Jón Sigurðsson var réttkjörinn formaður Framsóknarflokksins á síðasta flokksþingi, en flokksþing er æðsta stofnun Framsóknarflokksins. Jón stígur nú fram fyrir skjöldu og segir að nú sé rétti tíminn til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu. Jón færir skotheld rök fyrir þeirri skoðun sinni í frábærri grein. Jón er að tala fyrir munn stórs hluta Framsóknarmanna.
Magnús Stefánsson er reyndur alþingismaður og helsti sérfræðingur þingflokks Framsóknarmanna í efnahagsmálum. Hann hefur lagt til að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort Íslendingar skuli ganga til aðildarviðræðna um ESB. Magnús er að tala fyrir hönd meirihluta Framsóknarmanna.
Bjarni Harðarson er snjall og nýkjörinn alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn. Hann berst gegn Evrópusambandinu og hann berst gegn þeirri tillögu Magnúsar að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarviðræður. Bjarni er talsmaður minnihluta Framsóknarmanna í málinu.
Jón Sigurðsson komst illu heilli ekki að sem alþingismaður Reykvíkinga, en hann tók þá áhættu að fara fram í veikasta kjördæmi flokksins þar sem skoðanakannanir sýndu að nær vonlaust var fyrir flokkinn að ná manni. En Jón tók áhættuna og slaginn. Það vantaði einungis 300 atkvæði að hann næði inn á þing.
Auðvitað átti Jón að halda áfram sem formaður Framsóknarflokksins. En hann kaus að gera það ekki. Sumir segja vegna þess að brot úr nýjum þingflokki Framsóknarmanna var ekki reiðubúið til að standa óskorað að baki honum þar sem hann var ekki í þingflokknum. Meirihlutinn hefði hins vegar lagt að honum að halda áfram. Ekki veit ég hvort það er rétt.
Við tók varaformaður Framsóknarflokksins til margra ára, hinn glæsilegi stjórnmálamaður Guðni Ágústsson. Hann var ekki kjörinn formaður, hann tók einungis við sem varaformaður eins og lög Framsóknarflokksins gera ráð fyrir.
Guðni verður væntanlega réttkjörinn formaður á flokksþingi Framsóknarflokksins næsta vor.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:08 | Facebook
Athugasemdir
Alex Björn.
Skil afstöðu þína.
En umræðan í blöðunum í morgun er þannig að það er nauðsynlegt að kryfja stöðuna. Ég er ekki fulltrúi í miðstjórn og get því ekki tjáð mig á miðstjórnarfundi um helgina.
Það skiptir öllu að ná farsælli lendingu. Sú lending er að bera málið undir þjóðina. Það er þjóðin sem á að ákveða þetta - ekki Framsóknarflokkurinn. Það er ekki ástæða til að kljúfa flokkinn út af Evrópumálunum.
Treysti Guðna til þess að ná slíkri lendingu, enda er hann glæsilegur leiðtogi sem getur tekið af skarið og leitt Framsóknarflokkinn inn í nýja framsókn hjá þjóðinni. Ekki veitir af í ástandinu eins og það er í samfélaginu í dag.
Hallur Magnússon, 30.4.2008 kl. 10:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.