafa þar einhvern með jafn ókristilegu nafni og Hussein Obama.... 

Jóhann H., 4.6.2008 kl. 08:55

2 identicon

Aðeins maður sem löglega getur orðið forseti Bandaríkjanna getur orðið varaforseti þeirra.

Þetta útilokar Bill Clinton því hann hefur gegnt tveimur kjörtímabilum sem forseti. 

Hjörtur (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 09:59

3 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Það verður ,,Rebbi" í Hvíta húsinu áfram.

Fyrr fr´æys í He..... en að sumir Demókratarnir, kjósi Obama, svo mikið er víst.

ÞAð þarf ekki G.Ol.B til, nægir bara svona venjulega Demma til.

Miðbæjaríhaldið

býst við litlum breytingum í BNA

Bjarni Kjartansson, 4.6.2008 kl. 11:12

4 identicon

Auðvitað verður obama drepinn straks, þetta veit clinton eins og aðrir.

jk (IP-tala skráð) 4.6.2008 kl. 22:21

5 Smámynd: Pétur Sig

JK laxmaður! Þarna fórstu illa með einn af fáum sjensum sem við íslendingar höfum til að skrifa orð með x-i, kannski ertu ekki á þeim buxunum?

Jæja, núna fer ég að ryxuga og svo í lax.

Pétur Sig, 6.6.2008 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband