Vanmetnasti bloggari dagsins í dag!

Magnús Stefánsson alþingismaður er líklega vanmetnasti bloggarinn í dag. Mér finnst hans framlag í efnahagsumræðuna ekki síður gáfulegt en málflutningur Seðlabankans!  Ríkisstjórnin telst ekki með - því hún leikur gamalkunnan leik barna sem hlaupa hægar en allir hinir - ég er stikk frí!

Hinn hægláti Magnús er líklega öflugasti þingmaður Framsóknarflokksins þegar kemur að því sem skiptir máli í efnahagsmálum -með fullri virðingu fyrir Valgerði Sverrisdóttur - fyrrum viðskiptaráðherra - sem eflist í sögunni sem einn flottasti utanríkisráðherra lýðveldisins - eftir því sem Ingibjörg Sólrún gegnir því annars ágæta embætti lengur!

Magnús er hægur - en málefnalegur - í efnahagasmálaumræðunni. Hann er með mikla reynslu og góðan bakgrunn sem fyrrum formaður fjárlaganefndar Alþingis - þar sem hann vakti athygli fyrir málefnaleg og fagleg vinnubrögð - sem hann tók ætíð umfram pólitíska hagsmuni Framsóknarflokksins!

Auk þess er Magnús með góðan rekstrarlegan og viðskiptalegan bakgrunn sem rekstrarfræðingur, fyrrum öflugur og vinsæll sveitarstjóri og nú með áralanga þingmennsku að baki jafnframt því að hann er bæta við sig viðskipta og stjórnunarmenntun  í MBA námi samhliða þingmennsku. Þannig fetar Magnús í fótspor þúsunda Íslendinga sem skila vinnu sinni af alúð á sama tíma og þeir bæta við sig dýrmætri menntun sem skila samfélaginu og þeim sem einstaklingum ómetanlegum arði.

Magnús ætti því að vera talsmaður þingflokks Framsóknarmanna í efnahagsmálum!

Sannleikurinn er nefnilega sá að flestir þeir sem setja sig inn í efnahagsumræðuna í dag vita og skilja að gagnrýni Framsóknarmanna á dugleysi ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum er rétt - en sjá hins vegar ekki trúverðugan fulltrúa þingflokksins í efnahagsmálum!

Magnús Stefánsson er hinn rétti fulltrúi Framsóknarmanna á því sviði!

Ég hvet alla áhugamenn um stjórnmál og efnahagsmál að fylgjast með bloggi Magnúsar Stefánssonar!

 

 


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að skipta trúðnum, sem nú er formaður framsóknarflokksins út fyrir þennan hæfileikaríka þingmann?

Sigurður Sverrisson (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 02:25

2 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Tek undir þessi orð með þér.

Magnús Stefánsson er öllum framsóknarmönnum til sóma. Hann tekst á við verkefnin af fagmennsku og öryggi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 30.3.2008 kl. 18:25

3 Smámynd: Benedikt Sigurðarson

Veit ekki hvort það er viljandi eða óviljandi sem þið rifjið ekki upp tímabil Magnúsar í félagsmálaráðuneytinu!

Annars held ég að Magnús geti reynst vel í öllum góðum félagsskap, -  en hann reyndist því miður alveg handbendi frjálshyggjunnar í stjórnarsambúðinni við Sjálfstælðisflokkinn (og það þýðir ekki eina ferðina að halda því fram að þetta hefði orðið verra með einhverjum öðrum en Framsókn í stjórn. . . . . )

Benedikt Sigurðarson, 31.3.2008 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband