Stjórnvöld óábyrg vegna óvissu um framtíðarskipulag Íbúðalánasjóðs!

Það er óábyrgt hjá stjórnvöldum að boða óskilgreindar breytingar á Íbúðalánasjóði á óskilgreindum tíma í haust. Það skapar óvissu á fasteignamarkaði og í efnahagslífinu. Stjórnvöldum var í lófa lagið að leggja fram frumvarp um breytingar á Íbúðalánasjóði í upphafi þessa þings fyrst ríkistjórnin hefur ákveðið að breyta starfsumhverfi sjóðsins.  Slíkt frumvarp er til í félagsmálaráðuneytinu.

 

Þá er unnt með einfaldri breytingu á núverandi lögum um húsnæðismál að heimila Íbúðalánasjóði að stofna dótturfélag í formi hlutafélags sem fái það hlutverk að fjármagna útlán Íbúðalánasjóðs og mögulegra annarra aðilja líka með útgáfur sérvarinna skuldabréfa án ríkisábyrgðar.

 

Ef ríkisstjórnin ætlar að vera ábyrg í efnahagsmálum þá ættu hún að leita afbrigða á Alþingi og gera strax einfalda breytinga á lögum um húsnæðismál, veita Íbúðalánasjóði heimild til stofnunar dótturfélags og nota sumarið til að stofna slíkt dótturfélag þannig að breytingarnar geti tekið gildi strax næsta haust.  Slíkt eyðir skaðlegri óvissu á fasteignamarkaði.

 

Ég óttast að ástæða þess að sú leið er ekki farin sé sú að stjórnarflokkarnir hafi ekki komið sér saman um útfærslu breytinganna. Ef svo er þá er hætta á því að afgreiðsla frumvarps um breytingar á starfsumhverfi Íbúðalánasjóðs geti dregist með ófyrirsjánlegum afleiðingum fyrir fasteignamarkaðinn og efnahagslífið í heild.


mbl.is Varnir efnahagslífs styrktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er fullkomlega rétt ábending Hallur. Við stjórn efnahagsmála er grundvallar-atriði að láta verkin tala, en vera ekki að blaðra um hvað verði gert, eða hvað kunni að verða gert. Þeir sem ekki skilja þetta atriði, ættu að snúa sér að öðru en stjórn efnahagsmála allrar þjóðarinnar.

Mig langar að nefna niðurfellingu stimpilgjalda. Hvers vegna í ósköpunum er ekki drifið í þessu sjálfsagða máli, sem viðist vera samstaða um í ríkisstjórn ? Hafa menn ekki séð undanfarna mánuði, hvernig vont ástand verður verra ef mikilvægir hlutir eru í ólagi.

Annars verða menn einnig að gæta þess að fara ekki á taugum, eins og margir stjórnmálamenn hafa gert á liðnum árum. Lýsing Geirs H. Haarde á fundinum í Valhöll er frábær og hana má endurtaka. Geir rifjaði upp ástandið 1989 þegar:

…lagðir voru fram reglulega svonefndir efnahagspakkar sem byggðust á millifærslu og niðurgreiðslum. Í eitt skiptið var verið að lækka mjólkurverð um fjórar krónur lítrann og blýlaust bensín um tvær krónur lítrann. En snilldarbragðið var að lækka sérpakkað og brytjað lambakjöt til almennings á sérstöku tilboðsverði og ráðherrarnir stilltu sér allir upp á mynd með sérbrytjuðu lambakjöti. Efnahagsráðstafanir af þessu tagi eru auðvitað bara liðin tíð.

Ég man líka eftir því þegar nokkrir ráðherrar stilltu sér upp til myndatöku, vegna mælingar á Hvannadalshnjúki sem sýndi hækkun hans, eða var það lækkun ? Ég get enn hlegið að þeirri fádæma flónsku sem Halldór Ásgrímsson sýndi við þetta tækifæri.

"Magnús Guðmundsson, forstjóri Landmælinga Íslands, mun síðdegis á morgun kynna niðurstöður mælinga á hæð Hvannadalshnjúks fyrir Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Sigríði Önnu Þórðardóttur umhverfisráðherra, en mælitækjum var komið fyrir á hnjúknum í síðustu viku. Halldór mun í kjölfarið kynna niðurstöður mælinganna á tröppum Stjórnarráðsins við Lækjargötu."

Þessi leiksýning jafnaðist á við heimsókn Halldórs til Yasser Arafats, á sínum tíma.

Loftur Altice Þorsteinsson, 17.5.2008 kl. 15:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband