Vaxtahækkun Seðlabanka bara bull og vitleysa?

Vaxtahækkun Seðlabankans er bara bull og vitleysa ef eitthvað er að marka Vilhjálm Egilsson framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í morgunútvarpi Rásar 1 í morgun! Vilhjálmur segir að gengi íslensku krónunnar hefði hækkað þótt Seðlabankinn hefði látið stýrivaxtahækkun eiga sig - og segir stefnu Seðlabankans orsaka miklar sveiflur í hagkerfinu sem séu gríðarlega íþyngjandi fyrir atvinnulífið auk þess sem þær dragi úr trúverðugleika þess.

... og það eru heimilin og atvinnulífið sem blæða!

Vilhjálmur bendir réttilega á að vaxtahækkunin hafi einungis áhrif á lítinn hluta hagkerfisins þar sem stærstur hluti langtímalána eru annað hvort verðtryggð eða í erlendri mynt - þannig að stýrivextir Seðlabanka bíti hægt og illa.

Mig setti hljóðan að heyra í Vilhjálmi!

Get þó huggað mig við að í því ástandi sem nú er - þar sem ástæða er að auka lausafé bankanna - þá rýmkaði Seðlabankinn bindiskyldu íslensku bankanna.

Sú aðgerð er jákvæð og eðlileg - en með þeirri aðgerð staðfesti Seðlabankinn mistök sín í efnahagsmálum haustið 2004 þegar hann klikkaði á því að hækka bindiskyldu íslensku bankana til að draga úr útlánagetu þeirra, en óhófleg fasteignalán bankanna á niðurgreiddum vöxtum haustið 2004 og vorið 2005 setti efnahagslífið á hvolf eins og kunnugt er!

Seðlabankinn hefur í raun gengið gegn þeim rökum sem forsvarsmenn hans hafa beitt fyrir því að hækka ekki bindiskylduna á sínum tíma - eða með öðrum orðum - óbeint viðurkennt afdrifarík mistök sín haustið 2004!!!


mbl.is Áhrif vaxtahækkunarinnar: Heimilum blæðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GOLA RE 945

Villi var ekki trúverðugur í þessu viðtali. Enda ber hann eingöngu eigin hag og sinna umbjóðenda fyrir brjósti, ekki hlutlaust mat um áhrifin, heilt yfir.

GOLA RE 945, 26.3.2008 kl. 09:05

2 Smámynd: Anderson

Bindiskyldu má nota sem hagstjórnartæki, rétt eins og vexti. Reyndar er það ekki heppilegt stýritæki þar sem óæskilegt er að breyta bindiskyldum banka oft. Það skapar óstöðugleika.

Sigurður Einarsson hjá Kaupþingi sagði m.a. á þeim tíma að hugsanlega væri æskilegt að beita bindiskyldu sem hagstjórnartæki Seðlabankans, sem og þeir gerðu.  Þannig maður þarf nú ekki að álykta að hækkun bindiskyldu 2004 hafi verið afdrifarík mistök með þremur upphrópunarmerkjum, ef þeir líta á hana sem hagstjórnartæki. Að sama skapi væri Seðlabankinn ekki að óbeint viðurkenna mistök sín í vaxtahækkunum þegar þeir lækka loks vexti.

Anderson, 26.3.2008 kl. 11:42

3 identicon

kæri Anderson.

Mistök seðlabankans voru að hækka EKKI bindiskyldu árið 2004, með þremur upphrópunarmerkjum!!!

Þó Villi vinni við að lobbíera getur hann haft rétt fyrir sér. Ég held reyndar að hann hafi fullkomlega rétt fyrir sér í þessu tilfelli. Seðlabankinn er að beita teóríum sem virka í lokuðu hagkerfi, eða í besta falli hagkerfi sem er það stórt að það geti staðið af sér erlent streymi fjármagns.

Hrannar (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 12:12

4 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þessi ríkisstjórn er handónýt. Hver heilvita maður getur sagt sér að það er svo
gjörsamlega út í hött að hafa minnsta gjaldmiðil í heimi algjörlega FLJÓTANDI og
óvarinn í þeim ólgusjó sem nú er á alþjóðlegum peninga-og gjaldeyrismörkuðum.
Hvers vegna bindum við ekki  gengið núna við ákveðna myntkörfu eða aðra mynt
t.d danska krónu með ákveðum frávikum +- ??

Þessi handónýta ríkisstjórn á að segja af sér. Og það strax!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 26.3.2008 kl. 13:02

5 Smámynd: Hallur Magnússon

Guðmundur!

Ég hef nokkrum sinnum bent á að við ættum að taka upp færeysku krónuna!

Hún er miklu stabílli en sú íslenska :)

Hallur Magnússon, 26.3.2008 kl. 13:48

6 Smámynd: Haraldur Bjarnason

...enda er hún tengd þeirri dönsku!

Haraldur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 15:21

7 Smámynd: Hallur Magnússon

... og sú danska er tengd evru

Hallur Magnússon, 26.3.2008 kl. 15:24

8 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er þá ekki komin svona karfa eins og Guðmundur Jónas er að benda á  Ikr, færeyska, danska, evra

Haraldur Bjarnason, 26.3.2008 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband