Íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu?

Ætti að bjóða íslensk lán verðtryggð með samræmdri evrópskri neysluvísitölu? Þessari spurningu varpar vinur minn GVald fram í bloggi sínu!

GVald segir meðal annars:

"Ég vil varpa þeirri hugmynd hér fram hvort ekki væri skoðandi að bankar, lífeyrissjóðir og Íbúðalánasjóður tækju sig saman um að bjóða nýja tegund af verðtryggðum lánum.  Lán sem fylgdu samræmdri neysluvísitölu EES en ekki íslenskum vísitölum sem eru í vítahring víxlhækkana þar sem hækkandi lántökukostnaður vegna hærri verðbólgu leiðir til hærri vísitölumælinga í næsta mánuði og svo koll af kolli."

Ég hef ekki velt þessari hugmynd fyrir mér í kjölinn, en tel hana eiga fullt erindi í efnahagsumræðu dagsins í dag. Gaman væri að fá álit vísra hagfræðinga á þessum vangaveltum!

Væri ástandið á íbúðalánamarkaðnum kannske annað í dag ef þessum viðmiðum hefði verið beitt? 

Hefðum við kannske ekki lent í þeirri ofsaþenslu sem varð á fasteignamarkaði og keyrðu upp verðbólguna þegar bankarnir komu inn á markaðinn með offorsi?

Pistil GVald er: Einfalt lítið skref ?  


mbl.is 75 kaupsamningum þinglýst á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Pétursson

Tel rétt að  að skoða þetta vel og gera raunhæfan samanburð á neysluvísitölu EES og þeirri islensku.Verðtryggð húsnæðislán hér í þeirri verðbólgu sem við búum  við eiga ekki að líðast,þau eru afkvæmi rangrar efnahagsstjórnunar.

Kristján Pétursson, 19.4.2008 kl. 14:46

2 identicon

Íslendingar hafa ennþá upp til hópa mjög skrítnar hugmyndir um vexti og lán.  Það eru enginn mannréttindi að fá lán.  Fyrst þarft þú að geta borgað af þeim og síðan þarft þú að hafa veð. Aukið framboð af lánsfé og lækkaðir vextir hækkar þú að sjálfsögðu fasteignamarkaðinn.  Bakhliðin er að þeir sem koma inn á markaðinn þurfa að skulda meira.  Er það æskilegt? Það á ekki að mínu viti að vera hlutverk ríkisins hvorki að skaffa fólki ríkistrygð lán eða að halda uppi of háu húsnæðisverði á Íslandi.  Sú blaðra springur fyrr eða síðar, hvort sem fólki líkar betur eða verr.

Erlendis (Sviss, Þýskaland, Skandinavia) fær nánast enginn hærra lán en samsvarar 2,5 földum árslaunum og á Íslandi sem er hávaxtaland myndu þeir ekki lána meira en 2 faldar árstekjur myndi ég halda. Þetta þýddi að einstaklingur sem er með 500.000  kr á mánuði (árslaun 6 miljónir) fær í mesta lagi 15 miljónir í heildarlán (bíll og hús) sem hann yrði að greiða niður ekki á lengri tíma en 25 ára.  
Veðhæfni er annað mál.  Ef þú kaupir hús þá reikna bankar veðhæfni ca. 10 % undir kaupverði ef markaðurinn lækkar og eða er álitinn of hár (eins og á Íslandi í dag) eykst þetta myndi jafnvel reikna með 30% á Íslandi og væntanlega hærra.  Þetta þýðir að ef þú kaupir hús á 40 miljónir þá er veðhæfni 36 milj (ca. 10% undir) eða 28 miljónir (ca. 30% undir)
Forsendurnar fyrir 36 miljón krónu láni er þá að viðkomandi þarf þá að hafa minnst 15 miljónir í árslaun til að fá slíkt lán og trygga vinnu.  

36 miljón (ef við miðum við 10% undir 40 miljónum) króna lán telst þá 100% eða 28 miljónir (ef við miðum við 30%) ef viðkomandi vill lána 40 miljónir, þá borgar viðkomandi ofurvexti á þessum  síðustu 4 miljónum (eða... 12 miljónunum) sem vantar upp á 40 miljónirnar.
Það eru lægstu vextir á fyrstu 60% af veðhæfni, þessir vextir sem þið heyrið um. Hærri vextir af 60-80% af veðhæfninni og enn hærri vextir af 80-100% af veðhæfninni og okurvextir af meira en 100% af veðhæfni.

Þessi raunveruleiki kemur til okkar hvort sem við tökum upp evru eða ekki.  Þetta setur að sjálfsögðu þak á húsnæðisverðið.  Þeir sem hafa keypt í toppi eða þeir sem hafa fallið fyrir "glópgullinu".  Haldið að þeir væru svo ríkir af því að eignin hafði hækkað á pappírnum og tekið upp lán vegna aukinnar veðhæfni eða lengt þau og eytt peningnum í ferðalög, bíla, flatskjáii o.fl. eru núna í "deep deep shit".  Vextir koma til með að vera háir lengi og húsnæðisverð kemur til að lækka.

Sparifjáreigendur og ungt fólk að koma sér upp húsnæði mun græða á lækkun húsnæðisverðs en þeir sem tapa eru þeir sem hafa sóað sínu "glópagulli" í eyðslu eða þeir sem voru svo óheppnir að þeir keyptu í toppi og eru með of há lán.  Þeir koma til með að blæða og ......sumir til 40 ára. Fyrir 20 árum varð 40-60% verðfall á eignum í Noregi þegar vextir ruku upp í 20% og bankar fóru á hausinn.  Fólk missti húsin sín og er ennþá að borga af lánum,...... hvers vegna ekki hér.

Raunveruleikafyrrt að það standi erlendir bankar í biðröð að bjóða skuldsettum Íslendingum lán og nánast fáránlegt að ríkið sé að stuðla að þessu, þetta gerist fyrr eða síðar. 

Gunn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 15:25

3 identicon

Tel annars þessa hugmynd fullkomlega raunveruleikafyrrta. 

Fyrst er að það er fjármagnskortur á Íslandi og þessi lán yrðu að vera fjármögnuð erlendis þá í erlendri mynt eins og evru.  Íslenska krónan gæti fallið mikið meira.  Haustið 2007, fyrir 1/2 ár mat Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að raungengi íslensku krónunar með vísitölu 150-190.  Þá var íslenska krónan á 115. Núna er hun eftir verðfallið á króninni er hún í 152.  Slíkt lán myndi fylgja evru þannig að ef/þegar krónan veikist meir gæti þetta ennþá gæti þetta aukið á byrði lántakende.  Mikil samkeppni er um lánsfé á Íslandi og raunvextir verða því háir um langan tíma.   Á evrusvæðinu er verðtrygging óþekkt, þetta er séríslenskt fyrirbrigði. Það er algjörlega veruleikafyrrt óskhyggja að halda að einhver vildi lána á þessum kjörum í íslenskri mynt í dag.  Þetta tilheyrir fortíðinni að fólk ekki þurfti að borga til baka lán.  Núna er tíminn annar.  Skuldarar fá að blæða til margra ára.  

Gunn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 18:47

4 Smámynd: Hallur Magnússon

Gunn.

Aðeins um fjármögnunina. Fjármögnunin þarf ekki að vera í erlendri mynt. Verðtryggðar íslenskar krónur er góð söluvara í útlöndum sbr. íbúðabréf Íbúðalánasjóðs - sem reyndar ekki hefur mátt markaðssetja af alvöru - þar sem stjórnvöld vildu ekki að vextir lækkuðu meira en orðið var á sínum tíma.

Ekki gleyma því að á undanförnum árum hafa VERÐTRYGGÐAR skuldabréfaútgáfur vaxið gíflurlega á alþjóðlegum skuldabréfamörkuðum!

Verðtryggða íslenska krónan er þeirri náttúru gædd að stór hluti gengisáhættunar fyrir langtímafjárfesta er tryggður gegnum verðtryggingu þar sem innflutningur og gengisfall skilar sér að stórum hluta inn í íslenskt verðlag.

Hallur Magnússon, 20.4.2008 kl. 10:51

5 identicon

Hugsið ykkur vitleysuna. Það þarf í raun að skekkja alla hagstjórn hér á landi bara út af síðasta Framsóknarbankanum.

Ef að lán í krónum er verðtryggt með Evrópskri neysluverðsvísitölu þá verða hærri vextir á því láni en venjulegir verðtryggðir vextir. Áhættan fyrir lánveitandann eykst með því að tengja lánið við aðra vísitölu en neysluverðsvísitölu krónunnar og því verða vextirnir hærri. Ef menn átta sig ekki á þessu þá er spurning um að senda þá í hagfræði 101...

IG (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 13:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband