Þorstein Pálsson í stað Geirs Haarde?

"Tímabundinn vandi efnahagslífsins snýst um alþjóðlega lánakreppu. Langtíma vandinn í þjóðarbúskapunum felst hins vegar í því að íslenska krónan er ekki samkeppnishæf. Þetta eru aðskilin viðfangsefni.

En tímabundni vandinn má ekki verða til þess að slegið verði á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt."

Þetta segir Þorsteinn Pálsson ritstjóri Fréttablaðsins, fyrrum forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins í afar góðum leiðara blaðsins í dag.

Þetta er einmitt kjarni málsins!

Það má ekki slá á frest að leggja línur um það hvernig langtíma úrlausnarefninu verður mætt.  Sporgöngumaður Þorsteins - Geir Haarde virðist ekki ráða við það verkefni. Hann vill bara tala við útlendinga um "ekkiaðild" Íslands að Evrópusambandinu!

Loksins núna - eftir að aðiljar vinnumarkaðarins og fulltrúarsveitarfélaganna hafa hrist af Geir slenið - hyggst hann leita til sérfræðinga til að greina stöðuna og leggja til leiðir!!!

Halló Geir!

Hvar hefur þú verið?

Ég held það væri farsælla fyrir Sjálfstæðisflokkinn og þjóðina að Þorsteinn Pálsson taki aftur við flokknum - miðað við málflutning og röggsemi Þorsteins í skrifum sínum undanfarið.

Leiðari Þorsteins er hér.


mbl.is Glapræði að leggja verðbólgumarkmiðið á hilluna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Einar

Batnandi manni er best að lifa,  hann hefur þó allavega sýn og skoðun á því hvernig má vinna sig út úr vandanum, en Geir heldur bara blaðamannafundi til að segja okkur að hann ætli ekki að gera neitt og hafi engin svör. 

Líklega eru ráðgjafar Geirs ekki sammála um leiðir og hann ófær um að gera upp á milli og gerir þessvegna ekkert frekar en að taka afstöðu með einni leið umfram aðra.

G. Valdimar Valdemarsson, 7.5.2008 kl. 13:06

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þetta er að hugsa OF upphátt, Hallur. Gerist oft, þegar menn eru með hjartað í Brussel.

Jón Valur Jensson, 8.5.2008 kl. 03:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband