Íbúðalánasjóður einmana á íbúðalánamarkaðnum með langlægstu vextina!

Íbúðalánasjóður er einmana á íbúðalánamarkaðnum eftir að bankarnir hafa nánast alfarið hætt að lána íbúðalán, enda vextir íbúðalána bankanna í himinhæðum og fara hækkandi!

Eftir situr á sínum stað Íbúðalánasjóður með langlægstu íbúðalánavextina - vexti sem hljóta að fara að lækka á næstunni þegar sjóðurinn fer í boðað útboð á íbúðabréfum - en miðað við ávöxtunarkröfu á skuldabréfamarkaði þá verður Íbúðalánasjóður að lækka útlánavexti sína verulega - hvað sem stjórnvöldum kann að finnast um það!

Fasteignakaupendum hlýtur að finnast ennþá vænna um Íbúðalánasjóð nú en áður - og þótti þeim nú ansi vænt um sjóðinn fyrir ef marka má viðhorfskannanir!

Nú væri reyndar gott tækifæri að afnema löngu úrelt viðmið útlána Íbúðalánasjóðs við brunabótamat!

Rök stjórnvalda fyrir að gera það ekki voru alltaf að það væri ekki hægt þegar þensla ríkti á fasteignamarkaði. Nú ríkir engin þensla á fasteignamarkaði - þannig að stjórnvöld hafa enga afsökun fyrir því að afnema ekki þetta fáránlega viðmið.

Jóhanna félagsmálaráðherra hlýtur að ganga frá reglugerðarbreytingu sem afnemur þetta illræmda viðmið nú næstu daga! Það yrði farsælt skref fyrir alþýðu manna - og ekki hvað síst unga fólkið!


mbl.is Bankar og sparisjóðir skoða vextina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Íslenzkur almenningur má vera þakklátur Framsóknarflokknum að hafa staðið
dyggan vörð um Íbúðalánasjóðinn.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 27.3.2008 kl. 11:10

2 Smámynd: Linda

Amen, ég er svo innilega sammála þér, Íbúðalánasjóður er það eina góða í þessu landi í dag, ekkert okur þar á bæ og ég veit að fólk mun frekar fara til þeirra en að taka banka lán til húnæðiskaupa í framtíðinni.  Íbúðalánasjóður, skal fá að vera í friði frá öllu þessu fjármálabraski bankanna!.

Linda, 27.3.2008 kl. 15:38

3 identicon

Hélt að fólk væri búið að læra af reynslunni. Fyrir 10 árum þegar ég var fátækur námsmaður gat ég keypt mér íbúð, í dag er það ekki séns. Vegna hvers? Jú vegna þess að það var skyndilega hægt að fá 90-100% lán!! s.s aukið framboð peninga hækkar verð íbúða en þið viljið halda þessari vitleysu áfram. Nær væri að íbúðalánsjóður lækkaði sitt lánshlutfall, þá væri kannski séns fyrir ungt fólk að kaupa sér íbúð eftir einhver ár. Og hver hratt þessari þróun af stað? Framsóknarflokkurinn með sín 90% lán og síðan bættu bankarnir gráu ofan á svart.

Eysteinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 15:50

4 identicon

Það hefur alltaf verið erfitt að kaupa íbúð þegar ekki eru til peningar fyrir útborgun nema þegar bankarnir buðu upp á 80/20 lánin. Það segir sig sjálft að þessar sveiflur á fasteignamarkaðnum eru engum til góðs nema þeim sem eru vel stæðir. Best væri að hafa hann í jafnvægi því núna eftir þessa kólnun mun koma önnur kaupæðisbylgja og þá mun verðið hækka um 20-40%.

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 16:09

5 Smámynd: Kristbjörg Þórisdóttir

Við getum verið stolt af því að hafa staðið dyggan vörð um Íbúðalánasjóð.

Það þarf að beita öllum brögðum til þess að styðja við bakið á ungum námsmönnum sem eru að afla sér dýrmætrar þekkingar á erlendri grundu en standa svo frammi fyrir því að hafa vart efni á því að koma heim með námslán á bakinu og ekkert þak yfir höfuðið.

Bestu kveðjur úr Danaveldi.

Kristbjörg Þórisdóttir, 27.3.2008 kl. 16:20

6 Smámynd: Hallur Magnússon

Eysteinn.

Þú ferð með rangt mál.

Bankarnir voru búnir að lána allt að 100% ótakmörkuð lán í nokkra mánuði - og dælt 200 milljörðum út á íbúðalánamarkaðinn á 4 mánuðum - þegar Íbúðalánasjóður fékk heimild til að veita 90% lán í desember 2004.

Reyndar var ætlun stjórnvalda að 90% markinu yrði náð vorið 2007 - og að það yrði gert í skrefum tekið í takt við efnahagslífið - en þar sem bankarnir voru þegar að bjóða 100% lán og sett efnahagslífið á hvolf - þá skipti engu máli til eða frá hvort 90% markinu yrði náð í desember 2004 eða vorið 2007.

Þá ber að hafa í huga að lán Íbúðalánasjóðs takmörkuðust við 90% af brunabótamati og hámarkslánið var mjög hógvært - á meðan bankarnir pældu höfðu engin slík mörk hvorki hvað varðarði brunabótamat eða fjárhæð.

Svona er nú staðreyndin - þótt þetta hafi skolast til í umræðunni - þegar bankarnir þurftu að fara að svara fyrir sig á sínum tíma.

Hallur Magnússon, 27.3.2008 kl. 16:54

7 identicon

Hártoganir. Það var löngu orðið opinbert hvað íbl ætlaði að gera því fóru bankarnir þessa leið. En þú hefur eitthvað misskilið þetta hjá mér viljandi eða óviljandi, ég er ekki að verja bankana á  nokkurn hátt. Pointið er hærra lánshlutfall = hærra íbúðaverð = meiri verðbólga = erfiðara fyrir ungt fólk að koma inn á markaðinn.

Eysteinn (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 20:07

8 Smámynd: Hallur Magnússon

Ekki gleyma því að bankarnir höfðu aldrei verið inn á þessum markaði. Þeir höfðu einungis 5% markaðshlutdeild´árið 2003.

Það var þessi geðveika innkoma þeirra með hundruð milljarðra króna inn á íbúðalánamarkað þar sem þeir höfu ekki verið áður - sem setti þetta í gang.

Málið ekki hvort hlutfall hafi verið 70% - 80% eða 90%. 

Þeir voru heldur ekki með hámarkslán - en hámarkslán ÍLS hafði takmarkað getu fólks til að kaupa millieignir og dýrari eignir. Með snögglega óheftum aðgangi fólks að lánum langtum hærri en hámarkslán Íbúðalánasjóðs - jókst kaupgetan á milli og dýrari eignum ofboðslega hratt - með þessum afleiðingum

Það hefði verið betra ef þeir hefðu komið hægar inn á markaðinn - þar sem þeir eiga heima  þrátt fyrir núverandi stöðu - og á lengri tíma. Það eru allir sammála um það í hjarta sínu í dag

Hallur Magnússon, 27.3.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband