Sjálfstæðismenn - ekki halda blaðamannafundi!
20.3.2008 | 01:26
Ég hef verið í dálitlu sjokki yfir blaðamannafundi forsætisráðherrans í vikunni - þar sem hann flutti ekkifréttir af efnahagsmálum þjóðarinnar. Gaf mér rúman sólarhring til að reyna að átta mig á því hvort það hefðu verið einhver dulin skilaboð hjá ráðherranum - en svo virðist ekki vera. Allavega virðast vinir mínir og kunningjar erlendis ekki sjá ljósið ...
... ég gat ekki svarað spurningunni: "Why this press-conference?"
Rifjaði vegna þessa upp blaðamannafundi Sjálfstæðismanna undanfarið - hjá Geir, hjá Vilhjálmi í Valhöll - og hjá núverandi meirihluta í borginni á Klambratúni - þegar þeir tóku við undir forystu Ólafs Friðriks og sex "sjálfstæðis"manna.
Eftir þá yfirferð get ég ekki annað gert en að gefa Sjálfstæðismönnum heilræði:
Ekki halda blaðamannafundi!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.3.2008 kl. 11:13 | Facebook
Athugasemdir
Hallur, hefurðu eitthvað á móti skemmtiatriðum? - Að vísu er þau flest innihaldsríkari en þessi, sem þú nefnir, ég verð að segja það!
Haraldur Bjarnason, 20.3.2008 kl. 09:50
Skemmtilegustu blaðamannafundirnir voru nú eitt sinn þeir sem hinn síbrosandi Halldór Ásgrímsson hélt, ekki sízt sá síðasti þegar hann tilkynnti að hann hefði gefizt upp á forsætisráðherraembættinu eftir aðeins einhverja 10 mánuði í embætti
Hjörtur J. Guðmundsson, 20.3.2008 kl. 16:43
...það er ekkert fyndið lengur við algert dug- og ráðaleysi ríkisstjórnarinnar, svo maður nefni ekki borgina ógrátandi!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.3.2008 kl. 23:28
Já hver var tilgangurinn með þessum fundi'????? Mér finnst tilvalið að gefa út efni með Vilhjálmi á DVD, Það er alls ekki leiðinlegt. Eiginlega alveg sprenghlægilegt.
Hólmdís Hjartardóttir, 21.3.2008 kl. 01:00
Meira að segja ég dreyfbýlistúttan er alveg forviða á því hvernig þessir(svokölluðu)landsstjórnaraðilar fara með umboð sitt.
Eiríkur Harðarson, 21.3.2008 kl. 02:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.