Reginmistök Reykvíkinga!
13.5.2008 | 10:49
Enn einu sinni sést hverslags reginmistök Reykvíkingar gerðu með því að veita Jóni Sigurðssyni fyrrum formanni Framsóknarflokksins ekki brautargengi í síðustu Alþingiskosningum.
Á meðan ríkisstjórnin situr ráðalaus í efnahagsmálum, lætur reika á reiðanum í óðaverðbólgu með ónýtan gjaldmiðil og Seðlabanka sem ekki hefur bolmagn né tæki til að sinna starfi sínu, þá ritar Jón grein eftir grein þar sem fram kemur djúpur skilningur og afburðaþekking á efnahagsmálunum samhliða traustri, stefnumótandi sýn.
Hvernig hafði þjóðin efni á því að hafna slíkum einstaklingi? Svarið er einfalt. Þjóðin hafði ekki efni á því frekar en ýmsu öðru sem hún hefur tekið sér fyrir hendur að undanförnu.
Ríkisstjórninni væri nær að standa upp úr körinni, leita eftir kröftum Jóns Sigurðssonar þótt í öðrum flokki sé og byrja að takast á við framtíðina.
Sjá grein Jóns Sigurðssonar í Morgunblaðinu í dag: Ákvörðun á eigin forræðiFlokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Veita Jóni Sig. og Framsóknarflokknum brautargengi...ha,ha,ha. Kantu annan betri ?
Stefán (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:05
Ég þú ert að tala um brandara - þá get ég bent á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar!
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 11:19
"Ef þú ert að tala um brandara - þá get ég bent á efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar!" vildi ég sagt hafa!
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 11:21
Bíddu hægur - hvert er bakland Evrópumála í Framsóknarflokknum? Voru það ekki fyrst og fremst framsóknarmenn sjálfir sem höfnuðu Jóni?
Grímur (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 11:52
Vildi svo til að Jón Sigurðsson þáverandi formaður Framsóknarflokksins bauð
sig fram í mínu kjördæmi. Kaus hann, ekki síst sem yfirlýstan þjóðhyggjumann.
Því miður hefur sá ágæti maður heldur betur tekið U beygju í þjóðhyggjunni,
umpólast gjörsamlega, og tekið ESB-sóttina. Þannig að í dag myndi ég ekki kjósa
slíkan mann aftur, raunar engann sem haldin er þessum þráláta ESB-kvilla.
Þannig, að það var þá kannski eins gott að Jón náði ekki inn !
Augljóslega !
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2008 kl. 13:06
Hallur, ert þú ekki að meina að maður eigi að hlægja að efnahagstefnu fyrri stjórnar sem Jón sat í, því ekkert var gert þar til þess að hægja á efnahagslífinu. Annars er það nú í eðli stjórnmálanna að þegar menn sitja við völd að þá gera þeir helst ekki neitt og fá ekki neinar hugmyndir, sem allt í einu kvikna við það að fara í andstöðu.
Ragnar (IP-tala skráð) 13.5.2008 kl. 13:12
Ragnar.
Ef þú skoðar feril Jóns um áratuga skeið - þá er alveg ljóst að hann hefur alltaf verið hugmyndaríkur og haldið fram skynsamlegri stefnu og framtíðarsýn - hvað sem umhverfið hefur sagt um það á hverjum tíma.
Nei, það er núverandi "efnahagsstefna" sem á að hlægja að!
Það er ekki rétt að síðasta ríkisstjórn hafi ekki gert neitt - þótt það hefði mátt fresta skattalækkunum Sjálfstæðisflokksins. Ríkisstjórnin batt td. hendur Íbúðalánasjóðs - lækkaði lánshlutfall sjóðsins - sem reydnar var einungis táknræn aðgerð því það hafði ekki raunveruleg áhrif - lækkaði hámarkslán sjóðsins - sem var orðið 6 milljónum lægra en það hefði átt að vera miðað við eldri forsendur!
Nei, það voru verðbólgubálsfjárlög núverandi ríkisstjórnar sem áttu stóran þátt í að setja allt á hvolf hjá okkur - og síðan situr ríkisstjórnin hjá og gerir ekki neitt. Það er reyndar rétt hjá þér að þetta er ekki brandari með "efnahagsstefnu" núverandi ríksstjórnar - þetta er sorgarsaga!
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 13:21
Hlátur ykkar hlægir mig,
hrossin fara brátt á slig,
vinstri grænar vara þig,
á völsa þeim á Jóni Sig.
Það á ekki að vera "g" í "hlæja", strákar mínir. Hins vegar á að vera "G" í "G-strengur".
En þeir eru nú margir sem heita Jón Sig. Einn þeirra stendur til dæmis niðri á Austurvelli og hefur þar lengi haldið velli.
Þorsteinn Briem, 13.5.2008 kl. 15:16
Ágæti Steini!
Skemmtileg vísa :)
Það er ekki alveg rétt hjá þér að það geti ekki verið g í "hlægja" því það er g ef það "hlægir mig" þe. að "hlægja einhvern" er að vekja honum hlátur.
Það er hins vegar rétt að þetta var rangt skrifað hjá mér í orðasambandinu "hlægja að". Þar á að sjálfsögðu að vara "hlæja að" þar sem um er að ræða að gefa frá sér hláturshljóð!
Takk fyrir ábendinguna!
Skil ekkert í mér að hafa slægt inn g-i á þessum stað :)
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 16:01
Sæll Hallur!
Það er alltaf afskaplega gaman að lesa þína pistla, sem eru á allan hátt vel skrifaðir, á mjög góðu máli og af mikilli þekkingu á málefnum.
Allir gera villur og þannig skrifaði "tægi" í stað "tagi" í gær og er enn að ergja mig á því. Ég veit ekki hvort ég gerði þetta rangt af því að "a" og "æ" eru á sitt hvorum endanum á lyklaborðinu, því ég veit mæta vel hvernig á að skrifa orðið.
Þótt ég sé yfirlýstur sjálfstæðismaður er ég afar hrifinn af ykkar fyrrverandi formanni, Jóni Sigurðssyni og skammast ég mín því ekki fyrir að taka upp hanskann fyrir hann. Hver einasti flokkur gæti verið stoltur af að hafa slíkan mannkostamann í sinni forystu. Þarna fer afar vel gefinn og vel menntaður maður, sem veit nákvæmlega hvað hann er að segja og hvernig og hvenær hann á að segja það.
Greinar hans í Morgunblaðinu eru að efni til einmitt það sem margir miðju- og hægrimenn eru að hugsa um þessar mundir. Það var virkilega synd, að ekki var hægt að halda áfram hinu farsæla stjórnarsamstarfi milli Sjálfstæðiflokks og Framsóknarflokks, en því miður voru niðurstöður kosninganna ekki hagstæðar fyrir ykkur framsóknarmenn. Þar hefðu - eins og þú segir réttilega - nokkrir skynsamir kjósendur í Reykjavík geta riðið baggamuninn!
Ég vona að flokkur ykkar jafni sig skjótt og að eftir næstu kosningar gefist aftur tækifæri til slíks samstarfs, því sannað er að það gæfusamast fyrir landsmenn alla.
Kær kveðja, Guðbjörn Guðbjörnsson
Guðbjörn Guðbjörnsson, 13.5.2008 kl. 21:21
Kærar þakkir fyrir þetta innlegg Guðbjörn!
Hallur Magnússon, 13.5.2008 kl. 23:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.