Starfsfólk Félags íslenskra stórkaupmanna flyst yfir til Samtaka verslunar og þjónustu!
16.5.2008 | 21:40
Það eru athyglisverð vistaskipti í gangi hjá Félagi íslenskra stórkaupmanna og Samtökum verslunar og þjónustu! Þrír af fimm starfsmönnum á skrifstofu Félags íslenskra stórkaupmanna eru nú að hefja störf hjá Samtökum verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon fráfarandi framkvæmdastjóri FÍS verður framkvæmdastjóri SVÞ. Sigurður Örn Guðlaugsson sem starfað hefur sem sem lögfræðingu hjá FÍS hefur verið ráðinn í nýtt starf lögfræðings hjá SVÞ. Þá tekur Guðbjörg Sesselja Jónsdóttir sem starfað hefur sem skrifstofustjóri hjá FÍS við starfi skrifstofustjóra SVÞ.
Tveir af forustumönnum SVÞ láta af störfum við þessar breytingar, annars vegar Sigurður Jónsson sem hefur verið framkvæmdastjóri svo lengi sem elstu menn muna og Óskar Björnsson skrifstofustjóri. Auk þeirra hafa 4 starsmenn starfað á skrifstofu SVÞ.
Þá hefur Knútur Signarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna í stað Andrésar Magnússonar sem er orðinn framkvæmdastjóri SVÞ.
Það sem vekur sérstaka athygli er að starfsemi Félags íslenskra stórkaupmanna og Samtaka verslunar og þjónustu er afar svipuð. Þá starfa þessi samtök á stórum hluta á sama vettvangi! Hefði kannske verið nær að sameina þessi samtök undir framkvæmdastjórn Andrésar og með liðsinni starfsfólks beggja samtakanna?
Spyr sá sem ekki veit!
Breytingar hjá SVÞ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.