Splæsum flugstjóranámskeið á Geir Haarde!

Geir Haarde forsætisráðherra hefur sætt ámælis fyrir að nota ekki áætlunarflug en þess í stað leigt flugvélar til að komast leiðar sinnar - til að spara dýrmætan tíma. Ég er reyndar þeirrar skoðunar að það geti verið réttlætanlegt fyrir æðstu forsvarsmenn þjóðarinnar að eyða nokkrum krónum umfram það sem það kostar að skjótast með lágfargjaldaflugfélögum milli landa - ef erindið er brýnt!

En af hverju ekki að splæsa flugstjóranámskeið á Geir! Hann gæti þá barasta flogið sjálfur - og þannig sparað launakostnað flugstjóranna. Þá er þetta kannske bara orðið ódýrara!

Það er heldur aldrei að vita nema að slíkt námskeið gæti nýst honum við að stjórna þjóðarskútunni! Ekki  veitir af á þessum síðustu og verstu dögum ...


mbl.is Forsætisráherra á ferð og flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...og láta hann keyra sjálfann....hann er ábyggilega mð bílpróf!

Haraldur Bjarnason, 6.4.2008 kl. 22:37

2 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

"Flugstjóranámskeið hvað" .. hehe.. .. Það tekur nú aðeins meira en eitt námskeið að fá réttindi til að fljúga þotu ! ... Var ekki Geir líka að tala um að tími hans væri dýrmætur ?  ..Hefur örugglega ekki tíma í þetta dæmi!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 6.4.2008 kl. 23:20

3 Smámynd: Guðmundur Benediktsson

Nei það gengur alls ekki. Það mundi kallast að ríkið væri komið í samkeppni við einkageirann. Á hverju á hann að græða ef ekki ríkinu? 

Guðmundur Benediktsson, 6.4.2008 kl. 23:28

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Hvers vegna í ósköpunum gleymir þú ESB-sinnanum  Ingibjörgu  Sólrúnu?
Tilviljun?

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2008 kl. 00:37

5 identicon

Mér finnst að ef þeir þurfa að spara svona mikinn tíma með því að taka einkaflugvél þá ættu þeir að byrja á því að stytta sumarleyfi og páskafríin sín.  Eftir það geta þeir notað þessa afsökun fyrir mér en þangað til finnst mér sú afsökun tóm tjara!

Linda Björk Jóhannsdóttir (IP-tala skráð) 7.4.2008 kl. 09:20

6 Smámynd: Skarfurinn

Þú virðist algjört framsóknar-íhald sem berð mikla lotningu fyrir ráðherrum okkar, er þér virkilega  sama þó þeir bruðli og segi svo almenningi að spara ? þetta er mjög slæmt fordæmi að ráðherrar dvergríkisins Íslands skuli ferðast með einkaþotum eins og olíufurstar á Saudi. 

Skarfurinn, 7.4.2008 kl. 11:00

7 Smámynd: Skarfurinn

Sammála henni Lindu Björk, þegar Geir reynir að réttlæta leigu á einkaþotu með því að þá sparist einhverjir klukkutímar á hótelum,  þá spyr maður á móti af hverju eru íslenskir þingmenn með lengsta sumar, vetrar og páskafrí á byggðu bóli ? já breytið því fyrst og reynið að sinna vinnunni ykkar.

Skarfurinn, 7.4.2008 kl. 11:17

8 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Einkaflug Geirs gefur honum meiri og betri tíma til að halda stjórnartaumunum á þessum viðsjárverðu tímum.

Það skiljum við, er það ekki?

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.4.2008 kl. 20:36

9 Smámynd: Skarfurinn

Eins og fólk hefur tekið eftir þá kaus Geir að gera ekki neitt í stöðunni frekar en að gera einhverja vitleysu eins og hann orðaði það, lætur Dabba í Seðlabankanum gera skítverkin, svo ekki er hægt að sakna hans þó hann dvelji eitthvað utanlands, maðurinn hefur ekkert fram að færa og er ráðalaus og pirraður.

Skarfurinn, 7.4.2008 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband