Ánægður með einhuga borgarstjórn gegn Vegagerðinni!
8.5.2008 | 07:55
Það er ánægjulegt að borgarstjórn sé einhuga um að velja Sundagöng og hafni þrjóskuleið Vegagerðarinnar hina svokölluðu eyjaleið. Það sjá nánast allir að Sundagöngin er margfalt betri lausn en þrjóskuleið Vegagerðarinnar.
Að venju steinþegir hinn annars málglaði samgönguráðherra um Sundabraut - en ég fæ ekki séð hvernig í ósköpunum maðurinn ætlar að ganga gegn ótvíræðum vilja borgarstjórnar í þessu máli.
Nú er um að gera að spýta í lófana, taka upp skófluna og byrja að grafa! Sundabrautin hefur tafist allt, allt of lengi, en nú er ekki til setunnar boðið - hvað sem Vegagerðin segir!
Borgarstjórn vill leið I þótt hún sé dýrari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:57 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.