Jakob Frímann styrkir Ólaf Friðrik sem borgarstjóra!
8.5.2008 | 13:05
Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar mun styrkja Ólaf Friðrik sem borgarstjóra þrátt fyrir það pólitíska moldviðri sem ráðning hans og launakjör hefur valdið. Pólitísk staða Ólafs Friðriks er þannig að meint vafasöm ráðning Jakobs Frímanns mun engu um hana breyta!
En Jakob Frímann er hins vegar afar öflugur og drífandi framkvæmdamaður sem gengur í verk sín af miklum krafti - hvað sem hver segir.
Það er einmitt þannig maður sem Ólafur Friðrik þarfnast sér við hlið! Það er ekki hægt að ætlast til þess að Ólafur Friðrik ráði við þau verkefni sem hann hefur tekið að sér án hjálpar öflugra manna eins og Jakobs Frímanns. Jakob Frímann er réttur maður á réttum stað - við hlið Ólafs Friðriks!
Óánægja vegna launakjara Jakobs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:34 | Facebook
Athugasemdir
fyrir á annan tug milljóna þá er eins gott að maðurinn sé þess virði!
Skaz, 8.5.2008 kl. 15:03
En Jakob Frímann er hins vegar afar öflugur og drífandi framkvæmdamaður sem gengur í verk sín af miklum krafti - hvað sem hver segir.
Frábært! Einhver dæmi um arðbærar framkvæmdir?
Garðar (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 22:21
Já!
Stuðmenn!!!
Hallur Magnússon, 8.5.2008 kl. 22:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.