Vextir Íbúðalánasjóðs lækkuðu í 5,05% ef farið yrði útboð í dag!

Vextir Íbúðalánasjóðs myndi væntanlega lækka í 5,05% ef farið yrði í útboð íbúðabréfa í dag og ávöxtunarkrafa í útboðinu yrði sú sama og hún var á eftirmarkaði um hádegisbilið í dag. Reyndar gætu vextirnir farið í 4,80% ef Íbúðalánasjóður tæki tilboðum í stysta íbúðabréfaflokkinn, en sjóðurinn hefur ekki tekið tilboðum í þann flokk þrátt fyrir hvatningu Seðlabankans um að gera slíkt, enda myndi sú aðgerð væntanlega rugga lögbundnu jafnvægi í áhættustýringu sjóðsins.

Tekið skal fram að um er að ræða vexti á lánum með ákvæðum um uppgreiðslugjald, en vextir lána sem ætíð er unnt að greiða upp án sérstaks uppgreiðslugjalds, færu úr 5,50% í 5,30%.

Íbúðalánasjóður hefur ekki farið í útboð á íbúðabréfum á þessu ári, en útgáfuáætlanir sjóðsins gerðu ráð fyrir útboðum á fyrsta ársfjórðungi sem nú er að ljúka.

 

 


mbl.is Mikil velta á skuldabréfamarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Hallur

þetta er athyglisvert, veiztu afhverju þeir hafa ekki farið í útboð ennþá?  Manni dettur í hug að vera sé að redda bönkunum og halda vaxtamun í lágmarki.  Getur það verið?

kv.

Þorsteinn Ingimarsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 14:42

2 identicon

Fyrirgefðu kjánalega spurningu, en þetta eru 5,05% vextir ofan á verðbætur? 

Ég bý í Sviss og borga 2.5% og 3.0% vexti af húsnæðisláninu mínu (skiptist til helminga, það fyrra þarf ekki að borga til baka - bara vextina).  Ég tók lánið á frekar slæmum tíma (í fyrra).  Hér er fullt af fólki að borga milli 0.75% og 1.25%

Suisse (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 16:56

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Eins og sést á þessum skilaboðum frá Sviss, þá erum við hér á verulega köldum klaka

Haraldur Bjarnason, 28.3.2008 kl. 20:08

4 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Ég tek undir það að við búum á verulega köldum klaka þegar kemur að því að kaupa sér húsnæði í dag á Íslandi.  Hugsið ykkur dæmið ef við værum að borga 0.75 %  eða 1.25 %  af húsnæðislánunum okkar ?     Sem á aldrei eftir að gerast hér á landi. 

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 31.3.2008 kl. 00:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband