Evran og ESB eða ölmusu frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum?
6.4.2008 | 19:07
Hvort sem mönnum líkar það betur eður verr þá er okkar ástkæra íslenska króna búin að vera. Val framtíðarinnar virðist vera Evran og Evrópusambandið - eða ölmusa frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum. Má ég þá frekar biðja um Evru en ölmusu!
Ég skil vel að andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu vilji ekki gefa almenningi kost á að kjósa um það hvort við eigum að ganga til aðildarviðræðna - án skuldbindinga. Það eru nefnilegar allar líkur á að þjóðin velji að ganga til viðræðna - og allar líkur á að við fáum ásættanlegan samning!
Meira um þetta á Leiðir Guðni Framsókn lýðræðis eða Framsókn flokksræðis? og Framsóknarmenn með aðild að Evrópusambandinu! og Umsókn um aðild að Evrópusambandinu skaðar ekki sjávarútveginn! og Undirbúum umsókn um aðild að Evrópusambandinu!
og Er Evrópusambandsaðild margfalt verðmætari en EES aðild?
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn til aðstoðar Íslandi? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Facebook
Athugasemdir
Dharma!
Gaman að sjá þig aftur á fótum! Var farinn að sakna þín eftir margra vikna þögn!
Ég hef nú hingað til rifið kjaft á eigin forsendum - en ekki annarra.
Þú sem meintur áhugamaður um hagfræði og fjármál - þá ættir þú að vita að sá tími er liðinn að efnahagsástand í Þýskalandi og Frakklandi hverju sinni stjórni hagkefinu innan ESB! Þau hagkerfi telja minna og minna eftir því sem sambandið stækkar.
Það er einnig rangt hjá þér að forsvarsmenn ESB séu ekki reiðubúnir í aðildarviðræður án skuldbindinga! Vinur minn Framsóknarmaðurinn Olli Rehn - stækkunarstjóri ESB - hefur ítrekað boðið upp í slíkan dans.
Hallur Magnússon, 6.4.2008 kl. 22:10
Ég vissi ekki að hagkerfi Frakklands væri stærra en Bretlands.. Athyglisvert.
Óskar Þorkelsson, 6.4.2008 kl. 22:22
Og ég vissi ekki betur en hagkerfi Þýzkalands væri það stærsta innan ESB.
Ef ekki svo. Athyglisvert!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 7.4.2008 kl. 00:44
Ég lýsi eftir raunverulegum langtíma rökum fyrir aðgangi í ESB.
Miðstýring er ekki rök heldur antirök í mínum huga.
proletariat, 7.4.2008 kl. 01:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.