Hvað er sameiginlegt við efnahagslægðina 1992 og 2008?
18.4.2008 | 11:05
New York Times segir að Ísland, lítil orkustöð, missir afl og að langt vaxtarskeið á Íslandi hafi nú skyndilega endað með sársaukafullum hætti, hruni gjaldmiðilsins, vaxandi verðbólgu, háum vöxtum og spá um fyrstu efnahagslægðina síðan 1992.
Hvað ætli sé sameiginlegt við efnahagslægðina 1992 og 2008?
Jú, það er sameiginlegt að ríkisstjórnin er samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks/Samfylkingar.
Hvað er þá einkennandi við hið langa vaxtaskeið?
Jú, það að Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn.
New York Times fjallar um íslenskt efnahagslíf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gleymdu ekki landflóttaskeiðinu á tíma viðreisnarstjórnarinnar. Íslendingar á hröðum flótta til Ásralíu og annarra landa í leit að betri lífkjörum. Sama stjórnarmynstur. Tilviljun?
Víðir Benediktsson, 18.4.2008 kl. 11:22
þetta er rétt athugað hjá þér. Vonandi að fólk muni þetta í næstu kosningum og að Framsókn hljóti enn meira afhroð en síðast. Annars er þetta svolítið sniðugt hjá Framsókn að stinga af þegar allt stefnir í óefni, því þeir vita hvað Íslendingar eru fljótir að gleyma.
Gunnar (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 11:24
Já var það ekki, Hallur.
Ætli sé ekki nær lagi að tala um að í lok tímabilsins sé Bandarískur Repúblíkanaforseti að fara úr embætti eftir að hafa framfylgt vonlausum Friedman-kenningum.
Hvaðan ætli tilskipanirnar komi?
Með fullri virðingu; þá ER framsókn bara þarna, rétt eins og Chauncey Gardner.
Ólafur Þórðarson, 18.4.2008 kl. 17:06
Þú hlýtur að vera að spauga. Þetta er nú alveg örugglega mesta einföldun sem að ég hef séð. Var ekki efnahagslægðinni lokið þegar að framsóknarflokkurinn tók við. Framsóknarflokkurinn hefur átt einhvern þátt í vel flestum ríkisstjórnum síðan að Ísland varð fullvalda ríki, hefur þá ríkt langt hagvaxtarskeið allann þann tíma? Og hefur verið efnahagslægð í hvert einasta skipti sem að Framsóknarflokkurinn var ekki í ríkisstjórn??
Nei það sér það hver maður að þetta er nú bara vitleysa.
Jóhann Pétur Pétursson, 18.4.2008 kl. 23:43
Jóhann Pétur Pétursson!
Takk fyrir að þú hafir trú á skopskyni mínu
En, nei! Efnahagslægðin var fjarri því lokið 1995. Þvert á móti var fjöldaatvinnuleysi - og svart framundan.
Framsóknarflokkurinn lofaði 12 þúsund nýjum störfum á kjörtímabilinu - og var næstum hleginn í svaðið fyrir það - svo svart var ástandið!
En flokkurinn stóð við það og gott betur!
Ástæðan?
Ný atvinnustefna - og aðgerðir - í stað aðgerðarleysis.
Endurskipulagning í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu var lykilatriði. Áhersla á að auka fjölbreytni í atvinnulífinu og renna nýjumstoðum undir atvinnulífið.
Í kjölfar nýs, öflugs iðnaðarráðherra úr Framsóknarflokknum náðust samningar um álver í Hvalfirði - en kratar höfðu lengið tala um álver hægri vinstri - en gerðu svo aldrei í því.
Í kjölfar nýs viðskiptaráðherra úr Framsóknarflokknum var gamla sjóðakerfið lagt niður - bankar einkavæddir og nýtt afl losað úr læðingi.
Framsóknarflokkurinn hóf framsókn og nútímavæðingu á íslensku atvinnulífi - og árangurinn langvarandi hagsæld.
Svona var þetta bara - hvað sem þið reynið að snúa út úr því :)
Staðan nú?
Uppgjöf og aðgerðarleysi.
Hallur Magnússon, 18.4.2008 kl. 23:56
Fáránleg umræða....... Þessi kreppa er síðustu, þarsíðustu og þessari ríkistjórn að kenna. Þar eru Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur eru samsekir. Það var ekki stigið á bremsurnar og .... áreksturinn er staðreynd. Gengi krónurnar var allt of hátt skráð alltof lengi. Góðærið, afurð "ofurkrónunar" þessar ofhátt skráðu krónu sem var okkar blessun í góðærinu en er okkar bölvun nú. Það var glaðst yfir þessum svokölluðum sigrum okkar á erlendri grund að mestu fjármagnað af þá ódýru erlendu lánsfé. Þetta hefur núna allt snúist í höndum okkar. Það var í vikunni haft eftir Björgólfi Thor að tilvist og samsláttur "íslensku" bankanna værí ákveðin erlendis af þeirra lánadrottnum sem væru núna í krísu.
Bremsurnar eru vextir, bindiskylda banka til seðlabanka til að draga úr lánsfé, skattar og tollar til að gera innflutning dýrari, til að minnka viðskiftahalla, byggja upp gjaladeyrisvarasjóð, ... en...... ekki skattalækannir og aukið lánsfé og styrkir sem voru vopnin sem var beitt. Það kostar að vera óvinsæll og framkvæma nauðsynlegar ákvarðanir en harður verður dómur sögunnar á þessu fólki sem barst eftir vinsældarvindinum og gerði það að verkum að lendingin verður harðari og lengri fyrir íslenskt þjóðfélag.
Við erum núna stórskuldug, skuldugasta þjóð jarðar, erum búin að sóa og ofurveðsetja eigir og félög. Við erum með skítin í buxunum og erum að bíða eftir því að einhver kemur og skiftir á okkur og skeinir.
Íslenska krónan sem margir pissa nú á og halda að björgin er evra var ástæða góðærisins. Ef það hefðir verið evra hefði ekkert góðæri komið.
Evran, já allir halda að vextir verða þá lágir. Fasteignamarkaðurinn er núna uppskrúfaður og ekki í neinum raunverulegu samhengi við rauntekjur. Væntanlega meira en 30% ofskráður. Krónan já, alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mat raungið á milli 150 - 190 stig fyrir hálfu ári síðan, haustið 2007. Eftir fall krónunar er hún 152, hún gæti klárlega fallið miklu, miklu meira. Vextir, í krónum verða háir um langan, langan tíma. Oliuverð/bansínverð er spáð upp í 200 dollara innan 3ja ára. Dollarinn á eftir að hækka.
Það eiga eftir að verða mörg erfið ár framundan. Þurfum að minnka viðskiftahallan og helst snúa honum við, láta skuldarana sigla sinn sjó og láta þennan ofmetna fasteignamarkað fara. Þeir sem skulda eiga mörg, mörg erfið ár framundan. Næstu áratugir verða áratugir sparifjáreigenda, en ekki skuldara.
Framsóknarflokkurinn er jafn sekur og Sjálfstæðisflokknum um misheppnaða hagstjórn síðustu ára. Það sem væri gaman að heyra hvaða hugmyndir þeir hafa núna. Í þessu ástandi. Hehe..... kanski ríkistyrkt lán .... til að halda fasteignamarkaðnum á floti. Eða auka á influtningstolla á landbúnaðarvörum til að gera það ennnþá dýrara að búa á Íslandi? Hehe......
Gunn (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 21:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.