Jakob Fímann styrkir Ólaf Friðrik sem borgarstjóra!
8.5.2008 | 10:40
Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar mun styrkja Ólaf Friðrik sem borgarstjóra þrátt fyrir það pólitíska moldviðri sem ráðning hans og launakjör hefur valdið. Pólitísk staða Ólafs Friðriks er þannig að meint vafasöm ráðning Jakobs Frímanns mun engu um hana breyta!
En Jakob Frímann er hins vegar afar öflugur og drífandi framkvæmdamaður sem gengur í verk sín af miklum krafti - hvað sem hver segir.
Það er einmitt þannig maður sem Ólafur Friðrik þarfnast sér við hlið! Það er ekki hægt að ætlast til þess að Ólafur Friðrik ráði við þau verkefni sem hann hefur tekið að sér án hjálpar öflugra manna eins og Jakobs Frímanns. Jakob Frímann er réttur maður á réttum stað - við hlið Ólafs Friðriks!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Það er svo sem hægt að taka undir það að JFM sé dugandi maður. En það er ekki kjarni málsins og ég undrandi að þú sjáir það ekki. Kjarni málsins er að hann er ráðinn án auglýsinga og á kjörum sem ekki þekkjast í ráðhúsinu. Viltu meina Hallur að þetta sé ekki gæðingaráðning?
Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:45
Gísli!
Ég er ekki tjá mig um aðferðafræðina við ráðninguna. Það verða nógir um það.
Ég er einungis að benda á að Jakob Frímann mun styrkja Ólaf Friðrik - enda veitir ekki af - og að þótt aðferðafræðin og launin séu harðlega gagnrýnd mögulega með réttu - þá breyti það ekki núverandi pólitískri stöðu Ólafs! Hann hefur engu að tapa á því sviði!
En það að fá Jakob sér við hlið - það styrkir Ólaf Friðrik í starfi.
Hallur Magnússon, 8.5.2008 kl. 11:05
Sæll, Hallur.
Jakob Frímann nýráðinn framkvæmdastjóri miðborgar, það má segja að með ráðningu Jakobs að þar sé réttur maður á réttum stað enda maðurinn mjög hæfurleikaríkur og alltaf staði sig með miklum sóma.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 8.5.2008 kl. 11:23
Ég verð að seigja að ég er sammála en aðferðin við ráðninguna er klaufaleg og launakjörin ekki
í samræmi við fyrri yfirlýsingar Ólafs borgarstjóra.
Jóhann Hannó Jóhannsson (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 13:51
Auðvitað er aðferðafræðin við ráðninguna algjört aukaatriði!
Það má alveg leyfa hinu opinbera að augýsa laus störf til umsókanr og jafnvel leggja mat á mentun og reynslu umsækjanda áður en ráðning fer fram en það er púkalegt og gamaldags.
Aðal reglan verður að vera að ráðamenn geti ráðið vini/vandamenn/skólafélaga/poppara og aðra undirmálsmenn í hálaunastörf hjá hinu opinbera afskiptalaust annars er hætta á spillingu í sjórnkerfinu!
Ég tek undir með embætttiskonu borgarinnar, hættum að gagnrýna þessa ráðningu þannig að borgarstjóri og æðstu embættismenn hafi vinnufrið/svefnfrið.
Leyfum borgarstjóaranum sem er að vinna í umboði meirihluta okkar kjósenda að "láta verkin tala".
Kveðja
Garðar
Garðar (IP-tala skráð) 9.5.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.