Samfylkingin og ríkisstjórnin þarfnast Jóhönnu!

"Vindur strax ofan af vitleysunni" var yfirskrift pistils Staksteina um Jóhönnu Sigurðardóttur í dag.

"Jóhanna er þeim eiginleikum gædd að bregðast skjótt við, taka á vandanum áður en hann er orðinn óviðráðanlegur og ráðast í að vinda strax ofan af vitleysu, ef hún sér að eitthvað slíkt er í uppsiglingu.

Þetta er allt satt og rétt - þótt Jóhanna hafi verið þvinguð af félögum sínum í ríkistjórninni að gera sem allra minnst í húsnæðismálum undanfarna mánuði - þótt hún viti hvað þarf að gera og mun væntanlega grípa til aðgerðar áður en allt fer í frost á fasteignamarkaði - hvað sem félagar hennar segja.

En það sem vakti með mér óhug í Staksteinum var þetta:

"Ætlar Samfylkingin að halda áfromum sínum til streitu að losa sig við langvinsælasta ráðherranna sinn?!"

Ég hafði ekki hugmyndaflug til að detta í hug að Ingibjörg Sólrún hafi ætlað að losa sig við Jóhönnu! 

Jóhanna Sigurðardóttir er nefnilega jarðbinding Samfylkingarinnar. Með allri virðingu fyrir öðrum þingmönnum Samfylkingar - þá er engin sem kemst með tærnar þar sem Jóhanna hefur hælana hvað varðar að vera með fingurinn á púlsi alþýðunnar á Íslandi.  Hún er líka sú í ríkisstjórninni sem fyrst og best tekur upp hanskan fyrir þá sem minna mega sín í samfélaginu.

Samfylkingin og ríkisstjórnin þafnast Jóhönnu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Jú Hallur minn. Ingibjörg Sólrún hefur nægt hugmyndaflug til að gera hina ótrúlegust hluti. Hins vegar máttu ekki gleyma því að þessi Jóhanna sem
þú og Staksteinar hrósa svo mjög í dag ber FULLA ábyrgð á þeirri ÓÐAVERÐBÓLGU sem nú geysar. Sem þýðir að allar þær bætur sem frú Jóhanna hefur gert til hagsbóta hinum verst settu í þjóðfélaginu brenna nú upp á báli verðbólgunnar.  Og gott betur !

Eftir hverju er þá verið að státa henni af ?

 

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2008 kl. 17:36

2 Smámynd: Hallur Magnússon

... Guðmundur!

Það er nokkuð til í því sem þú segir!

Jóhanna er klárlega samábyrg fyrir verðbólgubálinu - en hvernig væri ríkisstjórnin án hennar!!!!

Hallur Magnússon, 10.5.2008 kl. 17:43

3 Smámynd: Hallur Magnússon

Kjarri!

Hvað helst var það í fari samflokksmanna Guðmundar sem þú telur að hafi orðið til þess a'ð "landið er að brenna"?

Hallur Magnússon, 10.5.2008 kl. 18:05

4 Smámynd: Hallur Magnússon

OK Kjarri

Hallur Magnússon, 10.5.2008 kl. 20:02

5 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Kjarni minn. Auðvitað ber ´Jóhanna Sigurðardóttir 100% ábyrgð á óðaverbólgunni í dag og því ráðaleysi sem einkennt hefur HENNAR ríkisstjórn
í efnahagsmálum. Þess vergna ber Jóhanna 100% ábyrgð á stórversnandi
lífskjörum hins vinnandi manns á Íslandi í dag og alveg SÉRSTAKLEGA á
kjörum hinna verst settu. 

Fyrst Jóhanna styður óbreytta peningastefnu sem er gjörsamlega orðin gjaldþrota og meir en það eftir 7 ára tilraunastarfsemi þá er hún meiriháttar
meðsek í þeirri miklu kjararýnun sem  framundan er á Íslandi.

Þess vegna á þessi handónýta ríkisstjórn að fara frá og alveg SÉRSTAKLEGA
flokkur Jóhönnu, sem misst hefur fyrir löngu trú á landi og þjóð.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 10.5.2008 kl. 20:07

6 identicon

Þú virðist sérkennilegur hægri æsingarmaður Guðmundur.  Ég eiginlega hélt miklu frekar að það væri nær að sakast við sjálftstæðisflokkin.  Erum við ekki að horfa á afleiðingar stjórnar Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks.  Samfylkigin hefur ekki verið nema ár í ríkisstjórn.   Á þeim tíma hefur hún í reynd verið mun opnari fyrir leiðum til að leysa vandann, en Sjálftæðisflokkurinn.  En áfram Jóhanna segi ég og er sammála ykkur öðrum hér að ofan hvað hana varðar.  Hún er amk. einn af mjög fáum pólitíkusum sem manni finnst sannfærandi hrein og bein.

Egill Helgason (IP-tala skráð) 10.5.2008 kl. 22:11

7 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er verið að tala um óðaverðbólgu? - Úpps!!! - Ég man þá tíð að fjárfesta í minni fyrstu íbúð og stuttu seinna fór verðbólgan í ein 130% og vísitala var tekin af launum en hélt áfram á lánum. - Muniði strákar hverjir voru við völd þá? - Þessi 12% núna eru brandari miðað við það. - Burt með lánskjaravísitöluna og það óréttlæti sem hún er byggð á.

Haraldur Bjarnason, 10.5.2008 kl. 22:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband