Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins!

Ég veit að ég er smá litaður, en svona bókmenntalega séð - er þetta ekki skemmtilegur texti hjá Guðna!:

„Samfylkingin sveik alþýðuna hún ætlaði að vera turninn sem stæði vörð um lífskjör almennings. Nú hvílir Samfylkingin rjóð og undirleit í faðmi Sjálfstæðisflokksins, blessuð litla stúlkan.

Samfylkingin hefur forðast það svæði í pólitíkinni sem jafnaðarmenn á Norðurlöndum varða svo vel, Samfylkingin nefnir sjaldan láglaunastéttirnar, verkakonuna, sjómanninn og bóndann. Samfylkingin vill vera og er flokkur hinnar menntuðu elítu.

Þess vegna hefur skírskotun Ingibjargar Sólrúnar verið að þrengjast. Við framsóknarmenn munum stilla upp til sóknar á skákborði okkar öflugri sveit karla og kvenna sem mun verja hagsmuni hins almenna borgara á Íslandi," .

Svona óháð allri pólitík - þá er þetta skemmtilega gert - er það ekki! Joyful

 PS.

Einhverra hluta vegna datt mér í hug eftirfarandi gullkorn úr bókmenntasögunni þegar ég hafði lesið nokkrar athugasemdir við þetta blogg:

"Hvað er að heyra þetta barnið gott, sagði Björn á Leirum. Heldurðu að ég taki í mál að þú með þetta gula hár og svona rjóð í kinnum og einsog nýhnoðuð skaka á kroppinn farir að leggjast á torfusnepil útí kofa mín vegna? Nei þó við séum handfljótir að kaupa og selja hross, þá erum við ekki svona fljótir að senda af okkur stúlkurnar! Láttu mig leggja koddann þann arna til mín einsog jómfrúin sem leysti dýrið forðum tíð."

 ... og svo var gullpeníngur í gluggakistunni daginn eftir, munið þið!

"... Kvenmaður fær bara einn gullpening ... Síðan fær hún tómt silfur..."


mbl.is Ríkisstjórn brostinna vona
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

....djö... Hallur......getur verið sð ég sé að verða framsóknarmaður????....mér fannst Guðni góður í köld

Haraldur Bjarnason, 27.5.2008 kl. 21:04

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þið framsóknarmenn ættuð að vita allt um faðm Sjálfstæðisflokksins. Þið sváfuð þar í tólf ár.

Theódór Norðkvist, 27.5.2008 kl. 21:14

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

Guðni er töffari :)

Óskar Þorkelsson, 27.5.2008 kl. 21:37

4 Smámynd: Hallur Magnússon

"Hvað er að heyra þetta barnið gott, sagði Björn á Leirum. Heldurðu að ég taki í mál að þú með þetta gula hár og svona rjóð í kinnum og einsog nýhnoðuð skaka á kroppinn farir að leggjast á torfusnepil útí kofa mín vegna? Nei þó við séum handfljótir að kaupa og selja hross, þá erumv ið ekki svona fljótir að senda af okkur stúlkurnar! Láttu mig leggja koddann þann arna til mín einsog jómfrúin sem leysti dýrið forðum tíð."

 ... og svo var gullpeníngur í gluggakistunni daginn eftir, munið þið!

"... Kvenmaðir fær bara einn gullpening ... Síðan fær hún tómt silfur..." , munið þið!

Hallur Magnússon, 27.5.2008 kl. 22:18

5 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Verð að viðurkenna að þessi tónn hjá Guðna slær mig illa.   Ekki bara vegna þess að mér finnst ómálefnalegur taktur hjá honum og ósanngjarn gagnvart Samfylkingunni.  Heldur vegna þess að ég heyri í gegn fordómafullt karlrembuviðhorf.   Við sem erum feður ungra kvenna og eiginmenn ættum að snúast illa við þessu fordómakeyrða innihaldslausa rembings-rausi.

Þið sem enn eruð Framsóknarmenn - ættuð að hafa áhuggjur af þessu og setja ofan í við Guðna (eða skipta um ræðuskrifara fyrir hann).  Dagskrárstjóri Guðna ætti að breyta um takt í markðasáherslum formannsins - - þessi taktur er ekki að virka - og engum er skemmt.

Benedikt Sigurðarson, 27.5.2008 kl. 22:19

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Benni!

Eftir á að hyggja þá get ég verið sammála þér hvað varðar karlrembuviðhorf. Það er unnt að túlka þetta á þann veginn!

Slíkt er ekki í anda Framsóknarflokksins - sem hvað sem hver segir gekk fram fyrri skjöldu á sínum tíma - og skipaði ráðherralið sitt 3 konur á móti 3 körlum!

Það var reyndar ekki Framsóknarflokknum að kenna að kynjahlutfallið er ójafnt núna - heldur kjósendum

Það voru nefnilega 3 konur og 3 karlar sem leiddu kjördæmin - en einungis 2 efstu komust inn!

Hallur Magnússon, 27.5.2008 kl. 22:29

7 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Hallur, Guðni er frábær stílisti og þetta var bráðskemmtilegur texti. Benedikt Sigurðsson tekur sjálfan sig svo hátíðlega að  ég þori ekki annað en nefna hann með fullu nafni. Ég tek samt sénsinn á að hann móðgist ekki þó ég segi að hann talaði ekki fyrir minn munn þegar hann heldur því fram að engum sé skemmt.  Satt að segja hef ég góðan húmor fyrir Guðna og reyndar báðum þingmönnum Framsóknar í Suðurkjördæmi.

Sigurður Þórðarson, 28.5.2008 kl. 00:50

8 Smámynd: Hrannar Björn Arnarsson

Sæll

Guðni getur verið skemmtilegur - það verður ekki af honum tekið. En hafi ræðan átt að vera eithvað meira en bókmenntaverk, etv kafli í framhald ævisögunnar, þá hlýtur hún að valda þeim vonbrygðum sem gera málefnalegar kröfur til aþingismanna - að ekki sé talað um formanna flokka.

Sjá annars: Enn segir Guðni ósatt á hrannar.is

Bestu kveðjur,

Hrannar Björn Arnarsson, 31.5.2008 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband