Á Geir Haarde að segja af sér vegna spillingar?
13.5.2008 | 21:02
Á Geir Haarde að segja af sér vegna "spillingar" við sölu ÍAV sem hæstiréttur hefur dæmt ólögmæta?
Geir Haarde var í ráðherranefnd um einkavæðingu sem tók endanlega ákvörðun um sölu á tæplega 40% hlut í ÍAV á grundvelli verðmats sérstakar einkavæðingarnefnar sem hafði metið tilboð það sem tekið var hæst.
Þessu verðmati eru matsmenn hæstaréttar ekki sammála.
Það eru margir sem hafa krafist þess að einhver taki ábyrgð og þá væntanlega með afsögn. Geir Haarde ber ábyrgð sem einn aðilinn í ráðherranefndinni. Hinir ráðherrarnir eru ekki lengur í ríkisstjórn.
Mín skoðun er sú að því fari fjarri að Geir eigi að segja af sér. Geir fylgdi verðmati og tillögu sérstakrar nefndar sem undibúið hafði málið. Það hefði verið óeðlilegt ef Geir hefði gengið gegn slíku verðmati og slíkri tillögur.
Þótt hæstiréttur meti verðið og tilboðið á annan hátt nú löngu eftir sölu - þá er ekki rét að gera kröfu um það að Geir víki.
Hins vegar er deginum ljósara að verðmatið var allt of lágt. En það breytir því ekki að Geir taldi sig vera að taka besta tilboðinu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:19 | Facebook
Athugasemdir
já hann á að segja af sér.
Óskar Þorkelsson, 13.5.2008 kl. 21:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.