Útvarp Saga dekkar 1. deildina í fótbolta!
12.5.2008 | 16:31
Útvarp Saga ætlar að dekka 1. deildina í fótbolta með því að lýsa leikjum beint nú í sumar. Þetta er sérstaklega skemmtilegt framtak því sviðsljósið Ríkisútvarpsins er fyrst og fremst á úrvalsdeildina. Það er svo spurning hver ætlar að lýsa leikjum í kvennaboltanum.
Það verður hinn snaggaralegi íþróttafréttamaður útvarps Sögu - Björn Berg - ásamt Sverri Júlíussyni sem mun hafa veg og vanda af þessum útsendingum í sumar.
Ég hef fylgst með fótboltaþáttum Björns Bergs af og til og verð að segja að þeir eru með skemmtilegri íþróttaþáttum sem ég heyri. Björn hefur miklar skoðanir á því sem er að gerast í fótboltanum og er óhræddur við að gagnrýna það sem honum finnst miður fara. Þá er hann með yfirburðaþekkingu á fótbolta hér á landi og erlendis.
Fyrsta lýsingin á Útvarpi Sögu er frá leik Víkings í Reykjavík og Ungmennafélagi Selfoss í dag, annan í hvítasunnu kl. 17:00. Einnig mun útvarp Saga skipta yfir til Eyja þar sem ÍBV tekur á móti Leikni.
Mér skilst að Útvarp Saga verði í samstarfi við valinkunna menn sem hafa verið að lýsa
leikjum í nokkur ár sem munu aðstoða stöðina við að gera þetta eins vel
og mögulegt er miðar við aðstæður hjá lítilli útvarpsstöð.
Mæli með fótboltaþætti Björns Berg á mánudögum og föstudögum kl 17:00, Hann mun fá til sín góða gesti til að ræða um hverja umferð fyrir sig, bæði í úrvalsdeild og 1. deild - auk þess sem hann mun örugglega segja frá ýmsu skemmtilegu í neðri deildunum í fótbolta.
Athugasemdir
Ég er staddur á Sögu núna að fylgjast með og Björn Berg gerir þetta einstaklega vel. Lýsingin nákvæm en ekki bara eintómar upphrópanir, jájá og þarna og svona eitthvað eins og oft vill verða !
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 17:12
Ég verð nú að seigja að Markús sem gerir hér ath. er nú ekki alveg hlutlaus, starfsmaður SÖGU. En ég er sammála því að Saga á heiður skilinn fyrir tiltækið. Tek undir með þér að mikilvægt er að þetta sé vel gert. Fótboltaþættir Björns Berg á Sögu eru með því besta sem heyrist um íþróttir/fótbolta í útvarpi á Ílandi í dag. Vel gert.
Jóhann Hannó Jóhannsson, 12.5.2008 kl. 19:11
Ég verð nú að seigja að Markús sem gerir hér ath. er nú ekki alveg hlutlaus, starfsmaður SÖGU. En ég er sammála því að Saga á heiður skilinn fyrir tiltækið. Tek undir með þér að mikilvægt er að þetta sé vel gert. Fótboltaþættir Björns Berg á Sögu eru með því besta sem heyrist um íþróttir/fótbolta í útvarpi á Íslandi í dag. Vel gert.
Jóhann Hannó Jóhannsson, 12.5.2008 kl. 19:13
Björn Berg fer afskaplega vel af stað, en það sama get ég ekki sagt um Víkingana vini mína:(
Heimir Lárusson Fjeldsted, 12.5.2008 kl. 20:03
Björn Berg er mjög góður í boltanum en nú er að vona að Leiknismönnum gangi bærilega.
Sigurjón Þórðarson, 12.5.2008 kl. 20:05
Þegar Björn Berg byrjaði með íþróttaþætti sína á Útvarpi Sögu fékk ég áhuga á að hlusta á umfjöllun um íþróttir. Hann laðar fólk að tækinu og fjallar um íþróttir á skemmtilegan hátt.
Ásgerður Jóna Flosadóttir, 12.5.2008 kl. 20:10
Hlustaði á fyrri hálfleikinn. Afbragðsgóð lýsing! Fór á síðari hálfleikinn. Einhvern tíma hefði ég æst mig yfir afar sérkennilegri dómgæslu - skrítið rautt spjald og skrítin vítaspyrna dæmd á Víking. Selfyssingarnir - sem oft á tíðum léku ágætlega - komnir með 3 dýrmæt stig sem er gott svona nýkomnir upp úr 2. deild.
Víkingarnir misstu 3 dýrmæt stig í toppbaráttunni. Hefðu átt að vera búnir að gera út um leikinn með þriðja markinu í stöðunni 2:1 - einum færri - en góð markvarsla og stöngin kom Selfyssingum til bjargar. En lið eins og Víkingur á að halda haus þótt þeir séu einum færri. Slæm varnarmistök urðu til þess að Selfoss jafnaði - og vítaspyrnan - varð Víkingum að falli! En Selfyssingar fögnuðu.
Spái Selfyssingum í um miðja deild - en Víkingar þurfa að halda haus þótt á móti blási - ef þeir ætla að endurheimta úrvalsdeildarsætið - því það er kristalklárt að það verða fleiri leikir þar sem dómgæslan verður þeim ekki hliðholl. Þannig er það bara!
Hallur Magnússon, 12.5.2008 kl. 20:12
Ég segi bara, þetta er frábært framtak hjá Útvarpi Sögu, ég hlustaði á leikinn og skemmti mér vel. Lýsingin var sömuleiðis mjög góð, og gaman að fá inngrip úr Eyjum öðru hverju. Núna hvet ég fótboltaáhugamenn, sem ekki komast á völlinn að nýta sér þessar lýsingar, sem bæta miklu við 1. deildina.
Bestu kveðjur, Jón Óðinn
Jón Óðinn Reynisson, 12.5.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.