Heilbrigðisráðherra að skaða framtíð einkaframtaksins í heilbrigðismálum?

Er Guðlaugur heilbrigðisráðherra að skjóta niður hugmyndir um hagkvæma beitingu einkaframtaksins í heilbrigðisþjónustunni með því að greiða Grund 15% meira fyrir að reka deild á Landakoti en hann var reiðubúinn að leggja Landspítalanum til vegna sama reksturs?
Er Guðlaugur að fylgja trúarsetningu í stað heilbrigðrar skynsemi og gefa þannig andstæðingum sínum og þeim sem leggjast alfarið gegn beitingu einkaframtaksins - sem á rétt á sér samhliða opinbers reksturs í  heilbrigðiskerfinu - vopn í hendur gegn einkarekstursforminu?
Ég óttast það!
Þessi ákvörðun heilbrigðisráðherrans eru mér mikil vonbrigði - því ég vænti mikils af honum - einmitt til þess að beita markaðslögmálunum á jákvæðan hátt í heilbrigðiskerfinu! Ég var meira að segja reiðubúinn að fyrirgefa honum óþarfa töf á byggingu nýs sjúkrahúss - þótt sú töf hafi hugsanlega kostað þjóðina jafnvel milljarða vegna væntinga minna til hans!
"Ráðuneytið sagði að það væri tilbúið að greiða [væntanlega Landspítalanum, innskot HM] 18.260 krónur á dag fyrir sjúkrarúmið. Ákveðið var því næst að bjóða deildina út. Eitt tilboðanna hljóðaði upp á um 21.000 frá hjúkrunarheimilinu Grund en Grundarfólk er þekkt fyrir góðan og aðhaldssaman rekstur. Við veltum því fyrir okkur hvernig ráðuneytið hefði komist að niðurstöðu um þessa fjárhæð úr því Grund, sem ekki er þekkt fyrir bruðl, treystu sér ekki til að reka deildina."
Þetta upplýsir Magnús Pétursson fyrrum forstjóri LSH sem lét af störfum sem slíkur í gær - og veitti Fréttablaðinu hógvært viðtal sem birtist í dag. 
Hefði ekki verið nær að bæta við svona fimmtánhundruðkalli á hvert rúm í greiðslum til Landspítalans svo hann gæti haldið áfram að reka þessa deild í stað þess að bæta tæpum þrjúþúsund kalli í greiðslur til Grundar - bara vegna þess að Guðlaugur virðist vilja - hvað sem það kostar - að fá einkaaðila til að reka deildina!
Við skattgreiðendur megum reyndar prísa okkur sæla fyrir að hið vel rekna hjúkrunarheimili Grund var reiðubúið að taka reksturinn að sér fyrir 21 þúsund kall á rúm - því næsta tilboð var 25 þúsund kall á rúm eða fyrir tæplega 37% hærra gjald en Guðlaugur vildi greiða Landspítalanum!
Það sér hver heilvita maður að þetta er peningalega algjör vitleysa - þótt hugsanlega geta trúaðir frjálshyggjumenn fundið trúarsetningum sínum stað í þessari aðgerð.
Þess vegna óttast ég að Guðlaugur hafi skotið sig í fótinn - að óþörfu - og skynsamleg beiting einkaframtaksins í heilbrigðiskerfinu fyrir bí - því þrátt fyrir allt viljum við Íslendingar að skynsemin ráði - ekki stækar trúarsetningar.
Guðlaugur mun nefnilega ekki til langframa getað greitt hærra verð til einkaframtaksins en til vel rekinna opinberra heilbrigðisstofnana! Verðið verður ætíð að vera lægra en greiða þarf til opinbera rekstursins. Þannig er unnt að beita markaðslögmálunum á jákvæðan hátt.
Ef heilbrigðisráðherra ætlar að keyra málið á óhagkvæmum trúarsetningu mun þjóðin rísa gegn honum og einkaframtakinu - en ef hann beitir markaðslögmálunum á jákvæðan hátt - þá mun æskileg blanda opinbers reksturs og einkareksturs í heilbrigðiskerfinu blómstra - öllum til hagsbóta!

mbl.is Grund tekur að sér hjúkrunardeild á Landakoti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

já Sjálftektarflokkurinn lætur ekki undan síga í einkavinavæðingunni...

Óskar Þorkelsson, 2.4.2008 kl. 17:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband