Reynir á viðnámsþrótt og greiðsluerfiðleikaúrræði heimilana!

Nú reynir á greiðsluerfiðleikaúrræði heimilana!

Þar geta þau heimili sem fjármagnað hafa íbúðalán sín með láni frá Íbúðalánasjóði þakkað örlögunum fyrir að hafa íbúðalánin sín þar því greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs geta skipt sköpum í efnahagsástandinu eins og það er núna.

Vonandi munu bankarnir taka svipaðan pól í hæðina og hinn samfélagslegi sjóður Íbúðalánasjóður í stað þess að ganga af fullri hörku að eignum almennings í tímabundinni efnahagskreppu og tímabundnum greiðsluerfiðleikum sem mörg heimili munu óhjákvæmilega lenda í eins og hinn snaggaralegi seðlabankastjóri Davíð Oddsson benti á í erindi sínu.

Eins og segir á vefsíðu Íbúðalánasjóðs geta allir lent í erfiðleikum með fjármálin og fjármögnun íbúðarhúsnæðis. Óvænt atvik geta komið upp sem breyta upphaflegum forsendum. Mikilvægt er að leita strax aðstoðar áður en vanskil verða veruleg.


Greiðsluerfiðleikaúrræði Íbúðalánasjóðs eru :


• Samningar
• Skuldbreytingalán
• Frysting á greiðslum
• Lenging lánstíma

Ég fann ekki  mikið um greiðsluerfiðleikaúrræði bankanna á vefjum þeirra - en mögulega eru þau til staðar!


mbl.is Reynir á viðnámsþrótt bankanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ömurleg staða Glitnis eiginfjárhlutfall á CAD grunni er 11%  en þar eru vígjandi lán talin til eiginfjár og sum útlán talin áhættulaus og ekki reiknuð með ef skoðað er raunverulegt eiginfé sést að það er 188 miljarðar en umsetning 3864 miljarðar eiginfjárhlutfall er 4,8% ef 60 miljarða viðskiptavild er dregin frá eiginfé fæst eiginfjárhlutfall 3,3% sem er mjög lát, skuldir stjórnar og stærstu eiganda er 116 miljarðar ef það er dregið frá er eiginfé 12 miljarðar og eiginfjárhlutfall 0,3% Glitnir hagnaðist um 25 miljarða vegna lækkunar krónunnar þar af er um 15 miljarða af viðskipatvildinni. Kvað er viðskiptavild ? viðskiptavild er að mestu yfirverð á keyptum erlendum banka einnig færir Glitnir vörumerkið nafnið sitt Glitnir á 7,7 miljarða                          Ofangreinda upplýsingar eru unnar úr uppgjöri 31.3.2008

sjá uppgjör  http://www.glitnirbank.com/servlet/file/Condensed%20Consolidated%20Interim%20Financial%20Statm%2031.03.08.pdf?ITEM_ENT_ID=6821&COLLSPEC_ENT_ID=156

þegar Lánshæfismatsfyrirtækið Standard og Poor lækkaði lánshæfismatseinkunn Glitnis 21.Apríl síðastliðin fékk Glitnir veðköll vegna sambakalána sem höfðu ákvæði um lámarks einkunn og tókst Glitni með naumindum að forða þroti.

IP (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 00:23

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hahaha, eitthvað lið nýkomið með athyglisbrest, treglæst og með stafsetninguna í rúst úr einhverjum gerviháskólum sem ekki ná því að vera á "háskólastigi" setur samviskulega tölurnar inn í reiknilíkön seðlabankans (garbage in garbage out) og finnur út að allt sé í himnalagi enda leggur Stalín afsakið Davíð þá bara niður ef þeir skila ekki réttum niðurstöðum.

Baldur Fjölnisson, 9.5.2008 kl. 00:47

3 identicon

Best að taka út peningana stax

SK (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 01:30

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég eyddi klukkutíma í uppgjör Glitnis (sem ætti frekar að kalla sig Húmmbúkk háeff og eignfæra það nafn á 20 milljarða í bókunum) og fann út að ástæða þess að hægt hefur verið að ljúga þessar bankablöðrur áfram allan þennan tíma er sú að innihald blaðranna er loft en hins vegar er augljóslega aðeins vakúm í hausnum á "sérfræðingum" í seðlabankanum, fjármálaráðuneytinu, fjármálaeftirlitinu og öðrum spesíalistum sem hafa tekið við þessum uppgjörum og hugsanlega lesið þau en greinilega ekki botnað baun í þeim.

Baldur Fjölnisson, 9.5.2008 kl. 12:46

5 Smámynd: Kjartan Pálmarsson

,,Þín velgegni, okkar verkefni'' GLITNIR !

Kjartan Pálmarsson, 9.5.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband