Guðni stingur höfðinu í sandinn gagnvart afstöðu Framsóknarfólks!

Það er sorglegt að sjá vin minn Guðna Ágústsson stinga höfðinu í sandinn þegar staðreynd um afstöðu Framsóknarmanna til aðildarumsóknar að Evrópusambandinu liggur skýr fyrir.

Í stað þess segja sannleikann og segja að skoðanir séu skiptar í Framsóknarflokknum um Evrópusambandsaðild, en að það sé ljóst að meirihluti flokksmanna eða 60% vilji fá úr því skorið hverjir skilmálar inngöngu í Evrópusambandið verða, áður Framsóknarmenn taki endanlega afstöðu, þá fer fer Guðni að tala um ríkisstjórnina og efnahagsástandið. 

 Guðni segir: "...  niðurstöður könnunarinnar ekki benda til þess að framsóknarmenn séu að verða hallari undir Evrópusambandið, en 60% Framsóknarfólks vilja að undibúningur fyrir aðildarviðræður hefjist." 

Ef þetta er rétt mat hjá Guðna, þá er hann einungis að staðfesta það sem marga hefur grunað að um langa hríð hafi verið meirihluti innan flokksins fyrir aðildarviðræðum við Evrópusambandið.

Guðni vill hins vegar ekki hlusta á þennan meirihluta Framsóknarmanna og segir:

"...niðurstöður könnunarinnar fyrst og fremst benda til þess að almenningur hafi fengið nóg af aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar í efnbahagsmálum, stöðu krónunnar, verðbólgunni og vöxtunum."

Auðvitað er almenningur að verða þreyttur á ríkisstjórninni.  Það skýrir ekki eitt og sér að tæp 68% þjóðarinnar - og 60% Framsóknarmanna - vilji undirbúa ESB-umsókn.

Ef Guðni ætlar ekki að minnka Framsóknarflokkinn um enn ein 60% - þá verður hann að taka af skarið - fylgja félaga sínum og vini Magnúsi Stefánssyni alþingismanni öflugasta talsmanni Framsóknarmanna í efnahagsmálum á þingi - og unga fólkinu í SUF - og berjast fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort ganga skuli til viðræðna við Evrópusambandið - og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðslu um niðurstöðu slíks samnings.  Þá - en ekki fyrr en þá - mun endanleg  og raunveruleg niðurstaða Framsóknarmanna og annarra Íslendinga liggja fyrir.

Það engin ástæða til að kljúfa flokkinn í herðar niður á flokksþingi vegna þess máls - það er einfaldast og lýðræðislegast að láta þjóðina taka þessa ákvörðun.

Munið - gamla grunnprinsipp Samvinnuhreyfingarinnar eldgömlu - einn maður, eitt atkvæði!

Meira um þetta má lesa í eftir farandi bloggum:

Magnús Stefánsson: Þjóðin ákveði um aðildarviðræður

Samband ungra framsóknarmanna: SUF vill þjóðatkvæðagreiðslu um aðildarviðræður við Evrópusambandið

Hallur Magnússon: Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis?

Hallur Magnússon: Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu!


mbl.is 67,8 vilja hefja undirbúning aðildarumsóknar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll Hallur. 

Guðni og Framsókn? Hvað með Geir og Sjálfstæðisflokkinn? Steingrím J. og VG? Eru þeir ekki líka með hausinn á bólakafi? Svo situr Samfylkingin stikkfrí í ríkisstjórn sem stefnir ekki að aðildarumræðum. Það þarf að gera stórhreingerningu í íslenskum stjórnmálum, því miður!

Með bestu kveðju, 

Sigurður Hrellir, 20.4.2008 kl. 11:22

2 identicon

Sæll Hallur.  Verði engin breyting á þvergyrðingshætti Guðna og Bjarna þarf einfaldlega að skipta þeim út. 

Ævar (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 12:13

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

60% hvað eru það margir Framsóknarmenn?

Haraldur Bjarnason, 20.4.2008 kl. 18:21

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Haraldur!

Það eru margir

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 19:08

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er rétt Hallur.En ég held að Guðni átti sig, hann hefur verið vel vakandi síðan hann kom frá Kanarí.Hann er líka farinn að koma hingað á Suðurnesin, og engin var af honum fjósalyktin.

Sigurgeir Jónsson, 20.4.2008 kl. 21:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband