Sögnin að "haardera"!
15.4.2008 | 18:36
Hinn snaggaralegi fjölmiðlamaður Jóhann Hauksson hefur sett fram nýtt sagnorð "að haardera" sem nýtt hugtak yfir að gera ekki neitt! Í pistli sínum segir Jóhann meðal annars:
Köld og yfirveguð ákvörðun á málefnalegum forsendum til að styrkja stöðu bankanna, auka gjaldeyrisforðann og koma íslensku efnahagslífi í örugga höfn undan kröftum alþjóðlegra fjármálamarkaða og heimatilbúinnar óstjórnar er fyrir bí. Ríkisstjórnin hefur kosið að haardera málið (nýtt hugtak yfir það að gera ekki neitt). Þannig mun það að líkindum rætast sem ég setti fram í DV- kjallaragrein fyrir nokkrum vikum: Stjórnvöld neyðast til að fara bónbjargarleiðina til Brussel og biðja Evrópusambandið ásjár. Og evrópska seðlabankann...
Ég er ekki fjarri því að Jóhann hitti naglan á höfuðið hvað varðar bónbjargarleiðina. Meira um þetta í pistli hans Sögnin að haardera
Verð að segja að ég sakna Jóhanns úr Morgunhananum á Útvarpi Sögu. Þar var hann oft helv... góður!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gaman að svona nýyrðasmíð. Hérna er ein slík, sögnin að halldóra sem þýðir að stefna að því í mörg ár að verða forsætisráðherra og gefast svo upp á því að gegna embættinu eftir aðeins nokkra mánuði
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 18:44
Þess utan er hér væntanlega um óskhyggju að ræða af hálfu hins Evrópusambandssinnaða Jóhanns Haukssonar. Ekki er þetta í neinum tengslum við raunveruleikann.
Hjörtur J. Guðmundsson, 15.4.2008 kl. 18:45
Lítið er gaman þitt Hallur Magnússon.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 16.4.2008 kl. 16:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.